Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 104
103SVIPMYND AF MENNINGARLANDSLAGI – ÍSLENSK TÚNAKORT fyrir alla sýsluna. Sú var raunin í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgar- fjarðar sýslu, Mýrasýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu, Barða- strandar sýslum, Vestur-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu þar sem sami mælinga maður geri allar mælingar í allri sýslunni. Í öðrum sýslum komu f leiri að mælingunum, oft talsvert f leiri, sérstaklega þegar fram liðu stundir. Ráðningarferli mælingamanna virðist hafa verið mjög misjafnt. Sums staðar virðist fyrsti mælingamaðurinn sem stungið var upp á hafa verið ráðinn án mikillar skriffinnsku en í öðrum sýslum er greinilegt að nokkrir sækja um eða bjóða í verkið og valið var úr hópnum eftir hæfni og/eða hversu lágt var boðið. Flestir mælingamennirnir virðast hafa verið ráðnir strax árið 1916 en í einstaka sýslum (s.s. Vestur-Húnavatnssýslu og Dalasýslu) eru fyrst sendar inn tillögur að mælingamönnum árið 1917.21 Síðasti mælingamaðurinn sem var ráðinn til túnamælinga var hins vegar skipaður árið 1928 til að mæla tvo hreppa í Vestur-Skaftafellssýslu eftir að fyrri mælingamaður í sýslunni lést.22 Áður en rannsókn á túnakortunum hófst var ekki til heildstætt yfirlit yfir þá menn sem mældu túnin og teiknuðu túnakortin. Í sumum tilfellum voru nöfn þeirra reyndar þekkt þar eð þeir höfðu merkt sér túnakortin (í ríf lega helmingi tilfella) en önnur kort voru ýmist alveg ómerkt (tæplega þriðjungur) eða aðeins merkt upphafsstöfum mælingamanns (um 14%). Til að af la upplýsinga um mælingamennina þurfti því fyrst að finna upplýsingar um nöfn þeirra. Það tókst undantekningalaust ýmist með aðstoð mælingabóka (sem sumar geymdu þær upplýsingar sem vantaði en á öðrum stöðum mátti geta í eyður með samanburði á rithönd) eða skjalasafns túnamælinganna á Þjóðskjalasafni Íslands. Þegar upplýsingar höfðu fundist um nöfn allra mælingamanna var reynt að grennslast fyrir um bakgrunn þeirra (fæðingar- og dánardag, bústað, menntun og starf ). Mælingamennirnir voru 40 talsins, allt karlmenn.23 Þeir voru á ýmsum aldri, sá yngsti var 21 árs og hafði útskrifast úr búnaðarskóla sama ár og hann 21 Sjá útdrátt úr sýslufundargerð Vestur-Húnavatnssýslu frá febrúar 1917 og bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 30. apríl 1917 þar sem samþykkt er tillaga að mælingamanni í Dalasýslu frá því fyrr í sama mánuði. 22 Bréf Atvinnu- og samgönguráðuneytis til sýslumanns í Skaftafellssýslu. Minnisblað dagsett 2. febrúar 1928. Jón Ólafsson lést á meðan hann vann enn að mælingum (þann 7. apríl 1916). Þá var Mýrdalssveit að mestu eftir þótt Jón hefði hafið mælingar í Dyrhólahreppi. Verkið var metið svo að það væri líklega hálfnað og ekkju Jóns greitt fyrir þá vinnu. Erfitt reyndist hins vegar fyrir þann mælingamann sem tók við að nýta sér mælingarnar og segir hann í bréfi að þær hafi ekki verið „nægjanlega glöggar til þess að eftir þeim yrði teiknað nema að nokkru leyti á 7 jörðum.“ 23 Þó komu fleiri að túnamælingunni og mældu annað hvort tún en gengu ekki frá kortum eða mældu örfá tún með öðrum. Hér verður ekki gerð sérstök grein fyrir þeim. Einnig eru til varðveitt skjöl um mælingamenn sem voru ráðnir en virðast aldrei hafa mælt neitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.