Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 12

Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 12
/-------------------------N AF ALÞJÓÐAVETTVANGI v_________________________/ Misheppnuð skemmdarverk Utdráttur úr skýrslu framkvœmdanefndar C. G. T. Andstæðingar verkalýðssamtakanna þóttust hafa him- inn höndum tekið þegar fregnir bárust um að hægri kratarnir frönsku hefðu klofið franska verkalýðssam- bandið, C. G. T., og myndað sitt sérstaka klofnings- samband, Force Ouvrier. En vonir þær, er þeir tengdu við þetta klofningssamband, virðast ætla að verða sér til skammar, því eftir síðustu fréttum er klofningssam- bandið naumast til nema á pappírnum. Af 96 deildum innan C. G. T. hafa aðeins stjórnir 5 deilda ákveðið að ganga úr C. G. T., en meirihluti meðlimanna í þessum 5 deildum sögðu skilið við þær, kusu nýjar stjórnir og voru áfram kyrrir í C. G. T. 36 félagasambönd eru innan C. G. T. Til þessa hafa aðeins fjögur tekið það til umræðu að yfirgefa C. G. T. og ganga í klofningssambandið. Tvö af þeim hafa með stjórnarsamþykkt ákveðið að ganga í Force Ouvrier, félag starfsmanna í flugmála-, hermála- og flotamála- ráðuneytunum, er telur 20 þús. meðlimi, og félag skrif- stofumanna, er taldi 250 þús. meðlimi. Af þeim hafa 150 þús. kosið sér nýja stjórn og lýst hollustu sinni við sitt gamla samband, en ein 50 þús. hafa ennþá gengið í klofningssambandið. í hinum tveim samböndunum, Sambandi opinberra starfsmanna og Sambandi tóbaks- framleiðslu-verkamanna, hafa stjórnirnar, sem hlyntar voru klofningssambandinu, verið felldar og eru sam- böndin áfram í C. G. T. Töllum öðrum samtökum hafa klofningsmenn ekki átt meira fylgi en svo, að í þeim hefur málið alls ekki komið til umræðu. Klofningurinn er ekki alvarlegri en svo, að meðlima- tala C. G. T. er nú nær því hin sama og hún var á sama tíma í fyrra, og mun áreiðanlega verða orðin hin sama innan mjög skamms tíma. Höfuðröksemd klofningsmanna fyrir aðgerðum sín- um var sú, að vernda yrði sjálfstæði verkalýðssamtak- anna gegn áhrifum flokkanna, sérstaklega Kommúnista- flokksins. Hinir 5 miðstjórnarmeðlimir er úr miðstjórninni fóru voru allir sósíalistar. I stað þeirra komu 2 utan- flokkamenn og 3 sósíalistar. En fullar sannanir eru fyrir því, að klofningshópur- inn, sem kallar sig Force Ouvrier, er algerlega undir áhrifum sósíalistaflokksins. Ríkisstjórnin, sem nú rekur mjög fjandsamlega póli- tík gegn verkalýðnum, hefur veitt Force Ouvrier 30 milljón franka styrk, samkvæmt opinberum heimildum. Aldrei áður hefur verkalýðssambandið fengið ríkis- styrk til starfsemi sinnar, jafnvel ekki eftir frelsun landsins undan oki nazismans, þegar byggja varð upp frá grunni Aðeins fræðslustarfsemin hefur stundum fengið lítilfj örlega styrki öðru hvoru. Það að klofn- ingsmennirnir fá stórar fjárhæðir frá ríkisstjórn sem er fjandsamleg verkalýðnum, sýnir ljóslega að hún hyggst að nota sér þá til skemmdarverka gegn sam- tökunum. Það er sannað, að nokkrir atvinnurekendur hafa reynt að hafa áhrif á verkamenn sína í þá átt, að þeir styddu klofningsmennina. Yegna þeirra lyga er dreift hefur verið út um árang- ur klofningsmannanna taldi framkvæmdanefnd C. G. T. rétt að birta þessa skýrslu um ástandið eins og það er. Um leið og við með árangri verndum einingu franska verkalýðsins erum við þess fullvissir, að við erum að vinna að einingu verkalýðsins um heim allan. 28. jan. 1948. Miklir árangrar í endurbyggingu Ráðstjórnarríkjanna Or skýrslu skipulagsnefndar ríkisins. Óðru ári fimm ára áætlunarinnar er lokið með þeim árangri, að svo til öllum liðum hennar voru gerð full skil og farið verulega fram úr áætlun í mörgum þýð- ingarmiklum framleiðslugreinum. Heildarframleiðslu- áætlun ársins 1947 var fullnægt með 103.5%. Framleiðsluaukningin miðað við 1946 var 22%. Aukningin miðað við árið 1946 var sívaxandi með hverjum ársfjórðungi; 12% á fyrsta en 30% á síðasta ársfjórðungi. Framleiðsla síðasta ársfjórðungs náði framleiðslumagni síðasta ársfjórðungs fyrir stríð. Landbúnaðarframleiðsla ársins 1947 varð 48% meiri en árið áður. Haustsáningin fyrir uppskeru á þessu ári var 3% milljón hekt. meiri en haustið 1946. Vélanotkun við landbúnaðarframleiðsluna jókst á ár- inu um 21%. Afköst flutningakerfisins jukust að mun, bæði á járn- brautum, eftir vatnaleiðum og í úthafssiglingum. íbúðarhúsnæði var stóraukið. Ríkisstofnanir og hér- aðsstjórnir byggðu um 9 milljónir flatarmetra íbúðar- húsnæðis, og einstaklingar 4 millj. flatarmetra. Verzlunarveltan í ríkis- og samvinnuverzlunum jókst mjög á árinu, matvælaskömmtun var afnumin og vöru- verð lækkað til stórra muna, og sölubúðum fjölgað að miklum mun. Framh. á bls. 78. 70 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.