Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 131
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS130
væru hluti af bæjarhúsaþyrpingunni og bæjarhlaði65 og mögulega er sömu
sögu að segja um þrjá hreppa í Norður-Þingeyjarsýslu þar sem bæjarhús
eru merkt með ferningi en önnur mannvirki með hring en ekki er
útilokað að kálgarðar geti leynst þar á meðal. Í þremur hreppum í Austur-
Húnavatnssýslu er greint á milli kálgarða og húsa (með mismunandi
skyggingu) en ekki gerður greinarmunur á bæjar- og útihúsum. Í Suður-
Múlasýslu eru bæjar- og útihús teiknuð á sama hátt og í Norður-Múlasýslu
voru, eins og áður hefur komið fram, útihús ekki mæld og því eru þau ekki
teiknuð á túnakortin.
Mjög misjafnt er hvort mælingamenn sýndu grunnlínur/mælilínur á
túnakortunum eða ekki. Greinilegt er að margir þeirra hafa upphaf lega
dregið inn grunnlínur en síðan strokað þær út eftir að kortið var blekað eða
litað. Aðrir hafa hins vegar undirstrikað grunnlínurnar með því að bleka
þær og jafnvel merkja með númerum. Þar sem mælilínur sjást er hægt sjá
hvernig túnið var mælt og gera sér þannig grein fyrir áreiðanleika mælinga
þar sem sést hversu margar grunnlínur voru lagðar út og hvernig (sjá kort
á bls. 128). Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem mælingabækur hafa ekki
fundist.
Þegar túnakortin eru skoðuð vekur það fyrst athygli að ríf lega
fimmtungur þeirra eru lituð kort (úr 45 hreppum) þrátt fyrir að engin
fyrirmæli um slíkt hafi komið fram í reglugerðinni um túnamælingar
eða í tilmælum frá Stjórnarráðinu. Bréfaskriftir benda til þess að ekki hafi
verið greitt sérstaklega fyrir þessa natni við frágang kortanna en í svari við
fyrirspurn Búnaðarfélags Austurlands um hvort það sé talið ákjósanlegt
að kortin séu lituð, ef ekki verði rukkað sérstaklega fyrir það, kemur fram
Búnaðarfélag Íslands taldi svo vera.66 Þeim kortum sem hafa einhvern lit
má skipta í tvennt. Annars vegar eru máluð kort, þ.e. kort sem hafa verið
vatnslituð eftir á og hins vegar eru það kort þar sem notað var litað blek til
að marka útihús, kálgarða eða aðra f lokka af mannvirkjum eða gróðurfar/
náttúru. Stærstur hluti litaðra túnakorta kemur úr Norður- og Suður-
Múlasýslu þar sem kort úr öllum hreppunum 26 eru vatnslituð. Kortin úr
sýslunum tveimur eru áþekk milli hreppa og greinilegt að Búnaðarsamband
Austurlands hefur haft yfirumsjón með litun þeirra.
Þau lituðu kort sem hafa mesta athygli hlotið eru úr Vestur- og Austur-
Landeyjahreppi og Fljótshlíðarhreppi sem Páll Jónsson frá Ægisíðu gekk
65 Reyndar er kvartað yfir þessu í bréfi frá 1924 þar sem farið er yfir skil á túnakortum en samkvæmt því
bréfi vantaði einmitt alla kálgarða í Skeiðahreppi. Bréf Stjórnarráðs Íslands, minnisblað um bréf sem
skyldi senda öllum sýslumönnum þeirra sýslna sem uppdrættir væru ókomnir úr, dagsett 19. maí 1924.
66 Bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 7. nóvember 1917.