Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 105
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS104
mældi, en sá elsti var á sjötugsaldri. Við rannsóknina var víða leitað fanga
og á endanum fundust upplýsingar um menntun allra mælingamanna.
Lang f lestir þeirra voru búfræðingar (37 af 40 eða 92,5%). Þegar nánar er
rýnt í störf og ævi þeirra kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Margir þeirrar
voru kennarar að starf i, a.m.k. hluta ævinnar, unnu fyrir búnaðarfélögin,
voru sýslunefndarmenn og/eða sýslubúfræðingar, hreppstjórar eða jafnvel
sýslumenn og nokkrir þeirra áttu á einhverjum tímapunkti sæti á Alþingi.
Þar sem fundust minningargreinar eða skrif um mælingamenn var þeim
gjarnan lýst sem framfarasinnuðum fræðimönnum sem lögðu metnað í
að breiða út og kenna góða búskaparhætti. Að samanlögðu má sjá að
til verksins hafa verið valdir forystumenn á sviði búfræðinnar, gjarnan
þekktir og virtir búfræðingar sem höfðu þegar látið talsvert að sér kveða
eða áttu eftir að gera það. Kennslu í mælingaaðferðum höfðu þeir hlotið í
námi sínu í búfræðinni. Flestir voru útskrifaðir frá Hólum og Hvanneyri
en nokkrir einnig frá Ólafsdal eða Eiðum. Svo virðist sem gert hafa verið
ráð fyrir að þeir hefðu fullkomið vald á mælitækni, a.m.k. f innast engin
skrif eða skjöl um að þeim hafi verið veitt þjálfun eða upprif jun í þeim
efnum áður en þeir hófust handa við mælingarnar. Ekki er ólíklegt að
f lestir þeirra hafi unnið svipaðar mælingar áður enda virðist þjálfun í
uppmælingum hafa verið hluti af námi, a.m.k. í Ólafsdal og sjálfsagt í
öllum búnaðarskólunum.
Mælingamennirnir mældu mismikið. Fimm mælingamenn mældu
aðeins einn hrepp og f lestir, eða 24 (60%) mældu fimm hreppa eða minna.
Aðrir mældu á bilinu 6-9 hreppa en fjórir mælingamenn mældu tíu hreppa
eða f leiri (en þeir mældu allir heilar sýslur).24 Hrepparnir voru auðvitað
misstórir og fjöldi mældra túna var mjög misjafn. Tíu mælingamenn mældu
eitthundrað tún eða færri en f lestir mældu á bilinu eitt til tvöhundruð tún
(20 mælingamenn). Tíu mælingamenn mældu um 200 tún eða f leiri, en
langf lest túnin mældi Vigfús Guðmundsson í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
eða samtals ríf lega 500 tún.25
24 Þeir Páll Zóphaníasson sem mældi Borgarfjarðarsýslu, Þórður Ólafsson Thorlacius sem mældi
Barðastrandarsýslur, Jóhann Bjarni Hjörleifsson sem mældi Snæfells- og Hnappadalssýslu og Vigfús
Guðmundsson sem mældi Gullbringu- og Kjósarsýslu.
25 Þetta voru auk þeirra mælingamanna sem þegar er getið Kristján Eldjárn Kristjánsson sem mældi í
Eyjafirði, Andrés Eyjólfsson sem mældi í Snæfellssýslu, Jóhannes Guðmundsson sem mældi í Dalasýslu,
Guðmundur Sveinsson sem mældi í Skagafjarðarsýslu og Skúli Skúlason sem mældi í Rangárvallasýslu.