Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 127
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS126 Túnakortasafnið Túnakortasafnið er geysistórt en samkvæmt talningu höfundar voru gerð túnakort fyrir 5947 tún í 204 hreppum.63 Markmiðið var að kortagerðin væri mjög samræmd, að allir notuðu sömu mælingatæknina, mældu sömu atriði, notuðu sams konar pappír og teikniblek. Til verksins voru aðallega ráðnir búfræðingar sem hlotið höfðu áþekka menntun og kennslu í mælingaaðferðum og þeim var ætlað að nota samræmdar mælingaaðferðir. Allt var þetta gert til að gæta samræmis og gera kortin sem áreiðanlegust og sambærilegust. Þrátt fyrir þetta urðu túnakortin mjög fjölbreytileg að gerð, þótt helstu upplýsingar sem komi fram á þeim séu áþekkar. Útlit og einkenni kortanna Ákveðnar grunnupplýsingar koma fram á f lestum kortunum, t.d. heiti jarðar og í hvaða hreppi hún var.64 Eins kemur stærð túna fram, hversu mikill hluti túnanna var sléttaður og hversu stórir kálgarðar voru á jörðinni. Að auki var algengt að mælingamenn merktu sér kortin með fullu nafni (56%) eða settu a.m.k. upphafsstafi sína á kortin (13%). Um 60% túnakortanna er einnig merkt ártali. Sum túnakort voru stimpluð með nafni mælingamanns, merki þess búnaðarfélags sem hafði umsjón með mælingunum eða mælikvarða. Kortin voru undantekningalítið gerð á pappír sem var nálægt A3 að stærð eins og kveðið var á um í reglugerðinni um túnamælingarnar, f lest gerð á þykkan pappír sem Stjórnarráðið hafði milligöngu um að senda til mælingamanna. Þó skera f lestir hreppar í Eyjafjarðarsýslu og nokkrir hreppar í Þingeyjarsýslum sig úr þar sem mælingamenn á þessum svæðum hafa greinilega samið við Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri um að sérprenta blöð fyrir sig. Umrædd kort eru því gerð á forprentuð blöð þar sem lykilbox voru stöðluð ásamt helstu upplýsingum og línulegum skala en mælingamenn fylltu út aðrar upplýsingar og teiknuðu sjálft kortið. Þessi kort eiga það sameiginlegt að engar textaupplýsingar voru settar inn á sjálfa túnmælinguna og í raun lítið um aukaupplýsingar á þeim. Á f lestum kortunum er uppgefið í hvaða mælikvarða þau eru teiknuð (eða í tæplega 75% tilfella). Stór hluti þeirra korta sem mælikvarða vantar á eru frá Vesturlandi. Mælikvarða vantar til að mynda á f lest kort úr Barðastrandar-, Borgarfjarðar- og Snæfells- og Hnappadalssýslu. Auk korta frá Vesturlandi vantar mælikvarða á öll kort úr Vestur-Skaftafells- og Vestur-Húnavatnssýslu, 63 Túnakort voru gerð fyrir flesta bæi í flestum hreppum landsins en hægt er að deila um hvernig best er að telja uppdrættina þótt líkar tölur komi oftast út úr talningunni. 64 Eina undantekningin frá þessu eru túnakort úr Neshreppi í Norðfirði í Suður-Múlasýslu en þar vantar bæjaheiti á túnakortin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.