Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 158
157HEIMAGRAFREITIR Á ÍSLANDI
út til danskra yfirvalda.19 Eftir að konungur hafði veitt leyfið þurfti bóndi
að afhenda lands yfir völdum skuld bindingar skrá jarðarinnar svo að hægt
væri að færa inn á hana veð fyrir þeim skyldum sem krafist var af þeim
sem höfðu graf reiti á sínum jörðum.20 Fólust þessar skyldur í því að halda
girðingum graf reitsins fjár heldum og garðinum snyrtilegum. Þá þurfti
garðeigandinn einnig að borga viðkomandi prófasti heimsóknargjald þegar
hann kom að taka út við haldið á garðinum.21 Þar sem ekki var hægt að
finna reglurnar fyrir leyfis veitingunni var eingöngu ráðið í umsóknar ferlið
með því að lesa sjálf leyfin en það virðist hafa verið í nokkuð fastmótað
alveg frá fyrsta leyfi.
Eins og fram kom í inngangi eru elstu lögin um greftrun líks í Grágás og
eru þau lög að stofni til þau sömu og birtast í Kristnirétti Árna Þorlákssonar
á 13. öld. Í grunninn haldast þessi lög alveg fram að 20. öld þótt settar séu
tilskipanir á 18. og 19. öld sem milda lögin gagnvart afbrotafólki. Þegar Jón
Pétursson tók að sér kennslu við Prestaskólann var ekkert heildarsafn til um
lög kirkjunnar. Hann bætti úr því 1863 með bók sinni Íslenzkur kirkjuréttur
sem var samantekt lagaákvæða sem þá voru í gildi og vörðuðu kirkjuna.22
Í annarri útgáfu Kirkjuréttarins, sem kom út endurbættur 1890, er kaf li
sem nefnist ,,Um skyldur presta við lík,“ og þar segir: ,,Á seinni árum hafa
menn og hjer á landi fengið leyfi hjá konungi, að mega gjöra sjer og sínum
á eignarjörð sinni legstað, og hefir það verið bundið vissum skilmálum. Á
legstaðinn að umgirða og sóknarprestur að vígja hann.“23 Því miður nefnir
hann ekki hverjir þessir skilmálar eru.
Sum þessara leyfa er að finna í Stjórnartíðindum en þó má finna
f leiri í dagbókum íslensku stjórnardeildarinnar. Dagbækurnar bera þess
vitni að frá síðari hluta 19. aldar hafi Kristjáni níunda Danakonungi eða
hans mönnum farið að berast bréf frá íslenskum bændum sem óskuðu
þess að mega hafa heimagrafreiti í túnum sínum. Tilgangurinn hjá
mörgum þessara bænda hefur mögulega verið sá að festa jörðina innan
fjölskyldunnar og með því hafi þeir ætlað að búa til eins konar ættaróðal
þar sem heimagrafreiturinn hefur haft það hlutverk að vera áþreifanlegt
minnismerki um það.24 Hugmyndina að heimagrafreitum má hugsanlega
19 Íslenska stjórnardeildin. Bréfadagbók 15, kassi 10, örk 36, Íslenska stjórnardeildin. Bréfadagbók 18,
kassi 10, örk 2 og Stjórnartíðindi 1878, B-deild, bls. 81.
20 Stjórnartíðindi 1878, B-deild, bls. 81.
21 Sama heimild.
22 Sæmundur G. Jóhannesson (ritstj.) 1974, bls. 172.
23 Jón Pjetursson 1890, bls. 138.
24 Tengsl milli heimagrafreita og hugmynda um ættaróðul koma nokkrum sinnum við sögu í umfjöllun
og greinargerðum um kirkjugarðslögin. Lög um ættaróðul verða svo að veruleika 1936.