Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 160
159HEIMAGRAFREITIR Á ÍSLANDI
12. júlí 1902.30 Í sjöttu grein reglugerðarinnar er fjallað um leyfi fyrir
heimagrafreitum og varð umsóknarferlið mun einfaldara en áður því
samkvæmt reglugerðinni var nóg að fá leyfi fyrir heimagrafreit hjá
viðkomandi sóknarnefnd.31
Meginástæða fyrir kirkjugarðalögunum 1901 voru ekki títtnefndir
heimagrafreitir heldur umhirðuleysi á kirkjugörðum landsins eins og
titill laganna gefur til kynna. Það liggur þó ekki ljóst fyrir hvort ástand
kirkjugarðanna hafi verið skárra á öldunum þar á undan eða, og það sem
er sennilegra, að um sé að ræða breytt viðhorf hjá stækkandi stétt borgara á
Íslandi við lok 19. aldar og upphaf þeirrar tuttugustu. Í því ljósi er það því
kannski ekkert undarlegt að það var ástand kirkjugarðsins í Reykjavík sem
tilgreint var sem tilefni til sérstakrar lagasetningar um kirkjugarða.32
Nýtt frumvarp um kirkjugarða var lagt fyrir Alþingi 1930. Helsta
breytingin sem sneri að heimagrafreitum var sú að þar er búið að setja
grein úr reglugerð frá 1902, að vísu nokkuð breytta, inn í lögin.33 Í þessu
frumvarpi var lagt til að leyfisveitingin yrði tekin úr höndum sóknarnefnda
og færð aftur til biskups og ráðherra.34 Þá birtust aftur ákvæði þess efnis
að álit héraðslæknis yrði fengið áður en leyfi fyrir grafreitnum yrði veitt.35
Reglur um heimagrafreiti voru þó ekki efstar í huga þeirra sem lögðu
frumvarpið fram heldur áttu lögin fyrst og fremst að skerpa á því, enn og
aftur, hvernig átti að viðhalda kirkjugörðum og fjármagna það viðhald.
Frumvarpið var kynnt af Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra 11. apríl
1930 en sökum þess hve seint það kom fyrir þingið var það ekki tekið til
umfjöllunar það ár.36 Samkvæmt kynningu Jónasar áttu lögin að stuðla
að því að koma viðhaldi og útliti kirkjugarðanna í viðunandi horf og
þegar það var aftur lagt fyrir þingið 1931 tók framsóknarmaðurinn Jón
Jónsson frá Stóradal upp þráðinn og sagði það þjóðinni til sóma að halda
kirkjugörðunum vel við.37 Umfjöllunin um frumvarpið varð þó ekki
fyrirferðamikil það árið. Snerist hún aðallega um hver viðbrögð yfirvalda
ættu að vera gagnvart náttúrulegu rofi og skemmdum á niðurlögðum
kirkjugörðum.38 Frumvarpið var aftur tekið fyrir 1932 og sem fyrr er
30 Stjórnartíðindi 1902, B-deild, bls. 145-147.
31 Stjórnartíðindi 1902, B-deild, bls, 146.
32 Alþingistíðindi 1901, A-deild, dálkur. 251.
33 Alþingistíðindi 1930, A-deild, bls. 1174.
34 Alþingistíðindi 1930, A-deild, bls. 1174.
35 Alþingistíðindi 1930, A-deild, bls. 1174.
36 Alþingistíðindi 1930, C-deild, dálkur 469.
37 Alþingistíðindi 1931, C-deild (43. löggjafarþing), dálkur 599.
38 Alþingistíðindi 1931, C-deild (43. löggjafarþing), dálkur 598-604.