Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 60
59UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR
hafa verið. Aðeins í einni dyngju, í Hrossholti á Snæfellsnesi (4), kemur
fram að kona hafi sofið þar, en vel líklegt er að höfundar hafi hugsað
sér það um dyngjur sem eru eignaðar tilteknum konum. Pallar voru í
dyngjunum á Hörgslandi (12) og Breiðabólstað í Reykholtsdal (13), og er
það eini innanstokksmunurinn sem ritheimildir nefna í dyngjum.
Hið eina sem er sameiginlegt öllum þessum 15 dyngjum er að þær
tilheyra á einhvern hátt konum. Hér að framan eru talin dæmi sem benda
til að dyngjur hafi verið vinnustaðir kvenna (2, 5, 8, 9, 14). Stundum er
aðeins sagt að konur hafi verið í dyngjum þegar einhverjir karlmenn komu
til fundar við þær (3, 6, 9, 13). Stundum er beinlínis sagt um dyngjur að
þær hafi verið dyngjur ákveðinna kvenna. Sumar þeirra eru húsfreyjur
(1, 5, 11) en jafnmargar, og fimmti hluti af öllum nefndum dyngjum,
eru eignaðar heimasætum (6, 10, 12), fyrir utan þá sem bóndadóttir í
Hrossholti svaf í (4). Er engu líkara en að söguhöfundar sem taka þannig
til orða hugsi sér að dyngja sé einhvers konar einkaherbergi, lokrekkja
eða afþiljaður klefi. Ekki þarf neinar sérstakar höfðingjadætur til að þær
séu sagðar búa yfir slíkum húsakynnum; að minnsta kosti á það ekki við
Kolfinnu Ávaldadóttur. Hún var aðeins dóttir þokkalega stæðs bónda,
landnámsmanns sem virðist hafa komið á skipi annars landnámsmanns og
orðið að kaupa sér land til ábúðar.81 Ekki finnst mér trúlegt að íslenskar
bændadætur hafi nokkurn tímann ráðið yfir slíkum vistarverum. Í fyrsta
lagi hefði það verið meiri viðhöfn og kostnaðarauki á heimili en hægt er
að gera ráð fyrir. Í öðru lagi hefðu stúlkur í slíku húsi verið varnarlitlar
fyrir ásókn kvensamra karla, og ekki vildu feður láta fíf la dætur sínar. Að
vísu má hugsa sér að settar hafi verið konur til að gæta þeirra; Steingerði
Þorkelsdóttur fylgdi ambátt þegar hún kom úr dyngju (7). En seint hefði
sú gæsla orðið örugg og vandkvæðalaus, enda er sagt að ambáttin hafi hvatt
Steingerði til að líta með sér á gestina.
Samkvæmt atriðisorðaskrá Sturlungu útgáfunnar 1946 eru nefndir
þar um 48 skálar, 80 stofur, tíu baðstofur en engar dyngjur.82 Ekki eru
nefndar dyngjur í biskupasögum eða fornaldarsögum heldur samkvæmt
fornmálsorðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn.83 Í riddarasögum kemur
81 Hallfreðar saga 1939, bls. 140 (2. kap.); Landnámabók 1968, bls. 224 (Sturlubók, 183. kap.; Hauksbók,
149. kap.).
82 Sturlunga saga 1946 II, bls. 474, 476, 485, 487. Taldar eru blaðsíður þar sem orðin skáli, stofa og
baðstofa koma fyrir en ekki gengið úr skugga um hvort einhverjar vísanir skrárinnar vísi til sama
skála eða stofu á fleiri blaðsíðum, né heldur hvort fleiri en einn skáli eru einhvers staðar nefndir á
sömu blaðsíðunni.
83 Ordbog over det norrøne prosasprog III 2004, d. 382-383.