Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 127
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS126
Túnakortasafnið
Túnakortasafnið er geysistórt en samkvæmt talningu höfundar voru gerð
túnakort fyrir 5947 tún í 204 hreppum.63 Markmiðið var að kortagerðin
væri mjög samræmd, að allir notuðu sömu mælingatæknina, mældu sömu
atriði, notuðu sams konar pappír og teikniblek. Til verksins voru aðallega
ráðnir búfræðingar sem hlotið höfðu áþekka menntun og kennslu í
mælingaaðferðum og þeim var ætlað að nota samræmdar mælingaaðferðir.
Allt var þetta gert til að gæta samræmis og gera kortin sem áreiðanlegust og
sambærilegust. Þrátt fyrir þetta urðu túnakortin mjög fjölbreytileg að gerð,
þótt helstu upplýsingar sem komi fram á þeim séu áþekkar.
Útlit og einkenni kortanna
Ákveðnar grunnupplýsingar koma fram á f lestum kortunum, t.d. heiti
jarðar og í hvaða hreppi hún var.64 Eins kemur stærð túna fram, hversu mikill
hluti túnanna var sléttaður og hversu stórir kálgarðar voru á jörðinni. Að
auki var algengt að mælingamenn merktu sér kortin með fullu nafni (56%)
eða settu a.m.k. upphafsstafi sína á kortin (13%). Um 60% túnakortanna er
einnig merkt ártali. Sum túnakort voru stimpluð með nafni mælingamanns,
merki þess búnaðarfélags sem hafði umsjón með mælingunum eða
mælikvarða. Kortin voru undantekningalítið gerð á pappír sem var nálægt
A3 að stærð eins og kveðið var á um í reglugerðinni um túnamælingarnar,
f lest gerð á þykkan pappír sem Stjórnarráðið hafði milligöngu um að senda
til mælingamanna. Þó skera f lestir hreppar í Eyjafjarðarsýslu og nokkrir
hreppar í Þingeyjarsýslum sig úr þar sem mælingamenn á þessum svæðum
hafa greinilega samið við Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri um að
sérprenta blöð fyrir sig. Umrædd kort eru því gerð á forprentuð blöð þar
sem lykilbox voru stöðluð ásamt helstu upplýsingum og línulegum skala en
mælingamenn fylltu út aðrar upplýsingar og teiknuðu sjálft kortið. Þessi
kort eiga það sameiginlegt að engar textaupplýsingar voru settar inn á sjálfa
túnmælinguna og í raun lítið um aukaupplýsingar á þeim.
Á f lestum kortunum er uppgefið í hvaða mælikvarða þau eru teiknuð (eða
í tæplega 75% tilfella). Stór hluti þeirra korta sem mælikvarða vantar á eru frá
Vesturlandi. Mælikvarða vantar til að mynda á f lest kort úr Barðastrandar-,
Borgarfjarðar- og Snæfells- og Hnappadalssýslu. Auk korta frá Vesturlandi
vantar mælikvarða á öll kort úr Vestur-Skaftafells- og Vestur-Húnavatnssýslu,
63 Túnakort voru gerð fyrir flesta bæi í flestum hreppum landsins en hægt er að deila um hvernig best
er að telja uppdrættina þótt líkar tölur komi oftast út úr talningunni.
64 Eina undantekningin frá þessu eru túnakort úr Neshreppi í Norðfirði í Suður-Múlasýslu en þar
vantar bæjaheiti á túnakortin.