Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 59
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS58
Í þessum dæmum kemur hvergi skýrt fram að dyngjur séu niðurgrafnar
fremur en önnur hús. Að vísu segir í Gísla sögu (5) að dyngja húsfreyjanna
á Hóli í Haukadal vestra hafi staðið „útan ok sunnan undir eldhúsinu“.
En það skil ég þannig að „undir“ merki það sama og þegar sagt er að bær
á Kjalarnesi sé undir Esjunni, að dyngjan hafi verið lægra hús við hlið
skálans, sem þarna er kallaður eldhús. Auðvitað er ekkert ósennilegt að sagt
sé frá því í sögu að menn gangi í eða úr dyngju án þess að tekið sé fram
að þeir hafi gengið niður eða upp þrep eða stiga, þó að sögumaður hugsi
sér að það hafi verið gert, síst ef það hefur verið alþekktur fróðleikur að
dyngjur væru niðurgrafnar. En ósennilegt verður að teljast að það kæmi
hvergi fram í þeim 15 frásögnum sem nefna dyngjur ef þar væri alltaf átt
við niðurgrafin hús. Í frásögninni af Kormáki og Steingerði (7) er líkast
því að dyngjan sé sambyggð skálanum og dyr á milli, líkt og var á milli
stofu og skála í Stöng og f leiri bæjum af Þjórsárdals- og þjóðveldisgerð,80
en ekki getur það talist augljóst. Ef söguhöfundur hugsar sér eindregið
að dyngjan sé sérstakt hús kann hann að sjá fyrir sér að Kormákur hafi
séð fætur Steingerðar þegar hún kom inn í anddyri skálans. – Næmleiki
hans á kvenlegan yndisþokka er raunar nokkuð með ólíkindum, enda var
hann ástaskáld. – Á hinn bóginn verður sagan af dyngjunni á Hóli (5) best
skilin svo að hún hafi verið sérstakt hús og ekki innangengt milli skála og
dyngju. Um dyngju Kolfinnu Ávaldadóttur (6) er þetta óljóst. Hún kann
að hafa verið niðurgrafin, en að minnsta kosti var hún með svo háum
veggjum að hægt var að sitja á þeim.
Er dyngjum lýst þannig að stærð þeirra komi heim við stærð jarðhýsanna
sem hafa verið grafin úr jörð? Gólff lötur jarðhýsa sem hafa verið könnuð
mun vera um 13 m² að meðaltali, mest 32 m² en minnst 4,3 m² (taf la 1,
bls. 62-63). Allt sem sagt er frá að hafi verið eða gerst í dyngjum mundi
komast fyrir í jarðhýsum af þessari stærð ef Hallgerður á Hlíðarenda fengi
þá stærstu (11). En víðar er sagt að margar konur hafi verið í dyngju (1, 10).
Lítið kemur fram í sögum um hlutverk dyngna. Í Þambardal (8) gengu
konur úr dyngju að áliðnum degi, og liggur beinast við að hugsa sér að þær
hafi haft þar vinnustað sinn á daginn. Í Valla-Ljóts sögu (9) voru konur
heimilisins í dyngju að degi til; væntanlega vegna þess að þar hafi verið
vinnustaður þeirra. Þegar ort er um leiðindi Haralds konungs í æsku (14)
stafar varmi dyngjunnar líklega af því að þar stunduðu konur „eldvelli“. Í
sýn Darraðar á Katanesi í Njálu (2) virðist birtast sú skoðun að dyngjur séu
ullariðnaðarstaðir kvenna, eins og jarðhýsin reynast að minnsta kosti sum
80 Hörður Ágústsson 1987, bls. 235-238.