Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 107
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS106 mælingamanns, sem snerist að stóru leyti um þá staðreynd að þar voru smábýli og þurrabúðir mun f leiri en víða annars staðar og var bæði óvissa um hvernig skyldi standa að mælingunum en þó sérstaklega um greiðslur fyrir slík býli.30 Á endanum var ákveðið að miða við jafnaðargjald á býli sem metin væru til dýrleika og varð úr að greiddar voru 9 kr. að jafnaði fyrir hvert slíkt býli.31 Algengast virðist að allur kostnaður hafi átt að vera fólginn í kaupinu þótt dæmi séu um að menn hafi samið sérstaklega um annan kostnað. Sumir sömdu sérstaklega um ferðakostnað, hest eða annað tengt mælingunum en aðrir hafa aðeins fengist um slíkt eftir á og þá oftast orðið lítið framgengt. Kristján Eldjárn Kristjánsson sem m.a. mældi tún í Grímsey og Hvanneyrarhreppi skrifaði Stjórnarráðinu eftir að mælingum lauk og spurði hvort það gæti ekki greitt ferðakostnað vegna túnamælinga í þessum hreppum þar sem ferðalögin hafi verið erfið og dýr. Hann taldi það ósanngjarnt að sá kostnaður lenti alfarið á ábúendum og eðlilegra að hið opinbera greiddi. Svo virðist sem Stjórnarráðið hafi ekki talið sig geta orðið við þeirri beiðni frekar en ýmsum öðrum um aukaframlög vegna mælinganna.32 Sem fyrr segir var sú krafa gerð að allir mælingamennirnir yrðu sér úti um, greiddu fyrir og skiluðu mælingabókum. Ekki er vitað hvernig þetta mæltist fyrir, sér í lagi vegna þess að ekki var send út tilskipun um þetta fyrr en eftir að mælingar voru hafnar, síðsumars 1916. Bréfaskriftir hafa varð- veist um að a.m.k. einn mælingamaður hafi gert athugasemd við þetta og gert tilraun til að fá greitt fyrir bækurnar. Í erindi sínu til Stjórnarráðsins í janúar 1920 fer Jóhannes Guðmundsson, mælingamaður í Dalasýslu, fram á að Stjórnarráðið greiði sér 100 kr. fyrir innsendar mælingabækur eða um 50 aura á bók fyrir hvert mælt tún. Jóhannes færir þau rök fyrir máli sínu að krafan um að bókunum væri skilað inn hafi komið eftir að verkið var hafið og auk þess bendir hann á að hann hafi tekið sama gjald fyrir mælingarnar í upphafi og síðasta árið (1919) þrátt fyrir vaxandi dýrtíð og segir hann því að líta megi á umrædda greiðslu sem „dýrtíðaruppbót“ sem aðrir opinberir starfsmenn hafi fengið.33 Ekki er vitað hvort honum varð ágengt. 30 Bréf Vigfúsar Guðmundssonar til Magnúsar Jónssonar sýslumanns, dagsett 21. ágúst 1916. Vigfús bauð 8 kr. fyrir hvert býli sem metið væri til dýrleika, 4 kr. fyrir hvert smábýli sem ekki er metið til dýrleika en gera verður uppdrætti af í tvíriti og 50 aura fyrir þurrabúð hverja með kálgörðum. 31 Bréf Vigfúsar Guðmundssonar til Magnúsar Jónssonar sýslumanns, dagsett 12. október 1916; bréf sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 4. nóvember 1916. 32 Bréf Kristjáns E. Kristjánssonar til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 2. janúar 1921. 33 Bréf Jóhannesar Guðmundssonar til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 2. janúar 1920.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.