Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 74
73BRAUTRYÐJENDUR Í LJÓSMYNDUN VIÐ FORNLEIFARANNSÓKNIR Suðurlandi. Tilvist þeirra féll að hugmyndum Einars um búsetu á Íslandi fyrir landnám og einkum gaf veggjakrot í hellunum byr undir þær kenningar4, en Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi hafði sett þá tilgátu fram áður að elstu hellarnir gætu verið frá tímum papa.5 Einar gaf út bókina Thules beboere árið 1918 þar sem hann setti fram hugmyndir sínar um þessi efni. Í aðdraganda bókarskrifanna fór Einar með f leirum í rannsóknarleiðangur austur í Rangárvallasýslu árið 1915. Meðal leiðangursmanna var Ólafur Magnússon ljósmyndari sem Einar hafði ráðið til að ljósmynda í ferðinni. Ljósmyndir hafa verið teknar í hellum á tveimur bæjum. Annars vegar að Ási í Ásahreppi en þar hefur verið myndað í tveimur hellum, sem nú eru báðir horfnir vegna framkvæmda þrátt fyrir að vera friðlýstir, og hins vegar í helli á Ægissíðu.6 Myndefnið er auk sjálfs ferðalagsins yfirlitsmyndir inni í hellunum og nærmyndir af því veggjakroti, sem studdi kenningasmíð Einars. Matthías Þórðarson fornminjavörður vann að margþættum verkefnum í minjavörslu eftir að hann tók til starfa við Forngripasafnið árið 1907. Hann ferðaðist víða um land eftir að hann tók við embætti og vann að friðlýsingum fornminja og yfirgripsmikilli skráningu á kirkjugripum í kirkjum landsins. Allt frá árinu 1909 hefur Matthías notað myndavél til skráningar á ferðum sínum. Hann hefur þó verið fremur sparsamur á filmur eins og sést best á því hvernig hann stillir upp kirkjugripum á altari til að ná myndum af sem f lestum gripum á eina og sömu myndina. Elstu myndir frá fornleifauppgreftri í filmusafni Matthíasar eru frá rannsókn á haugi austan við Öxará á Þingvöllum. Tvær myndir eru af haugnum áður en ráðist var í að grafa en hinar myndirnar sýna fremur menn við mokstur en þær rústir sem grafnar voru fram. Árið 1924 stóð Matthías fyrir rannsókn í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og eru nokkrar ljósmyndir varðveittar frá þeirri rannsókn. Eitthvað hefur Matthías verið óánægður með eigin myndatökur því að þegar kemur að rannsóknum hans á Bergþórshvoli árið 1927 fær hann Magnús Ólafsson ljósmyndara í Reykjavík til að koma í sérstaka myndatökuferð til að mynda á vettvangi. Þær myndir voru allar teknar á stórar ljósmyndaplötur. Matthías birti aldrei sjálfur yfirlitsgrein 4 Einar Benediktsson 1918. Einar gerði einnig gein fyrir kenningum sínum um búsetu fyrir landnám í greinum eins og „Foraldir Íslandssögu“ í jólablaði Lesbókar Morgunblaðsins árið 1929. Um rannsóknir Einars og myndamál þeim tengd, bæði svartkrítarteikningar Jóhannesar Kjarval frá 1919 og einnig ljósmyndasyrpu Ólafs Magnússonar, hefur verið fjallað í bók og greinum. Sjá: Árni Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson og Hallgerður Gísladóttir 1991; Árni Hjartarson og Hallgerður Gísladóttir 1985; Árni Hjartarson og Hallgerður Gísladóttir 1993. 5 Brynjúlfur Jónsson 1902, bls. 29. 6 Árni Hjartarson og Hallgerður Gísladóttir 1993, bls. 135-144.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.