Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 158

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 158
157HEIMAGRAFREITIR Á ÍSLANDI út til danskra yfirvalda.19 Eftir að konungur hafði veitt leyfið þurfti bóndi að afhenda lands yfir völdum skuld bindingar skrá jarðarinnar svo að hægt væri að færa inn á hana veð fyrir þeim skyldum sem krafist var af þeim sem höfðu graf reiti á sínum jörðum.20 Fólust þessar skyldur í því að halda girðingum graf reitsins fjár heldum og garðinum snyrtilegum. Þá þurfti garðeigandinn einnig að borga viðkomandi prófasti heimsóknargjald þegar hann kom að taka út við haldið á garðinum.21 Þar sem ekki var hægt að finna reglurnar fyrir leyfis veitingunni var eingöngu ráðið í umsóknar ferlið með því að lesa sjálf leyfin en það virðist hafa verið í nokkuð fastmótað alveg frá fyrsta leyfi. Eins og fram kom í inngangi eru elstu lögin um greftrun líks í Grágás og eru þau lög að stofni til þau sömu og birtast í Kristnirétti Árna Þorlákssonar á 13. öld. Í grunninn haldast þessi lög alveg fram að 20. öld þótt settar séu tilskipanir á 18. og 19. öld sem milda lögin gagnvart afbrotafólki. Þegar Jón Pétursson tók að sér kennslu við Prestaskólann var ekkert heildarsafn til um lög kirkjunnar. Hann bætti úr því 1863 með bók sinni Íslenzkur kirkjuréttur sem var samantekt lagaákvæða sem þá voru í gildi og vörðuðu kirkjuna.22 Í annarri útgáfu Kirkjuréttarins, sem kom út endurbættur 1890, er kaf li sem nefnist ,,Um skyldur presta við lík,“ og þar segir: ,,Á seinni árum hafa menn og hjer á landi fengið leyfi hjá konungi, að mega gjöra sjer og sínum á eignarjörð sinni legstað, og hefir það verið bundið vissum skilmálum. Á legstaðinn að umgirða og sóknarprestur að vígja hann.“23 Því miður nefnir hann ekki hverjir þessir skilmálar eru. Sum þessara leyfa er að finna í Stjórnartíðindum en þó má finna f leiri í dagbókum íslensku stjórnardeildarinnar. Dagbækurnar bera þess vitni að frá síðari hluta 19. aldar hafi Kristjáni níunda Danakonungi eða hans mönnum farið að berast bréf frá íslenskum bændum sem óskuðu þess að mega hafa heimagrafreiti í túnum sínum. Tilgangurinn hjá mörgum þessara bænda hefur mögulega verið sá að festa jörðina innan fjölskyldunnar og með því hafi þeir ætlað að búa til eins konar ættaróðal þar sem heimagrafreiturinn hefur haft það hlutverk að vera áþreifanlegt minnismerki um það.24 Hugmyndina að heimagrafreitum má hugsanlega 19 Íslenska stjórnardeildin. Bréfadagbók 15, kassi 10, örk 36, Íslenska stjórnardeildin. Bréfadagbók 18, kassi 10, örk 2 og Stjórnartíðindi 1878, B-deild, bls. 81. 20 Stjórnartíðindi 1878, B-deild, bls. 81. 21 Sama heimild. 22 Sæmundur G. Jóhannesson (ritstj.) 1974, bls. 172. 23 Jón Pjetursson 1890, bls. 138. 24 Tengsl milli heimagrafreita og hugmynda um ættaróðul koma nokkrum sinnum við sögu í umfjöllun og greinargerðum um kirkjugarðslögin. Lög um ættaróðul verða svo að veruleika 1936.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.