Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 62
61UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR gróf upp í Hvítárholti er ljóst „að höfundur hefur þekkt til þessara húsa og kunnað glögg skil á þeim …“88 Frásögnin sýnir að til voru á 13. öld menn sem kunnu að reisa jarðhýsi sem hýstu gufuböð og vissu að slík hús voru kölluð baðstofur. Hin röksemd mín fyrir því að jarðhýsin hafi verið baðstofur er sá undarlegi siður Íslendinga á síðari öldum að kalla helsta íveru- og svefnhús sitt baðstofu, herbergi þar sem varla var hægt að baða sig á nokkurn hátt. Erfitt er að ímynda sér að þetta hús hafi getað hlotið nafnið baðstofa nema að hús með því nafni hafi verið til á mörgum bæjum. Fram að þessu mun almennt hafa verið haldið að baðstofan hafi breyst úr baðhúsi í íveruhús á síðmiðöldum, líklega einkum 15. öld.89 Ekki skal það véfengt heldur stungið upp á að breytingin hafi átt sér lengri rót en áður hefur verið talið. Niðurstaða mín er sú að algengast hafi verið á Íslandi að jarðhýsi væru byggð sem baðhús og nefnd baðstofur. Síðan, og kannski nokkurn veginn samtímis, hefur sá siður komist á að konur nýttu sér hlýjuna í baðstofunum til þess að spinna ull og vefa klæði þegar þær voru ekki óþægilega fullar af gufu. Það merkir að jarðhýsin voru ekki eins eindregin kvennasvæði og Karen Milek telur. Þau voru svæði sem fólk af báðum kynjum skipti með sér. ______________________ Taf la 1. Jarðhýsi á Íslandi. Nokkur mikilvæg einkenni Á opnunni hér á eftir má sjá töf lu 1. Heimildir eru tilfærðar í aftasta dálki töf lunnar. Þegar gefin eru upp tvö eða þrjú ólík stærðarmál á sama húsinu stafar það ýmist af því að húsunum hefur verið breytt, að áfangaskýrslum um uppgrefti ber ekki nákvæmlega saman frá einu ári til annars eða vafi er um stærðir. Flatarmál er alltaf gefið upp í heilum fermetrum til að komast hjá því að gefa í skyn að málin séu nákvæmari en þau eru. En þau eru óhjákvæmilega ónákvæm vegna þess að veggir eru bognir og skakkir og horn húsanna afslepp. 88 Þór Magnússon 1973, bls. 59. 89 Arnheiður Sigurðardóttir 1966, bls. 69-79; Hörður Ágústsson 1987, bls. 330-331; Hörður Ágústsson 1989, bls. 282-284.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.