Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 119

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 119
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS118 en annars staðar og sumir af mælingamönnunum leggja talsvert upp úr að skrá upplýsingar um landslag og gróðurfar. Kálgarðar eru í öllum tilfellum mældir inn og víða eru þrjár mælingar á bæði kálgörðum og bæjarhúsum. Túnakortin úr Norður-Múlasýslu eru einnig öll vatnslituð og snyrtilega gerð. Líklega hefur sú ákvörðun að mæla ekki inn hús önnur en bæjarhús verið tekin af Búnaðarsambandi Austurlands. Stundum eru skráðar upplýsingar í mælingabækur sem hafa ekki skilað sér á túnakortin. Í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi vantar t.d. öll útihús inn á endanlegt túnakort (sjá bls. 117) en þau hafa greinilega verið mæld á vettvangi og frekara misræmi virðist víðar í hreppnum milli þess sem mælt var og fært inn á túnakortin. Sömu menn mældu Sandvíkur-, Gaulverjabæjar-, Stokkseyrar-, Ölfus-, Selvogs- og Eyrarbakkahrepp í Árnessýslu og þeir virðast undantekningalítið hafa skrifað niður upplýsingar um hlutverk þeirra útihúsa sem mæld voru inn en þær upplýsingar koma sjaldnast fram á sjálfum túnakortunum.46 Í öðrum hreppum eru slíkar upplýsingar stundum færðar inn í mælingabækur en ekki á túnakort en víðast er það þó langt frá því að vera eins kerfisbundið og í hreppunum sex í Árnessýslu. Auk upplýsinga um tegundir húsa sem stundum leynast í mælingabókum en ekki á túnakortum er þar að finna ýmsar aðrar fróðlegar upplýsingar sem misjafnt er hversu vel skila sér á túnakortin. Til dæmis er víða gefið upp hvernig túnin voru afmörkuð, þ.e. hvort þau voru girt með torfgarði, vírgirðingum eða mögulega hvoru tveggja, en misjafnt er hvernig slíkar upplýsingar hafa skilað sér inn á túnakortin. Aðrar upplýsingar sem misjafnt er hversu mikið var lagt í að skrá eru varðandi gróðurfar og landslag. Sumir mælingamenn leggja mikið upp úr því að setja inn merkingar fyrir órækt, mela eða mýrar sem eru í túnum, eða fast utan þeirra, eða teikna skilmerkilega inn ár og læki, sjávarbakka og annað sem markar af túnin eða eru afgerandi þættir í landslagi þeirra.47 Aðrir sýna aldrei neinar slíkar merkingar. Af sumum mælingabókum má sjá að mælingamenn hafa verið duglegir að merkja slíkt inn þar sem svo bar undir en færa þessar merkingar sjaldnast yfir á túnakortin. Aðrir geta þess ávallt ef slíkt hefur verið skráð á vettvangi. Í stöku tilfelli skráðu mælingamennirnir hjá sér örnefni og annað slíkt en það er þó svo sjaldgæft að það verður að teljast til undantekninga. Allgóð samsvörun er á milli mælingabóka og samsvarandi túnakorta (eins og eðlilegt hlýtur að teljast) þótt ekki sé óalgengt að finna í 46 Mælingabækur fyrir Eyrarbakkahrepp og Selvogshrepp eru ekki í safninu þannig að ekki er hægt að fullyrða að sami háttur hafi verið hafður á þar, þótt það virðist líklegt. 47 Slíkt hjálpar gríðarlega við notkun túnakortanna þar sem það auðveldar mikið að staðsetja kortin. Dæmi um mælingamann sem gerir góða grein fyrir umhverfinu er t.d. Vigfús Guðmundsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.