Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 30

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 30
BJORN ÞORSTEINSSON: Frá Tékkóslóvakíu Björn Þorsteinsson kennari dvaldist í Tékkoslovakíu um mánaðartíma s.l. sumar. Eftirjarandi grein er skrifuð snemma á s.l. hausti, skömmu eftir heim- komu B. Þ. Þykir Vinnunni ekki ósennilegt, að mörg- um lesendum ritsins þyki fróðlegt að kynnast því, hvernig afstaða og viðhorf Tékka kom þessum ís- lenzka menntamanni fyrir sjónir mörgum mánuðum fyrir stjórnarskiptin 20. febr. En eins og kunnugt er hefur slíkum firnum blekkinga og moldviðris verið þyrlað upp í sambandi við þau, að slíks eru fá dæmi. Þótt Tékkar virðist nærri því á einu raáli um þaö, að fylkja sér í hóp hinna sósíölsku ríkja Evrópu, þá er álit þeirra á Rússum mjög margvíslegt. 'iomrnúnistarn- ir sögðu, að afstaða sín til Rússanna R £gðist fyrst og fremst á því, að þeir hefðu alltaf reynzt Tékkum vinir í raun. Þeir hefðu átt mestan þátt í að losa landið við Þjóðverja, og alltaf staðið við allar skuldbindingar sínar í garð Tékka. Rússland væri einnig sterkasta al- þýðuríkið í veröldinni, og gætu Tékkar lært raargt af þeim. Auk þess skapaði hagkerfi Rússanna viðskipta- vinum þeirra öryggi. Sósíaldemókratarnir lögðu aftur á rrióti aðaláherzlu á, að lega landsins, öryggi og fjár- hagur krefðist þess, að góðri sambúð yrði haldið við Rússland. Flestir þeirra hæddust þó mjög að því, að lega landsins krefðist þess, að Tékkar væru kommún- istar. „Það er ekki von, að ástandið sé gott á Vestur- löndum, ef þið hugsið eftir breiddargráðum,“ sagði kíminn karl, yfirmaður við tryggingarstofnun ríkisins, við mig og bandaríkskan blaðamann, sem sptirði hann að því, hvort lega landsins myndi ekki orsaka, að Tékkoslovakía yrði kommúnistískt land í framtíðinni. „Það væri fyrir löngu orðið úti um okkur, ef við hefð- um bundið skoðanir okkar við legu landsins á hverj- um tíma,“ hélt hann áfram. En hvernig stendur þá á hinu mikla gengi kommúnistanna og fylgishruni sósíal- demókratanna í Tékkoslovakíu? Ég lagði þessa spurn- ingu fyrir fjölda manns þar á meðal aðalritstjóra Pravo Lidu, aðalblaðs kratanna austur þar og sósíaldemó- krata innan stjórnarinnar. Þeir töldu, að fylgishrun flokksins orsakaðist að verulegu leyti af því, að hann hefði verið of viss um fylgi sitt hjá þjóðinni, en slík fullvissa hefði orsakað eins konar stöðnun og deyfð innan hans. Onnur atriði væru svik Vesturveldanna í Munchen, hlutdeild Rússa í því að reka Þjóðverja úr landinu, og síðast en ekki sízt hefði það valdið miklu um, sagði annar þeirra skellihlæjandi: „Kommúnist- arnir voru búnir að hamra á því sýknt og heilagt, að þeir væru einu lýðræðissinnarnir í veröldinni.“ Við- ræðurnar við þessa góðu menn urðu mér lexía í al- mennri hóttvísi, svo sanngjarnir virtust þeir vera í garð andstæðinganna og lausir við tilfinningasemi. Ég spurði þá, hvort verkalýðurinn hefði ekki lent á villi- götum með því að fylkja sér undir merki kommún- istanna, þar sem þeir væru taldir einræðissinnaðir. „Mér finnst það persónulega,“ sagði annar, „en við í Tékkoslovakíu erum fyrst og fremst lýðræðissinnar, allir, 99% af þjóðinni. Ég fullvissa yður.“ „En hvað finnst þá Rússunum um kommúnistana ykkar?“ „Þér getið séð það hér í blöðunum á götunni. Eystra eru þeir nefndir kratar, en vestra réttlínu kommúnistar. Við hérna í Tékkoslovakíu eigum við okkar eigin örð- ugleika að stríða. Þjóðin hefur orðið fyrir ólíkum menningarstraumum bæði að austan og vestan. Stjórn- málaflokkarnir hér eru hluti af okkar þjóð, en engum öðrum þjóðum. Ég býst við, að sósíaldemókratarnir vinni aftur smám saman það, sem þeir hafa tapað. Sjáið þér til. 011 þjóðin hefur sameinazt um Benes. Öllum geðjast að honum. En stundum þarf fimm ár til að bæta fyrir einnar mínútu glappaskot." Þótt menn setji kosningasigur kommúnista þannig að nokkru í beint samband við herför Rússa til lands- ins 1945, þá er ekki nema hálfsögð sagan. Ég fékk eng- an Tékka til að kannast við, að Rússar hefðu sýnt nokkra íhlutun við kosningar til þingsins, enda voru þeir þá flestir farnir úr landi, eða kommúnistar hefðu beitt þvingunarráðstöfunum við þær. Aftur á móti rök- studdu sumir andúð sína á kommúnistum með því, að hún hefði vaknað, er þeir sáu aðfarir rússneska hers- ins 1945 og kynntust hermönnunum. Þeir sögðu, að Rússarnir hefðu verið lítið betri en Þjóðverjar. „Það. sein Þjóðverjar eyðilögðu ekki, það eyðilögðu Rússar,“ sagði nýgift kona við mig með megnri fyrirlitningu. Salerni, vatnsleiðslur og bílar voru þeim ókunn fyrir- brigði. Þeir stálu öllu steininum léttara og skáru leðrið úr sporvagnasætunum, ef þeir náðu ekki til annars. Flestir sögðu aftur á móti, að herinn hefði verið mjög vel útbúinn, góður í umgengni og kynni sín við hann hefðu einmitt vakið traust sitt á Rússum og stjórn þeirra. Öllum bar saman um það, að hermennirnir 88 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.