Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 73
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS72
feta langri og 300 feta breiðri hætti ég við þessa tilgangslausu tilraun.“2
Um Skeljastaðauppgröft segir hann: „Ljósmyndun hér, eins og á mörgum
öðrum stöðum var tilgangslaus þar sem aðeins var hægt að finna steinana
sem gáfu til kynna útlínur húsanna með því að grafa burt sandinn.“3
Rannsóknir Þorsteins voru frumraun hans á mörgum sviðum. Hann hafði
ekki stundað fornleifauppgröft fyrr, hann hafði ekki ástundað teikningu
og hann hafði heldur ekki ljósmyndað áður. Flestar myndanna eru
yfirlitsmyndir af vettvangi á meðan uppgraftarsvæðið var opið. Myndirnar
eru teknar í alls kyns veðri og bera þess merki auk þess sem skygging
er á hlutum sumra platnanna, vísast vegna einhverra byrjunarerfiðleika í
meðhöndlun á myndavélinni. Það hefur síðan reynt á að vernda plöturnar,
bæði fyrir bleytu í haustrigningum og hnjaski á ferðalögum á hestunum.
Ekki er kunnugt um eldri ljósmyndir frá fornleifarannsóknum hér á landi
en þessar myndir Þorsteins.
Daniel Bruun kom í þrettán rannsóknarferðir til Íslands á árunum
1896-1923. Hann stundaði rannsóknir á íslenskri byggingararf leifð
og margvíslegum þáttum þjóðmenningar Íslendinga auk þess að sinna
fornleifarannsóknum. Strax í fyrstu rannsóknarferð sinni gróf Bruun á
f leiri en einum stað. Fornleifarannsóknir voru þáttur í Íslandsheimsóknum
hans upp frá því. Framan af lét Bruun sér nægja að teikna upp rústir
þar sem hann gróf upp enda voru þær rannsóknir ekki umfangsmiklar.
Það er ekki fyrr en eftir aldamótin 1900 í stærstu rannsóknum hans á
verslunarstaðnum á Gásum, hoftóftinni á Hofstöðum og kumlateignum við
Dalvík sem ljósmyndun verður ein af skráningaraðferðum rannsóknanna.
Það helst í hendur við einfaldari og meðfærilegri myndavélar, sem opnuðu
ljósmyndun sem vettvang fyrir stærri hóp. Syrpur mynda eru varðveittar
úr öllum þessum rannsóknum. Bruun hefur raðað ljósmyndum úr
einstökum rannsóknum upp og límt á pappaspjöld. Þar er veitt yfirlit yfir
rannsóknirnar og framvindu þeirra. Myndirnar eru af svæðinu í stærra
samhengi, yfirlitsmyndir og framvindumyndir og gefa því gott yfirlit um
rannsóknirnar. Nokkur spjöld eru varðveitt úr hverri rannsókn. Stakar
myndir úr einstökum uppgröftum eru einnig varðveittar í gagnasafni
Daniels í Þjóðminjasafni Dana. Ekki er vitað hvort að filmurnar af sama
efni hafa varðveist líka.
Einar Benediktsson starfaði sem sýslumaður í Rangárvallasýslu um
skeið og kynntist þá manngerðum sandsteinshellum sem víða má finna á
2 Þorsteinn Erlingsson 1899, bls. 20. Þýðing höfundar.
3 Sama heimild, bls. 29. Þýðing höfundar.