Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 97
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS96 dag er sjálf teikningin, þ.e. uppdrættir af túnunum sem sýna tún, bæi og útihús. Túnakortin eru einstæð heimild þar sem þau eru e.k. svipmynd af mikilvægum hluta íslensks menningarlandslags í upphafi 20. aldar. Fljótlega eftir að túnakortagerðinni lauk virðast kortin hafa fallið í gleymsku og lágu þau að stóru leyti ónýtt í skjalageymslu Þjóðskjalasafns Íslands allt fram á síðustu áratugi. Kortin voru því í raun gleymd heimild þegar fornleifafræðingar rákust á þau í leit að vísbendingum um fornleifar í heimatúnum undir lok 20. aldar.2 Þeir hófu skipulega notkun á þeim við skráningu fornleifa, enda túnakortin veigamesta heimildin um menningarlandslag og minjar í túnum á Íslandi fyrir vélaöld.3 Til að koma til móts við stækkandi notendahóp og bæta aðgengi að túnakortunum voru kortin nýlega ljósmynduð og gerð aðgengileg á vef Þjóðskjalasafnsins og á evrópsku gagnaveitunni Archives Portal Europe.4 Árið 2016 hlutu túnakortin svo talsverða upphefð en þá voru þau valin á landsskrá Íslands um Minni heimsins (Memory of the World Register) sem tekin er saman af UNESCO. Ástæða þess að kortin rötuðu á listann var sú að þau voru talin einstæð heimild um búsetulandslag, staðfræði og skipulagsmál hér á Íslandi í upphafi 20. aldar.5 En hvað vitum við um þessa umfangsmiklu og metnaðarfullu kortagerð og hversu áreiðanleg kortin eru sem heimildir um staðsetningu fornleifa? Grein þessi byggir á rannsókn höfundar á þessu efni. Markmiðið var að varpa ljósi á mælingar á túnum á Íslandi á árunum 1916-1925, skoða aðdraganda kortagerðarinnar, forsendur hennar og þær aðferðir sem notaðar voru við verkið, kanna menntun og bakgrunn mælingamanna, fjölbreytileika og samræmi kortagagnanna og hvernig þau nýttust til þess hlutverks sem þeim var í upphafi ætlað. Flest túnakortin sýna sömu grunnupplýsingar: útlínur túna og staðsetningu bæja, útihúsa, kálgarða og gatna auk þess sem skráðar 2 Orri Vésteinsson 16.11.2016, munnleg heimild. Þess má geta að allar mannvistarleifar eldri en hundrað ára teljast til fornleifa lögum samkvæmt. 3 Mjög grófa hugmynd má fá um stærð og legu túna af herforingjaráðskortunum frá 1900-1940, en þau voru teiknuð í mælikvarðanum 1:50.000 og er því ekki líku saman að jafna um nákvæmni og á lengra tímabili sem nær inn í vélaöld. Danskar bæjateikningar sem eru frá 1902-1920 eru einnig góð heimild (í kvarðanum 1:10.000) en ná aðeins yfir lítinn hluta íslenskra túna (mest jarðir á Suðurlandi). (Danskar bæjateikningar. Vefur Landmælinga Íslands. http://www.lmi.is/landupplysingar/ soguleggogn/). Einnig er rétt að geta þess að til er fasteignamat fyrir flesta bæi landsins og gefur það víða mjög greinargóða hugmynd um stærðir og tegundir þeirra húsa sem stóðu í heimatúnum í upphafi 20. aldar. Engar upplýsingar fást þó úr matinu um staðsetningu þeirra. 4 Kortin má bæði finna á vefslóðinni: http://manntal.is/myndir/Tunakort/ og www.archivesportal- europe.net en á síðarnefndu síðunni er hægt að leita að túnakortum einstakra bæja. 5 Sjá „Minni heimsins“. Sótt 14.11.2017. Frétt um kortin á heimasíðu íslensku UNESCO nefndarinnar: Landsskrá Íslands „Nýskráningar á landsskrá Íslands um Minni heimsins“. Sótt 14.11.2017.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.