Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Side 31

Vinnan - 01.05.1948, Side 31
hefðu verið mjög hraustir og ótrúlega slyngir að drepa Þjóðverja. Mér var sýnd gröf tveggja rússneskra her- manna, sem fallið höfðu við kastalann í Praha. Aður en þeir hnigu í valinn, höfðu þeir fellt 152 SS-menn. Inni í sjálfum kastalanum var önnur gröf. Þar lézt Rússi af sárum sínum eftir að hafa hreinsað til í nokkrum hluta byggingarinnar. Klukkur dómkirkjunnar höfðu sent fegurstu tóna sína út yfir borgina, þegar hann gaf upp öndina, og hann hafði beðið um að mega hvíla á staðnum. Á eins konar Austurvelli í miðri borginni mynduðu rauðar skrautliljur undurfagra og mikil- fenglega rússneska stjörnu. Þar höfðu margir rússneskir hermenn og foringjar fallið eftir vel unnið verk. Á öðrum fögrum stað stendur bryndreki uppi á háum stalli. Þetta er fyrsti rússneski bryndrekinn, sem brauzt inn í Praha. Hvernig sem stjórnmálaviðhorfið verður í einstökum atriðum, hafa synir alþýðuríkisins getið sér þann orðstír í Praha, að allur almenningur mun lengi minnast þeirra með fögnuði og leggja kransa á leiði hinna föllnu. Aðalorsök kosningasigurs kommúnistanna er tví- mælalaust sú, að þeir báru að verulegu leyti uppi bar- áttuna gegn nazistunum á hernámsárunum. Þeir skipu- logðu og stjórnuðu að mestu alþýðusamtökunum og vonir fólksins um betri framtíð voru uin langan tíma tengdar óskum uin gengi þeirra. Frelsið og sigurinn á Þjóðverjum reiknaðist þeim að talsverðu leyti til tekna, en hið borgaralega glamur um rússnesku hættuna og einræðishyggju kommúnista var algjörlega máttlaust. Kommúnistarnir sjálfir viðurkenndu, að fylgi sitt hjá þjóðinni væri að litlu tengt því, að Tékkar þekktu al- mennt fræðikenningar þeirra og aðhylltust þær. Þeir sögðu, að mikill hlrfti af styrktarmönnum flokksins væri fávís í marxistískum fræðum. Fólkið hefði ein- ungis dæmt flokkinn eftir verkum sínum, og svo rammt kvæði að vinsældum hans, að kaþólskir prestar fyndust meðal þingmanna kommúnista. Mér virtust þeir fyllast lotningu, er þeir hugsuðu til þess, hvílíkan sigur hinir kaþólsku guðsmenn hefðu unnið á sjálfum sér með því að skipa sér með krossinn í hendinni undir merki rauða fánans. I Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu voru um 1.2 mill- jónir manna í ágústbyrjun. Gamli flokkurinn taldi um 200 þús. meðliini, en eftir byltinguna 1945 komst tala flokksfélaganna upp í 1.1 milljón. Þegar kyrrð komst á í landinu og farið var að skipuleggja flokkinn á nýjan leik til friðsamlegra starfa, kom i ljós, að um 100 þús. manns af samstarfsmönnum Þjóðverja hafði leitað hælis innan hans og hugðust bjarga mannorði sínu á þann hátt. Þessum mönnuin öllum var vísað úr flokkn- um. Síðan hefur félagatala flokksins aukizt stöðugt og 100 þús. manns innrituðust í hann á fyrstu 6 mánuð- um þessa árs. Sósíaldemókratarnir urðu minnsti flokkur landsins eftir kosningarnar 1945, hlutu 16% atkvæða. Síðan virðist koma í ljós, að gengi þeirra vex á nýjan leik. Fyrir skömmu urðu aukakosningar í iðnaðarbænum Moravska Ostrava á Mæri, nálægt pólsku landamær- unum. Þessar kosningar urðu sósíaldemókrötunum mjög í vil. Allt þetta hrekkur skannnt til skýringa á stjórnmála- viðhorfi Tékka, því að litlar upplýsingar eru í því fólgnar, þótt ýmsum finnist þær ærnar, að menn eru dregnir í ákveðinn pólitískan dilk. Stjórnmálaflokkar eru síbreytilegar stærðir, sem erfitt er að henda reiður á. Við Islendingar höfum kynni af sósíaldemókrata- flokkunum á Norðurlöndum og Englandi og vitum, að starfsaðferðir þeirra og framkvæmdir eru næsta ólíkar. Sami flokkur í Tékkoslovakíu yrði sennilega nefndur hreinn kommúnistaflokkur á Norðurlöndum, sérstak- lega á Islandi. Sama er að segja um kommúnistaflokk- ana, þótt andstæðingar þeirra reyni að láta annað í veðri vaka. I Frakklandi kynntist ég gjörólíkum skoð- unum á Kommúnistaflokki Frakklands. Ég kynntist inönnum, sem töldu honum það helzt til foráttu, að hann væri ekki kommúnistaflokkur, heldur samtök póli- tískra spákaupmarma. Aðrir töldu hann aftur á móti á einhverri Moskvalínu. Pólskir kommúnistar telja tékk- neska flokksbræður sína krata, og þannig mætti lengi telja. Ef við viljum kynnast ástandi og horfum hjá ein- hverri þjóð, nægir ekki að sætta sig við þá vitneskju. að 40.2'/f hennar hefur veitt kommúnistum fylgi sitt. 16% sósíaldemókrötum, 20.2% Alþýðuflokknum og 23.7% Þjóðernissinnuðum sósíalistum (ekki Þjóðernis- sinnum! ) og landamæri hennar liggi að einhverju stór ■ veldinu. Á Vesturlöndum er látið skina í það, að Tékkar eigi við stjórnarfarslegt ófrelsi að búa og séu jafnvel kúg- aðir af Rússum. Eftir heimkomu mína hafa fjölmargir spurt mig að því, hvort fólkið eystra hefði ekki verið beygt og þvingað. Mér fannst aftur á móti víðsýni og bjartsýni vera aðaleinkenni Tékka. Mér lék næsta mik- ill hugur á að sjá soldáta úr Rauða hernum rússneska og reyndi stöðugt að spyrjast fyrir um, hvar þeir hefðu bækistöðvar sínar. Það færðist einhver vonleysis sorg- arsvipur á góðlátlegt andlit Tékkanna, þegar ég spurði þá að þessu, eins og stundum kemur á andlit kennara, þegar nemandi í 6. bekk spyr einhvers, sem hann hefur þegar átt að læra í undirbúningsdeildinni. Allir svör- uðu á eina leið: „Það eru engir erlendir hermenn inn- an tékkoslovakisku landamæranna nema þeir, sein koma í fríum sínum frá Þýzkalandi.“ Síðar varð ég var við nokkra bandaríkska hermenn á skemmtiför í Praha, en ég fór þannig úr landi, að mér hafði ekki auðnazt að sjá einn einasta rússneskan hermann. VINNAN 89

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.