Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 110

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 110
109SVIPMYND AF MENNINGARLANDSLAGI – ÍSLENSK TÚNAKORT sem er að finna á sjálfum kortunum. Könnunin leiddi í ljós að talsverðan fjölda mælingabóka vantaði í safnið eða fyrir tæplega 2/3 af þeim hreppum sem mældir voru (tæplega 130 hreppa) þótt einhverjar mælingabækur hefðu fundist frá meira en helmingi mælingamanna (23 af 40).37 Þegar farið var í gegnum skjalasafn Þjóðskjalasafns varðandi túna mælingarnar fundust víða bréf frá sýslumönnum og mælingamönnum sem af mátti ráða að mælingabækur fyrir talsverðan hluta af þeim hreppum sem vantaði hefðu verið sendar inn á sínum tíma. Staðfesting á slíku fannst í bréfaskriftum í meira en þriðjungi tilfella þar sem mælingabækur vantaði. Aðeins voru örfá tilfelli þar sem bréfaskriftir staðfestu að mælingabækur hefðu ekki verið sendar inn.38 Til að ganga úr skugga um hvort þær mælingabækur sem vantaði í safnið leyndust á öðrum stofnunum eða söfnum skrifaði höfundur öllum héraðs- skjala söfnum landsins á svæðum sem enn vantaði bækur frá og sömuleiðis Lands bókasafni, Landmælingum Íslands, Árnastofnun, Atvinnuvega- og Ný sköpunar ráðuneyti, Bænda sam tökum Íslands39 og Hagstofu Íslands án þess að bækurnar kæmu í ljós. Síðasta vísbendingin sem fékkst í leitinni síðla hausts 2016 var sú að árið 1922 hefði Hagstofan afhent Þjóðskjalasafni fjóra pakka af mælinga bókum og gætu það vel verið þær bækur sem vantar í safnið. Þessir pakkar hafa enn ekki fundist á safninu og hafa líklega ekki verið tölvu skráðir, en koma vonandi í leitirnar á næstu árum.40 Þegar ákveðið var að mæla tún um allt landið var tekin sú ákvörðun að mælt skyldi með keðjumælingu eins og kemur fram í reglugerð um túnamælingar. Ástæðan virðist helst hafa verið sú að keðjumæling var talin einfaldari og þægilegri fyrir þá sem ekki höfðu mjög mikla mælingareynslu og er greinilegt á bréfaskriftum að nákvæmar mælingar með svokallaðri borðmælingatækni voru ekki taldar á færi nema reyndari mælingamanna. Samkvæmt varðveittum bréfaskriftum virðast þó einstaka undantekningar hafa verið gerðar frá reglunni um keðjumælingu og borðmælingar leyfðar 37 Af þeim 204 hreppum sem til eru túnakort úr eru varðveittar mælingabækur fyrir 75 hreppa og þar af aðeins fyrir hluta hreppsins í a.m.k. fjórum þeirra. 38 Jóhannes Hjörleifsson, sem mældi í Snæfells- og Hnappadalssýslu, sendi t.d. ekki inn mælinga bækur nema að hluta. Sigurður Pálmason, sem hafði umsjón með mælingunum í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem nokkrir komu að mælingum, sendi bara sínar bækur en ekki annarra. Þetta virðast hins vegar undan- tekningar og allt bendir til að flestar af þeim mælingabókum sem ekki finnast hafi verið sendar inn. 39 Rétt er að geta þess að skjalasafn Bændasamtaka Íslands er ekki skráð en samtökin veittu höfundi góðfúslegt leyfi til að leita í geymslum og skjalasöfnum án þess að nokkur skjöl um túnakortagerðina kæmu í ljós. 40 Tölvupóstur frá Magnúsi S. Magnússyni á skrifstofu yfirstjórnar Hagstofunnar 31. október 2016 og tölvupóstur frá Jóni Torfasyni, Þjóðskjalasafni Íslands, 10. nóvember 2016. Síðla í desember 2017 fundust reyndar nokkrar bækur úr Húnavatnssýslu sem ekki hafa verið skoðaðar, sjá tölvupóst frá Jóni Torfasyni dags. 19. desember 2017.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.