Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 49
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS48 1 (bls. 62-63). Og úr því að jarðhýsi reynast hafa verið algeng víðs vegar um Evrópu á sama tíma, þar sem fólk hafði búið um þúsundir ára, er tæpast þörf á að grípa til landnámsins sem skýringar á byggingu þeirra á Íslandi. Hér á undan var tæpt á skoðun Þórs Magnússonar um að jarðhýsin í Hvítárholti hafi verið baðhús og Guðmundar Ólafssonar um að Grelutóttar- hýsin hafi verið notuð samhliða til ullarvinnu og baða. Algengustu innan- stokks munir jarð hýsanna eru eldstæði, hlóðir eða oftar ofnar, sem geta vitnað um margs konar nýtingu. Gólfskánarlítil svæði við útveggi benda til að þar hafi staðið einhvers konar bekkir. En bekki mátti nota hvort sem var til að sitja eða liggja á í gufubaði eða sitja við vinnu sína. Eindregnari ályktun má draga af því að víða voru þar kljásteinar úr vefstöðum, einn eða f leiri, í ellefu húsum af 25 samkvæmt töf lu 1. Í nokkrum þessara húsa og einu til viðbótar fundust snældusnúðar. Í 14 húsum fundust mjóar holur í gólfum, líkt og þar hefði verið stungið niður hrífusköftum, sumum beint en sumum á ská ofan í gólfskánina. Almennt hefur verið talið að þessar holur séu eftir grönn prik, of grönn til þess að þau hafi nýst til að halda uppi þökum. Þar sem þau fylgja útveggjum geta þau verið undan undirstöðum timburþilja. Sums staðar kunna þau að hafa verið undan bekkjum eða vefstöðum. Á Hjálmstöðum í Laugardal fann Guðmundur Ólafsson nær 200 mjóar holur í jarðhýsis gólfi og birti þá tilgátu, sem hann rakti til Elsu E. Guðjónsson deildarstjóra í Þjóðminjasafni, að holurnar gætu verið eftir spunarokka því á miðöldum hefðu þeir ekki verið annað en stök prik sem gátu náð niður á gólf.45 Auðvelt er að ímynda sér að íslenskar konur hafi stungið rokkum sínum hér og hvar ofan í gólfskánina og þannig hafi myndast þessi mergð af holum. Mér finnst þessi kenning sennileg og nánast skera úr um það að jarðhýsin hafi að einhverju leyti, kannski verulegu leyti, verið notuð sem vinnustaðir við ullariðju, og er ekki vafi um að hún var kvennastarf allt þar til kom að því að þæfa vefinn.46 Það merkir ekki að hafnað sé tilgátunni um jarðhýsin sem baðstofur. Hitasteinarnir sem finnast í mörgum húsanna hafa væntanlega verið notaðir til að hella vatni á þá brennheita og framleiða þannig vatnsgufu. Til baða benda þó einkum eldstæðin sem væru, víðar en í Grelutóttum sem Guðmundur Ólafsson fjallaði um, einkennilega stór miðað við stærð húsanna ef tilgangur þeirra hefði aðeins verið að halda bærilegum hita á konum við ullariðju. Í töf lu 1 eru upplýsingar um f latarmál eldstæða í níu jarðhýsum. Eitt húsanna, Sveigakot MT, á sér langa byggingarsögu, hefur 45 Guðmundur kallar þessi tæki rokka en þau eru kölluð distaffs á ensku og eru trékvíslir til að halda ull eða hör þegar spunnið er með halasnældu. Sjá Guðmundur Ólafsson 1992, bls. 50-51. 46 Helgi Þorláksson 1991, bls. 299.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.