Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 73
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS72 feta langri og 300 feta breiðri hætti ég við þessa tilgangslausu tilraun.“2 Um Skeljastaðauppgröft segir hann: „Ljósmyndun hér, eins og á mörgum öðrum stöðum var tilgangslaus þar sem aðeins var hægt að finna steinana sem gáfu til kynna útlínur húsanna með því að grafa burt sandinn.“3 Rannsóknir Þorsteins voru frumraun hans á mörgum sviðum. Hann hafði ekki stundað fornleifauppgröft fyrr, hann hafði ekki ástundað teikningu og hann hafði heldur ekki ljósmyndað áður. Flestar myndanna eru yfirlitsmyndir af vettvangi á meðan uppgraftarsvæðið var opið. Myndirnar eru teknar í alls kyns veðri og bera þess merki auk þess sem skygging er á hlutum sumra platnanna, vísast vegna einhverra byrjunarerfiðleika í meðhöndlun á myndavélinni. Það hefur síðan reynt á að vernda plöturnar, bæði fyrir bleytu í haustrigningum og hnjaski á ferðalögum á hestunum. Ekki er kunnugt um eldri ljósmyndir frá fornleifarannsóknum hér á landi en þessar myndir Þorsteins. Daniel Bruun kom í þrettán rannsóknarferðir til Íslands á árunum 1896-1923. Hann stundaði rannsóknir á íslenskri byggingararf leifð og margvíslegum þáttum þjóðmenningar Íslendinga auk þess að sinna fornleifarannsóknum. Strax í fyrstu rannsóknarferð sinni gróf Bruun á f leiri en einum stað. Fornleifarannsóknir voru þáttur í Íslandsheimsóknum hans upp frá því. Framan af lét Bruun sér nægja að teikna upp rústir þar sem hann gróf upp enda voru þær rannsóknir ekki umfangsmiklar. Það er ekki fyrr en eftir aldamótin 1900 í stærstu rannsóknum hans á verslunarstaðnum á Gásum, hoftóftinni á Hofstöðum og kumlateignum við Dalvík sem ljósmyndun verður ein af skráningaraðferðum rannsóknanna. Það helst í hendur við einfaldari og meðfærilegri myndavélar, sem opnuðu ljósmyndun sem vettvang fyrir stærri hóp. Syrpur mynda eru varðveittar úr öllum þessum rannsóknum. Bruun hefur raðað ljósmyndum úr einstökum rannsóknum upp og límt á pappaspjöld. Þar er veitt yfirlit yfir rannsóknirnar og framvindu þeirra. Myndirnar eru af svæðinu í stærra samhengi, yfirlitsmyndir og framvindumyndir og gefa því gott yfirlit um rannsóknirnar. Nokkur spjöld eru varðveitt úr hverri rannsókn. Stakar myndir úr einstökum uppgröftum eru einnig varðveittar í gagnasafni Daniels í Þjóðminjasafni Dana. Ekki er vitað hvort að filmurnar af sama efni hafa varðveist líka. Einar Benediktsson starfaði sem sýslumaður í Rangárvallasýslu um skeið og kynntist þá manngerðum sandsteinshellum sem víða má finna á 2 Þorsteinn Erlingsson 1899, bls. 20. Þýðing höfundar. 3 Sama heimild, bls. 29. Þýðing höfundar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.