Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 121
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS120 mælingabókunum ítarlegri upplýsingar en þær sem enduðu á túnakortunum og á stöku stað vanti beinlínis hús eða garða á kortin sem upplýsingar eru um í bókunum. Stundum eru ítarlegri upplýsingar um örnefni eða útihús á túnakortum í þeim sveitum sem mælingamaður var upprunninn í eða bjó í. Oftast skiluðu slíkar upplýsingar sér fremur illa á sjálf túnakortin. Ljóst er að mælingabækurnar geta verið fróðleg heimild, ekki einungis um mælingarnar og framkvæmd þeirra, heldur eru þær einnig sjálfstæð heimild þar sem í þeim leynast upplýsingar sem ekki fóru inn á túnakortin. Í einstaka bókum eru dýrmætar upplýsingar sem ekki er að finna annars staðar. Dæmi um þetta eru mælingabækur Jóns Ólafssonar úr Vestur- Skaftafellssýslu (sér í lagi úr Skaftártungu- og Álftavershreppi) en Jón mældi í kringum Kötlugosið 1918 og hefur sums staðar skráð upplýsingar um breytingar og skemmdir á túnum sökum gossins, sjá mynd á bls. 119. Fæst af því hefur hins vegar ratað inn á endanleg túnakort.48 Mælingabækur hans eru því merkileg heimild um eyðileggingu og áhrif Kötlugossins 1918. Skil á kortum og eftirlit með gæðum Mælingar á túnum hófust sumarið 1916 og fyrstu kortunum var skilað 1917. Þrátt fyrir að reglugerð um túnamælingar væri að mörgu leyti skýr hvað varðar mælingatækni, hvað skyldi mælt og útlit korta þá eru túnakortin talsvert misjöfn og kemur þar ýmislegt til. Inn í það spilar án efa áhugasvið, metnaður og þekking mælingamanna sem og skilgreining þeirra á því hvað væri mikilvægt að skrá. Umgjörð kortanna var þó svipuð; f lest voru gerð á þann pappír sem kveðið var á um og voru þau undantekningalaust blekuð, enda neitaði Stjórnarráðið að taka við óblekuðum kortum sem gerð var tilraun til að skila inn úr Hrunamannahreppi.49 Langf lest voru kortin líka í mælikvarðanum 1:2000 eins og reglugerð um túnamælingar kvað á um en Stjórnarráðið veitti Búnaðarsambandi Austurlands leyfi til að víkja frá þessum kvarða í mælingum sínum og mæla í 1:1500 eða 1:1000 ef það hentaði betur.50 Greinilegt er að þar hafa menn talið svo 48 Um þetta hafa varðveist talsverðar bréfaskriftir, mestmegnis þar sem úr varð að Jón færi aftur í Álftavershrepp þar sem hann var búinn að mæla og kannaði skemmdir á túnum. Bréf sýslumannsins í Skaftafellssýslum til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 7. janúar 1919; bréf Stjórnarráðs Íslands til Búnaðarfélags Íslands [um álit á bréfinu], dagsett 17. janúar 1919; bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands (undirritað af Eggerti Briem), dagsett 1. febrúar 1919 og bréf Stjórnarráðs Íslands til sýslumanns Skaftafellssýslna, dagsett 6. febrúar 1919. 49 Bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands (undirritað af S. Sigmundssyni), dagsett 25. nóvember 1922. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið. 50 Sjá bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 11. desember 1918 og bréf Stjórnarráðs Íslands, dagsett 17. desember 1918 þar sem fram kemur að símskeyti með jákvæðu svari hafi verið sent Búnaðarsambandi Austurlands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.