Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 28
Útbreiðsla VINNUNNAR Síðan tímaritið Vinnan hóf göngu sína snemma á árinu 1943 hefur útbreiðsla þess og gengi farið vaxandi með hverju ári. Þetta er því að þakka, að Vinnan hefur átt því láni að fagna að eignast verulegan hóp áhugasamra stuðn- ingsmanna víðsvegar um landið. Það er starfi þessara áhugamanna að þakka, framar öðru, að Vinnan hefur komið út óslitið síðan 1943 og að útbreiðsla ritsins og áhrif hafa farið sívaxandi á þessum árum. En þótt Vinnan hafi átt góðu gengi að fagna, eigi vinum sínum margt upp að unna, og sé, m. a. fyrir þeirra verk, orðin eitt af útbreiddustu tímaritum lands- ins, þá er fjarri því að útbreiðslumöguleikar ritsins séu enn hagnýttir til nokkurrar hlítar. Eigendur Vinnunnar og útgefendur eru þær 23 þús- undir launþega sem skipulagðir eru innan Alþýðusam- bands Islands. Launþegarnir eru langfj ölmennasta stétt þjóðfélagsins og stéttarmálgagn þeirra hefur því breið- ari grundvöll til útbreiðslu en flest eða öll önnur blöð og tímarit. Það eiga því að vera möguleikar til að gera Vinnuna að útbreiddasta og fjöllesnasta tímariti, sem gefið er út á Islandi. Og íslenzk alþýða verður að eiga þann metnað, að þessu verði hrint í framkvæmd hið fyrsta. En til þess að ná því marki þarf samstillt átak margra manna víðsvegar um landið. í hverjum kaupstað og þorpi þurfa áhugamenn úr hópi vinnandi manna að hefja sjálfboðaliðsvinnu fyrir ritið og styðja að því með ráðum og dáð, að það verði í náinni framtíð vel- kominn og sjálfsagður gestur á þeim þúsundum al- þýðuheimila á Islandi, sem eiga öryggi sitt og afkomu tengda vexti og viðgangi verkalýðssamtakanna í land- inu. Nýlega hefur Vinnan snúið sér bréflega til álitlegs hóps skilvísra kaupenda sinna og áhugamanna í verka- lýðshreyfingunni, og óskað eftir stuðningi þeirra og lið- sinni við öflun nýrra kaupenda. Aðstandendum ritsins er ljóst, að sú aukning, sem verða þarf á útbreiðslu þess, getur ekki verið verk þeirra einna, sem sýnt hafa því ræktarsemi og umhyggju þau fimm ár, sem liðin eru frá stofnun þess. Nú þarf Vinnan að fá stuðning margra nýrra liðsmanna, sem eru reiðubúnir til þess að leggja hönd á plóginn við það nýja landnám sem bíður Vinnunnar. Það hefur strax sýnt sig, að tilmælin um aukið starf að útbreiðslu Vinnunnar hafa fallið í góðan jarðveg. Lesendur og velunnarar ritsins eru þegar teknir til starfa með þeim árangri að kaupendatalan fer ört vax- andi. En fleiri þurfá að leggja sinn skerf fram. Á næstu vikum og mánuðum er mögulegt að tvöfalda kaupendatölu Vinnunnar í fjölmörgum kaupstöðum og þorpum, aðeins ef að því er unnið af þeim áhuga og ósérplægni, sem á að vera einkenni í öllu starfi fyrir verkalýðshreyfinguna og málstað hennar. En hver er þá ávinningurinn fyrir verkalýðinn og samtök hans við að eiga útbreitt og fjöllesið tímarit? Þessari spurningu er fljótsvarað. Við lifum á tímum þegar blöð og tímarit eru stórveldi í að móta skoðanir Munar þetta um 27 stigum. 3) I vísitölunni er reiknað með verði á dönsku smjöri, sem nú hefur ekki fengizt lengi og alltaf í mjög litlum mæli. Munar þetta um 7 stigum. Þessar skekkjur nema því samtals 53 stigum, sem vísitalan er of lág. Sé nokkuð tillit einnig tekið til hins úrelta grundvallar, mun það varlegt að telja að vísi- talan ætti að vera 380—390 stig í stað um 320. Það er full ástæða til þess fyrir launþega að krefjast þess, að þessar alvarlegu skékkjur séu leiðréttar hið fyrsta, og hafa vakandi auga með því, að ekki sé haldið áfram á sömu braut, þar sem rétt vísitala er sá eini mælikvarði, sem þeir geta metið við kaupmátt launa sinna og breytingar á þeim kaupmætti. Af því, sem sagt hefur verið hér að framan, er ljóst, að með dýrtíðarlögum ríkisstj órnarinnar var fram- kvæmd allveruleg kauplækkun án þess að í kjölfar hennar sigldi nokkur verðlækkun að heitið gæti. Það er ennfremur ljóst, að verðhj öðnunarleiðin hlýtur alltaf að hafa þessar afleiðingar, þó að ekki þurfi það alltaf að vera í jafnríkum mæli. Jafnhliða þessum kauplækkunum voru í dýrtíðarlögum ríkisstjórnarinnar og framkvæmd þeirra aðrar ráðstaf- anir, er miðuðu að því að skerða tekjur annarra stétta. Má þar fyrst og fremst nefna 10% húsaleigulækkunina og álagningarlækkunina. Það má þó telja öruggt, að þessar ráðstafanir muni hafa hverfandi þýðingu í fram- kvæmdinni eins og allt er í pottinn búið, og sama máli gegnir um eignaaukaskatt þann, sem lögin gerðu einnig ráð fyrir. Er því óhætt að fullyrða, að með þessari löggjöf hafi byrðunum af dýrtíðarráðstöfununum fyrst og fremst verið velt á launþega, og má fastlega gera ráð fyrir, að sú verði einnig reyndin, ef fleiri skref verða tekin á verðhj öðnunarleiðinni. 86 VINN AN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.