Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 22
21GENGIÐ Á REKA – FORNLEIFAFRÆÐI MANNALDAR horft er til hafreks er hins vegar greinilegt að menningarsaga, mannmiðuð, línuleg og skipulögð, nær aðeins til lítils hluta þess, og aðeins til brota úr lífsskeiðum hafrekinna hluta. Önnur og síður mannmiðuð fortíðarskoðun er því nauðsynleg líka. Efnismenning, hið ómennska (e. non-human) og atbeini hluta (e. thing agency)38 hafa lengi, ef ekki alltaf, verið í brennidepli fornleifafræðinnar. Og margir, ef ekki f lestir, þeirra hluta sem hún fæst við hafa verið yfirgefnir, týndir og grafnir, og þannig á vissan hátt lausir úr viðjum mannlegs samfélags. Markmið fornleifafræðinnar er hins vegar iðulega að endurheimta þau horfnu tengsl, með því að lesa í og leiðrétta fyrir ferla niðurbrots og eyðingar, svo sem heilsteyptust mynd fáist af því sem áður var. Með öðrum orðum, er áhuginn á því hvernig fornleifar (eða hlutir) hafa átt sér tilveru utan menningarsögulegs samhengis í raun enginn, umfram þá innsýn sem það lífsskeið getur veitt í horfið samfélag manna.39 Þetta á líka við um ævisögulegar nálganir, sem notið hafa vinsælda frá 10. áratug liðinnar aldar.40 Hér er sjónum iðulega beint að sameiginlegum æviskeiðum hluta og manna. Það er, þeim skeiðum þar sem hlutir eru í eigu og þjónustu manna, ýmist í fortíð eða sem t.d. fornmunir og safngripir í samtíð. Tíminn þar á milli, sem í mörgum tilvikum er lunginn úr lífi hlutarins, fellur í gleymsku eða er sniðgenginn líkt og hann hafi ekki átt sér stað. Jafnframt eru þeir efnaferlar sem hluturinn hefur gengið í gegnum á þessum tíma, litnir neikvæðum augum. Það er, þeir eru fremur álitnir niðurbrjótandi, eyðandi og truf landi, en uppbyggilegir og skapandi. Raunar er svarið við því hvers vegna hafrek hefur ekki náð athygli fornleifafræðinnar líklega að finna hér; í „stjórnlausu“ og „tilgangslausu“ reki þessara hluta, utan lögsögu manna. Frá hefðbundnu menningarsögulegu sjónarhorni er slíkt volk í sjálfu sér merkingarlaust, og veldur algjöru samhengisleysi. Hlutir tapa réttu samhengi sínu, þá rekur á fjörur og þeir standa eftir utan samhengis (e. out of context). Eins konar „lausafundir“ og anómalíur í skipulagðri og merkingarbærri menningarsögu. Ef við lítum yfir litríka rekafjöru gefur auga leið að þess konar ævisöguleg nálgun er afar takmörkuð, ef ekki ómöguleg. Sem dæmi getum við hugsað okkur 38 Hugtök á borð við non-human og thing agency, hafa verið í brennidepli kennilegrar fornleifafræði síðustu ára og koma til af aukinni áherslu á efnismenningu, félagslegt mikilvægi hluta og annarra efnislegra fyrirbæra (annarra en manna eða dýra) og áhrif þeirra á samfélög og líf manna. Hugtökin eru upprunnin innan heimspeki og STS fræða (Science and technology studies), en hafa verið þróuð og aðlöguð að öðrum fræðigreinum, s.s. fornleifafræði, mannfræði og landfræði. 39 Þóra Pétursdóttir 2014. 40 T.d. Kopytoff 1986, Hoskins 1998, Gosden og Marshall 1999, Holtorf 2002.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.