Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 60
59UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR hafa verið. Aðeins í einni dyngju, í Hrossholti á Snæfellsnesi (4), kemur fram að kona hafi sofið þar, en vel líklegt er að höfundar hafi hugsað sér það um dyngjur sem eru eignaðar tilteknum konum. Pallar voru í dyngjunum á Hörgslandi (12) og Breiðabólstað í Reykholtsdal (13), og er það eini innanstokksmunurinn sem ritheimildir nefna í dyngjum. Hið eina sem er sameiginlegt öllum þessum 15 dyngjum er að þær tilheyra á einhvern hátt konum. Hér að framan eru talin dæmi sem benda til að dyngjur hafi verið vinnustaðir kvenna (2, 5, 8, 9, 14). Stundum er aðeins sagt að konur hafi verið í dyngjum þegar einhverjir karlmenn komu til fundar við þær (3, 6, 9, 13). Stundum er beinlínis sagt um dyngjur að þær hafi verið dyngjur ákveðinna kvenna. Sumar þeirra eru húsfreyjur (1, 5, 11) en jafnmargar, og fimmti hluti af öllum nefndum dyngjum, eru eignaðar heimasætum (6, 10, 12), fyrir utan þá sem bóndadóttir í Hrossholti svaf í (4). Er engu líkara en að söguhöfundar sem taka þannig til orða hugsi sér að dyngja sé einhvers konar einkaherbergi, lokrekkja eða afþiljaður klefi. Ekki þarf neinar sérstakar höfðingjadætur til að þær séu sagðar búa yfir slíkum húsakynnum; að minnsta kosti á það ekki við Kolfinnu Ávaldadóttur. Hún var aðeins dóttir þokkalega stæðs bónda, landnámsmanns sem virðist hafa komið á skipi annars landnámsmanns og orðið að kaupa sér land til ábúðar.81 Ekki finnst mér trúlegt að íslenskar bændadætur hafi nokkurn tímann ráðið yfir slíkum vistarverum. Í fyrsta lagi hefði það verið meiri viðhöfn og kostnaðarauki á heimili en hægt er að gera ráð fyrir. Í öðru lagi hefðu stúlkur í slíku húsi verið varnarlitlar fyrir ásókn kvensamra karla, og ekki vildu feður láta fíf la dætur sínar. Að vísu má hugsa sér að settar hafi verið konur til að gæta þeirra; Steingerði Þorkelsdóttur fylgdi ambátt þegar hún kom úr dyngju (7). En seint hefði sú gæsla orðið örugg og vandkvæðalaus, enda er sagt að ambáttin hafi hvatt Steingerði til að líta með sér á gestina. Samkvæmt atriðisorðaskrá Sturlungu útgáfunnar 1946 eru nefndir þar um 48 skálar, 80 stofur, tíu baðstofur en engar dyngjur.82 Ekki eru nefndar dyngjur í biskupasögum eða fornaldarsögum heldur samkvæmt fornmálsorðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn.83 Í riddarasögum kemur 81 Hallfreðar saga 1939, bls. 140 (2. kap.); Landnámabók 1968, bls. 224 (Sturlubók, 183. kap.; Hauksbók, 149. kap.). 82 Sturlunga saga 1946 II, bls. 474, 476, 485, 487. Taldar eru blaðsíður þar sem orðin skáli, stofa og baðstofa koma fyrir en ekki gengið úr skugga um hvort einhverjar vísanir skrárinnar vísi til sama skála eða stofu á fleiri blaðsíðum, né heldur hvort fleiri en einn skáli eru einhvers staðar nefndir á sömu blaðsíðunni. 83 Ordbog over det norrøne prosasprog III 2004, d. 382-383.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.