Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 47
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS46 Líkur benda til að jarðhýsin séu yfirleitt frá elsta skeiði mannvirkja á Íslandi. Karen Milek birtir töf lu um aldur jarðhýsa þar sem tíu eru tímasett með geislakolsmælingum. Sé miðað við tvö staðalfrávik, sem er venjulega talið gefa um 95% vissu, og tímasett samkvæmt miðtölu á milli ystu tímamarka, mælist eitt hús frá sjöundu öld, tvö frá níundu öld, fjögur frá tíundu öld og þrjú frá elleftu öld.37 Þar sem geislakolsmæling mælir tímann frá því að lífrænt efni sýnisins dó, hætti að taka til sín næringu, getur vel staðist að þessi jarðhýsi séu frá níundu, tíundu og elleftu öld. Það bendir enn á háan aldur að hvergi hafa, svo að ég viti, fundist merki þess að jarðhýsi hafi verið byggt ofan í eldri húsarúst, nema í Sveigakoti í Mývatnssveit þar sem eitt jarðhýsi var byggt ofan í annað.38 Hins vegar er nokkuð um að bæjarhús hafi verið byggð ofan á jarðhýsi. Í Gjáskógum var jarðhýsið undir gólfi stofu sem hafði farið í eyði fyrir 1104. Varla er hægt að ímynda sér að það hafi verið byggt síðar en á 10. öld. Í Hvítárholti hefur að líkindum verið byggt á 10. öld líka og byggðin farin í eyði fyrir 1104, og voru að minnsta kosti þrjú jarðhýsanna frá elsta byggingarskeiði á staðnum. Eitt var undir viðbyggingu við skála, annað hafði verið lagt af og fyllt með sorpi meðan þarna var enn byggð. Í Grelutóttum í Arnarfirði tengjast jarðhýsarústir byggð sem líklega er ekki yngri en frá 10. öld. Á Granastöðum í Eyjafirði fannst landnámssyrpa gjóskulaga í veggjatorfi. Á Hjálmstöðum fannst landnámsgjóska í f leiri en einu lagi fyrir ofan neðri gólfskán og hefur væntanlega borist þangað í torfi. Guðmundur Ólafsson giskaði á að húsið hefði verið byggt á 10. öld. Jarðhýsin í Sveigakoti í Mývatnssveit eru yngri en landnámslagið frá því um 870 en eldri en gjóskulag frá því um 940.39 Jarðhýsi G á Hofstöðum virðist hafa verið byggt skömmu eftir að þetta sama gjósku lag féll, og vísbending er um að húsið hafi verið fallið um miðja öldina.40 Lauslega hefur verið giskað á að Stóruborgarhýsið sé frá 11. eða 12. öld.41 Í síðustu rannsóknar skýrslunni um upp gröftinn í Sveigakoti lagði Orri Vésteinsson drög að f lokkun íslenskra jarð hýsa. Hvítárholtsgerð kallaði hann þá gerð húsa sem hafði engan sýnilegan inngang, og hlýtur að hafa verið gengið inn í ofan frá um stiga. Þessi hús ein kenndust líka af gólfskán í miðju húsi og hlutum sem bentu til ullariðju; þau voru tiltölulega lítil og 37 Milek 2012, bls. 87-88. 38 Það eru húsin sem uppgraftarmenn kölluðu T (house I) og MT (house II). - Orri Vésteinsson ritstj. 2003, bls. 35-39. 39 Orri Vésteinsson 2010, bls. 494-497. 40 Batt o.fl. 2015, bls. 166-167. 41 Heimildir um þessar aldursgreiningar má finna eftir tilvísunum í töflu 1 á bls. 62-63.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.