Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 106
105SVIPMYND AF MENNINGARLANDSLAGI – ÍSLENSK TÚNAKORT Kaup og kjör Í lögum um túnamælingar kemur fram hvernig ráðgert var að greiða fyrir túnamælingarnar (greinar 3 og 4).26 Samkvæmt lögunum átti Landssjóður að greiða fast gjald, þrjár krónur, fyrir tún þeirra jarða sem metnar væru til dýrleika og skyldi sú greiðsla renna beint til mælingamanns. Annan kostnað átti að greiða úr hreppssjóði þegar oddviti hefði tilkynnt hreppsnefnd á hvaða jörðum hefði verið mælt það ár og hver kostnaður við það væri umfram framlag Landssjóðs. Hreppsnefndin átti svo að deila og jafna kostnaðinum á milli jarðanna sem mælt var á, að hálfu eftir fjölda býla (sem metin voru til dýrleika) og að hálfu eftir hundraðatölu býlisins.27 Það var hins vegar í höndum hvers sýslumanns eða sýslunefndar manna að ákvarða endanlegt kaup mælingamanna. Ýmsar vísbendingar um kjör þeirra fengust við yfirferð yfir skjalasafn túnamælinganna en þau virðast hafa verið nokkuð misjöfn eftir sýslum og hreppum. Í f lestum tilfellum virðist hafa verið samið um kaupið áður en gengið var frá ráðningu en nokkrar undantekningar finnast þó frá því.28 Misjafnt virðist hvort kaup mælingamanna hafi verið dagkaup eða kaup fyrir hvert teiknað tún. Oftast virðist þó hið síðarnefnda hafa verið raunin. Í Norður- og Suður- Múlasýslu tók Búnaðarsamband Austurlands að sér mælingar fyrir fast gjald á hvert tún sem var átta krónur auk þeirrar þriggja króna greiðslu sem var að vænta úr Landssjóði. Í útskrift úr gjörðabók sýslunefndar Barðastrandarsýslu kemur fram að nefndin hafi samþykkt tilnefningu mælingamanns sýslunnar og hann hafi samþykkt að taka að sér starfið gegn fimm krónu kaupi á dag fyrir sjálfan sig og hesta fyrir sig. Fram kemur að hann áskilji sér rétt til aukaþóknunar ef hann þurfi að greiða fyrir aðstoð við verkið.29 Í Gullbringu- og Kjósarsýslum varð rekistefna um ráðningu 26 Lög nr. 58/1915 um mælingar á túnum og matjurtagörðum. 27 Þó aldrei meira en 10 kr. á býli vegna hundraðatölu og 20 kr. í allt. Þetta gjald var ábúanda skylt að greiða og mátti taka það lögtaki. Varðveittar eru heimildir um að vandræði hafi komið upp varðandi framkvæmdina á nokkrum stöðum. Í Ytri-Akraneshreppi neitaði oddviti hreppsnefndar að greiða umrætt gjald og krafðist þess að sýslunefndin jafnaði kostnaði niður á býli og innheimti (gegn þóknun) og hreppssjóðurinn myndi að því loknu greiða þóknun og það sem væri „óinnkrefjanlegt“. Bréf Kristjáns Linnets sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslna til Stjórnarráðs, dagsett 9. nóvember 1917. Bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands. Umsögn um erindi í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, dagsett 20. desember 1917. (Stjórnarráð svaraði í samræmi við ráðleggingar BÍ.) 28 Í bréfaskiptum milli sýslumanns Rangárvallasýslu og Stjórnarráðs kemur fram að sýslumaður samdi um kaup og kjör mælingamannsins eftir að Stjórnarráðið tilnefndi hann (eftir tillögu sýslunefndar) og var niðurstaðan þar að miða fast gjald við hvert býli. Bréf Björgvins Vigfússonar, sýslumanns í Rangárvallasýslu til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 7. júlí 1916. 29 Útskrift af gjörðabók Sýslunefndar Barðastrandarsýslu, ódagsett, undirritað af G. Björnssyni, Snæ birni Kristjánssyni og Guðjóni Jónssyni, Brynjólfi Björnssyni, Andrési Ólafssyni og Ingim. Magnússyni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.