Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 49
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS48
1 (bls. 62-63). Og úr því að jarðhýsi reynast hafa verið algeng víðs vegar
um Evrópu á sama tíma, þar sem fólk hafði búið um þúsundir ára, er tæpast
þörf á að grípa til landnámsins sem skýringar á byggingu þeirra á Íslandi.
Hér á undan var tæpt á skoðun Þórs Magnússonar um að jarðhýsin í
Hvítárholti hafi verið baðhús og Guðmundar Ólafssonar um að Grelutóttar-
hýsin hafi verið notuð samhliða til ullarvinnu og baða. Algengustu innan-
stokks munir jarð hýsanna eru eldstæði, hlóðir eða oftar ofnar, sem geta vitnað
um margs konar nýtingu. Gólfskánarlítil svæði við útveggi benda til að þar
hafi staðið einhvers konar bekkir. En bekki mátti nota hvort sem var til að
sitja eða liggja á í gufubaði eða sitja við vinnu sína. Eindregnari ályktun má
draga af því að víða voru þar kljásteinar úr vefstöðum, einn eða f leiri, í ellefu
húsum af 25 samkvæmt töf lu 1. Í nokkrum þessara húsa og einu til viðbótar
fundust snældusnúðar. Í 14 húsum fundust mjóar holur í gólfum, líkt og þar
hefði verið stungið niður hrífusköftum, sumum beint en sumum á ská ofan
í gólfskánina. Almennt hefur verið talið að þessar holur séu eftir grönn prik,
of grönn til þess að þau hafi nýst til að halda uppi þökum. Þar sem þau fylgja
útveggjum geta þau verið undan undirstöðum timburþilja. Sums staðar kunna
þau að hafa verið undan bekkjum eða vefstöðum. Á Hjálmstöðum í Laugardal
fann Guðmundur Ólafsson nær 200 mjóar holur í jarðhýsis gólfi og birti þá
tilgátu, sem hann rakti til Elsu E. Guðjónsson deildarstjóra í Þjóðminjasafni,
að holurnar gætu verið eftir spunarokka því á miðöldum hefðu þeir ekki verið
annað en stök prik sem gátu náð niður á gólf.45 Auðvelt er að ímynda sér að
íslenskar konur hafi stungið rokkum sínum hér og hvar ofan í gólfskánina og
þannig hafi myndast þessi mergð af holum. Mér finnst þessi kenning sennileg
og nánast skera úr um það að jarðhýsin hafi að einhverju leyti, kannski
verulegu leyti, verið notuð sem vinnustaðir við ullariðju, og er ekki vafi um
að hún var kvennastarf allt þar til kom að því að þæfa vefinn.46
Það merkir ekki að hafnað sé tilgátunni um jarðhýsin sem baðstofur.
Hitasteinarnir sem finnast í mörgum húsanna hafa væntanlega verið
notaðir til að hella vatni á þá brennheita og framleiða þannig vatnsgufu.
Til baða benda þó einkum eldstæðin sem væru, víðar en í Grelutóttum
sem Guðmundur Ólafsson fjallaði um, einkennilega stór miðað við stærð
húsanna ef tilgangur þeirra hefði aðeins verið að halda bærilegum hita á
konum við ullariðju. Í töf lu 1 eru upplýsingar um f latarmál eldstæða í níu
jarðhýsum. Eitt húsanna, Sveigakot MT, á sér langa byggingarsögu, hefur
45 Guðmundur kallar þessi tæki rokka en þau eru kölluð distaffs á ensku og eru trékvíslir til að halda ull
eða hör þegar spunnið er með halasnældu. Sjá Guðmundur Ólafsson 1992, bls. 50-51.
46 Helgi Þorláksson 1991, bls. 299.