Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 124

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 124
123SVIPMYND AF MENNINGARLANDSLAGI – ÍSLENSK TÚNAKORT nema þau verði endurgerð á „fullgildum teiknipappír dregnum með teiknibleki“. Stjórnarráðið fylgdi þessum ráðleggingum og skrifaði sýslumanni þar að lútandi. Greinilegt er að athugasemdir voru stundum gerðar við einstök kort en ekki er ljóst hvort þær hafa upphaf lega komið frá ábúendum sjálfum eða annars staðar frá. Af bréfaskriftum má ráða að tvö af þeim kortum sem teiknuð voru í Mjóafjarðarhreppi í Suður-Múlasýslu voru talin röng og ný kort voru send í þeirra stað til Stjórnarráðs árið 1922.56 Svipað var e.t.v. upp á teningnum í Auðkúluhreppi í Ísafjarðarsýslu. Þar neituðu hreppstjóri og sýslumaður að greiða mælingamanni nema hann gerði nokkra uppdrætti aftur. Verklok töfðust talsvert út af þessu (fram til 1921) en málið endaði þannig að sex tún voru teiknuð aftur.57 Vanskil og eftirlegukindur Samkvæmt skilgreiningu laga átti öllum túnamælingum að vera lokið árið 1920 en það markmið náðist ekki. Árið 1924 virðist hafa verið gert átak í því að ljúka mælingum. Þá fór Stjórnarráðið yfir hvaða bæi og hreppa væri búið að mæla og skila inn og hvað væri eftir.58 Niðurstaðan var sú að einhverjar mælingar væru ókomnar úr um 30% hreppa (61 hreppi af 205). Í kjölfarið var sýslumönnum þeirra sýslna þar sem mælingum var ekki lokið (sem var í 12 sýslum) send áminning um að ljúka þyrfti mælingum sem fyrst. Yfirlit um það sem enn vantaði árið 1929 er að finna í búnaðarskýrslu þess árs. Samkvæmt skýrslunni voru mælingar alveg eftir í fimm hreppum en að hluta til í 19 hreppum.59 Af hreppunum fimm var einn sem aldrei stóð til að skrá (Vestmannaeyjar þar sem kortagerð var nýlokið þegar túnakortaverkefnið hófst60) og þrír hreppar sem hafði ýmist verið skilað eða var skilað í kjölfarið (Hvamms-, Dyrhóla- og Vestur-Landeyjahreppur). 56 Bréf Búnaðarsambands Austurlands til Ríkisstjórnar Íslands, dagsett 24. nóvember 1922. 57 Bréf bæjarfógetans á Ísafirði til Jóns Þórarinssonar (undirritað af Magnúsi Torfasyni) 21. apríl 1920; bréf Jóns Þórarinssonar til Stjórnarráðs Íslands 7. október 1920; bréf Jóns Þórarinssonar til sýslumanns Ísafjarðarsýslu 20. nóvember 1921. 58 Yfirlitsblað yfir túnakort sem eftir á að skila inn, dagsett 10. maí 1925 og bréf Stjórnarráðs Íslands (minnisblað) um bréf sem skyldi senda öllum sýslumönnum þeirra sýslna sem uppdrættir voru ókomnir úr, dagsett 19. maí 1924. 59 Á yfirlitsblaði er reyndar sagt að óskráðir séu sex hreppar og skráningu vanti að hluta í 17 hreppa en samkvæmt talningu í töflunni þar sem yfirlitið er gefið eru það fimm hreppar sem vantar og 19 sem vantar að hluta og er skýringin að hluta sú að Hólshreppur í Ísafjarðarsýslu er í yfirlitstöflu talinn til hreppa sem alveg vantar en kortum úr honum hafði verið skilað að hluta og er hann þannig upptalinn í töflu. Búnaðarskýrslur fyrir 1929, bls. 8-9 og 12-18. 60 Tún og garðar í Vestmannaeyjum voru mæld á árunum 1912-1913 á kostnað umboðssjóðs þar sem eyjarnar voru eign landssjóðs. Sjá 52. mál, tún og matjurtagarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.