Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 39
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS38 í Árbók fornleifafélags 1897. Það var grafið upp á Skriðuklaustri í Fljótsdal og kallað kjallaragröf í Árbókinni. Hún var lík íslenskum jarðhýsum að f latarmáli, um 10 x 11 fet (3 x 3,4 m). En hún var hlaðin úr grjóti og „límd með mósteypu [sem Þór skýrir sem smiðjumó; blöndu úr leir og kalki] og sljettuð innan með henni“, hálffull af gulhvítu, blautu, seigu og límkenndu efni sem var giskað á að væri skyr. Þar voru líka fimm rauðaviðardrumbar, ekki svo fúnir að orð væri haft á því.4 Mér finnst líklegra að þetta sé eitthvað miklu yngra en Hvítárholtsjarðhýsin; þau voru ekki með hlöðnum veggjum, og ekki veit ég til að hleðslusteinar hafi nokkurn tímann verið límdir saman á Íslandi á víkingaöld eða miðöldum. Hins vegar finnst mér sennilegt að það sé rétt hjá Þór að fornt jarðhýsi hafi fundist í Gjáskógum í Þjórsárdal, þar sem var grafið á árunum 1949-60, án þess að því væri gefið tegundarheiti.5 Jarðhýsin í Hvítárholti höfðu verið grafin 60-90 cm niður fyrir yfirborð jarðar, eins og það var á byggingartíma, þar sem hægt var að mæla það. Húsin voru svipuð að stærð og lögun, frá rúmlega sjö og upp í tæplega ellefu fermetrar að gólff leti. Engir veggir sáust, heldur virtust húsin einfaldlega hafa verið grafin ofan í jörðina og þakið reist á börmunum, að minnsta kosti á dýpsta húsinu. – Jafnvel þótt þau kunni að hafa verið með bröttu þaki hafa þau varla eða ekki verið manngeng. En það vandamál ræðir Þór ekki. – Engin merki sáust um innganga, sem bendir til að gengið hafi verið í húsin ofan frá um stiga. Í f lestum eða öllum húsanna hafa verið stoðir til að halda uppi þaki. Í öllum hafði verið eldstæði í einu horninu, að minnsta kosti í sumum það sem fornleifafræðingar kalla ofna, eldstæði lokað með steinhellu að ofan.6 Þór Magnússon taldi að jarðhýsin í Hvítárholti hefðu verið notuð sem baðhús. Þar studdist hann meðal annars við frásögn Eyrbyggja sögu af tveimur berserkjum, Halla og Leikni. Annar þeirra, Halli, lagði hug á Ásdísi, dóttur Styrs Þorgrímssonar. Að ráði Snorra goða ginnti Styr berserkina til að vinna til konunnar með því að ryðja braut yfir úfið hraun. „En meðan þeir váru at þessu verki, lét Styrr gera baðstofu heima undir Hrauni ok var grafin í jǫrð niðr, ok var gluggr yfir ofninum, svá at útan mátti á gefa, ok var þat hús ákaf liga heitt.“7 4 Jón Jónsson 1897, bls. 22-24. 5 Þór Magnússon 1973, bls. 59; Kristján Eldjárn 1961, bls. 8, 39-41. 6 Mikilvægustu einkenni húsanna eru birt í töflu 1 á bls. 62-63. Tilvísanir til heimilda, meðal annars um vitneskju sem kemur ekki alltaf fram í töflunni, má finna eftir tilvísun í aftasta dálki hennar, að vísu ekki nákvæmlega á þeim blaðsíðum sem vísað er á í töflunni, en einhvers staðar nálægt í sama riti. 7 Eyrbyggja saga 1935, bls. 72-73 (28. kap.).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.