Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Síða 24

Vinnan - 01.05.1948, Síða 24
Nýja strandferðaskipið M.s. „Herðubreið Viðtal við Grím Þorkelsson, skipstjóra Tímaritið Vinnan sneri sér til Gríms Þorkelssonar skipstjóra á hinum nýja strandferðabát M.s. Herðu- breið og spurðist fyrir um álit hans á hinu nýja skipi. Skipstjórinn har við annríki í svipinn, en varð þó við tilmælum vorum um að leysa úr nokkrum spurn- ingum. — Hvert er hið sérstaka hlutverk skipsins Herðu- breið? spyrjum vér. „Aður en þessari spurningu er svarað beint,“ segir skipstjórinn, „þykir mér rétt að upplýsa að m.s. Herðu- breið er ca. 360 smál. brúttó að stærð, 140 feta langt, 25 feta breitt og ristir hlaðið 12 fet, og getur flutt 12 farþega.“ — Er þetta heppileg stærð að þínum dómi? „Skipinu er ætlað það hlutverk að flytja vörur á smærri hafnir landsins og leggjast þar upp að bryggj- um, þar sem þær eru annars fyrir hendi. Við margar Grímur Þorkelsson, skipstjóri. þessar bryggjur er grunnt. Þess vegna má skipið ekki rista dýpra en þetta. Um stærðina að öðru leyti geta verið skiptar skoðanir.“ — Hvað telur þú þá sérstaklega unnið með þessu skipi? „Á meðan fólk hefst við á öllum þessum afskekktu stöðum landsins er nauðsynlegt að halda uppi samgöng- um við þá. En það er þjóðinni fjárhagslega ofviða að halda uppi samgöngum svo í lagi séu, við þessa af- skekktu staði, á hinum stóru fólksflutningaskipum, sem ekki komast að bryggjum, svo nota þarf báta til út- og 82 VINNAíN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.