Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 13

Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 13
JÓN RAFNSSON: GALDUR Fornar sagnir segja frá göldrum og gjörningum með tilheyrandi feiknum og skelfingum, á leiö þeirra, er hugðust sækja gull í greipar haugbúa. Herskarar drauga risu upp gegn þeim, hræðilegir óvættir í allra kvikinda líki sóttu að þeim, Himin, jörð og haf fóru úr skorðum, eldar geisuðu þar sem sízt skyldi o. s. frv. o. s. frv. Og því nær sem sóttist að markinu, að sama skapi magnaðist galdurinn, en náði fyrst hámarki er leiks- lokin nálguðust í tuskinu við draugsa. Enda fór eigi sjaldan svo, að ýmsir stóðust eigi gald- urinn. Þeir litu við þegar sízt gegndi, ljós þeirra slokknaði, þeir misstu hver af öðrum, sundruðust og trylltust, sumir beinlínis ærðust í lið með andstæðing- unum. En með einbeitingu viljans og vaxandi mannviti tókst öðrum að standast ásókn skynvillunnar og belli- bragða haugbúans. Þeir höfðu frá því fyrsta er ferðin var ráðin gert ráð fyrir brögðum andstæðingsins. Þeir höfðu tileink- að sér ný sannindi og aukna þekkingu, sem gerðu þá ónæma fyrir hindurvitnum deyjandi aldarfars og þess umkomna að heimta rétt lífsins úr klóm dauðans og bera út í ljósið og lífið verðmæti úr salarkvnnum myrkursins og forneskjunnar. * Barátta mannanna fyrir rétti sínum til að njóta í friði jarðarinnar og afraksturs vinnu sinnar hefur frá öndverðu hlotið að beinast gegn þeim, sem orpið hafa hauga um ránsfeng sinn, þeim, sem lagst hafa á gullið og magnað seið gegn hverjum þeim er dirfst hefur að róta við haug þeirra. Það er sameiginlegt með haugbúum allra landa og allra tíma að galdurinn er þeirra meginstyrkur og að við hvert unnið fótmál lífsins í sókn sinni magnast galdurinn og kemst í algleyming um það er lýkur. Haugbúi nútímans hefur sannarlega fulla ástæðu til ugga um hag sinn og magna seið. Þegar þjóðir Rússaveldis, 1917, brutu hauginn og stofnuðu fyrstar allra þjóða alþýðuríki, tapaði haug- búi tuttugustu aldarinnar sjötta hlutanum af ríki sínu. Óttinn við að aðrar þjóðir drægu hagnýta lærdóma af því sem skeð hafði þar eystra knúði hann til að magna seið meiri en dæmi voru til áður. í 30 ár hefur verið brugðið upp fyrir oss hinum fer- legustu myndum úr ríki verkamanna og bænda þar eystra. í gegnum margfalt járntjald hefur heiminum verið sýnt svo greinilega, hvernig allir prestar þessa ríkis hafa verið brytjaðir í spað hvað eftir annað, fyrir trú sína. sömuleiðis börnin, ef þeim varð á að nefna guð. I 30 ár hafa þar verið brenndar kirkjur af hinu mesta kappi, og ógnarstjórn Stalíns gamnað sér við að drepa úr hungri og hor hvern einasta sovétþegn nokkrum sinnum o. m. fl. með tilheyrandi álvktunum frá höf- undi. I trúnni á galdurinn réðust 14 auðvaldsríki með ófriði á hendur hinu unga alþýðuríki í sárum en allt kom fyrir ekki. Og verkalýðssamtök heimsins færðust í auk- ana. Galdurinn hefur því beinzt gegn hvoru tveggja í senn: ríki alþýðunnar og hinum vaxandi samtökum vinnandi fólks í auðvaldslöndunum. Því verður ekki neitað, að í hinum magnaða auð- valdsgaldri tuttugustu aldarinnar hefur lífið og mál- staður þess oft goldið afhroð. Mörgum hefur orðið það á að líta til baka, mörgum fallist hugur, gloprað niður ljósi skynseminnar, séð of- sjónir, látið ginnast og jafnvel ærst í lið með andstæð- ingunum. Átakanlegasta dæmi þess, hvernig heilar þjóðir geta orðið galdrinum að bráð, er Þýzkaland nazismans. — í fárviðri blekkinganna tókst auðstéttinni þar að trylla mikinn hluta þjóðarinnar, þar með stóran hluta alþýð- unnar, og beinlínis ýmist strádrepa eða lama þann hlutann er hélt vitinu. Þetta var undirbúningur að ann- arri heimsstyrjöldinni, sem leiddi þó til annars en auð- valdið ætlaðist til. í stríðslokin varð ríki alþýðunnar í rauninni sterk- ara en nokkurn tíma fyrr, sem lá einkum í því, að í styrjöldinni fékk heimurinn sannari mynd af þessu ríki en áður. Og mörg þjóðlönd, sem áður lutu fas- isma auðvaldsins, losuðu sig við vfirráð hans, en stofn- uðu sín alþýðlegu lýðveldi. V I N N A N 71

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.