Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 33

Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 33
landi og Kupers, forseti N. V. V. í Hollandi, sambands- ins er fékk 100 þús. dollarana frá A. F. L. vegna hins „skoðanalega skyldleika“, fram með þá uppástungu í framkvæmdaráði Alþjóðasambandsins að Marshalltil- lögurnar verði teknar til umræðu á fundi þess um miðj- an febr. Meirihluti framkvæmdaráðsins gat ekki fallist á þessa uppástungu, þar sem fyrirhugað var að taka endurreisn, ekki aðeins Marshalllandanna, heldur allr- ar Evrópu, til umræðu á fundi í apríl, og taldi því ekki þörf á sérstakri umræðu um Marshalláætlunina. Deakin lýsti því þá yfir að hann mundi ekki mæta á þessum fundi, og bar við önnum heima fyrir, en meirihluti framkvæmdaráðsins hélt fast við fyrri ákvörðun þrátt fyrir hótun Deakins. Þegar minnihlutinn kom ekki sínu ináli fram í fram- kvæmdaráöinu, greip hann til þess ráðs að boða til ráð- stefnu um Marshalláætlunina í nafni brezka verkalýös- sambandsins (T. U. C.) og verkalýðssambanda Hol- lands, Belgíu og Luxenburg. Skyldi sú ráðstefna haldin dagana 9. og 10. marz. Til þessarar ráðstefnu var boðið öllum verkalýðs- samböndum viðkomandi landa, innan Alþjóðasam- bandsins og jafnhliða klofningssamböndum eins og Force Ouvrier í Frakklandi og gríska sambandinu, sem ekki er viðurkennt af Alþj óðasambandinu vegna þess að hinir löglega kjörnu forystumenn þess hafa verið fangelsaðir en fasistastj órnin í landinu hefur skipað menn í þeirra stað, og svipt það öllu frj álsræði í at- höfnum. Ennfremur var svo boðið báðum verkalýössambönd- um Bandaríkjana, C. I. 0., sem er í Alþjóðasamband- inu, og einnig A. F. L., sem getið hefur verið hér að framan. En nú vandaðist málið fyrir boðendum ráðstefnunn- ar. Klofningspostularnir í forystu A. F. L., sem átt höfðu uppástunguna um boðun ráðstefnunnar töldu sig hafa öðrum hnöppum að hneppa um þessar mundir og væri með öllu ómögulegt að mæta fyrr en í byrjun apríl. Og annríkt áttu þeir vissulega. Þeir hafa hvorki spar- að fé né fyrirhöfn í sundrungarstarfi sínu hérna megin hafsins, en þeir hafa heldur ekki legiö á liði sínu í því að sundra verkalýössamtökum SuÖur-Ameríku. Og nú stóð svo á, að þeir voru að undirbúa klofningsráðstefnu í Lima í Perú, sem ætlað er það hlutverk að kljúfa verkalýðssamband Suður-Ameríku (C. T. A. L.), því það er eitt af öruggustu samböndum innan Alþjóða- sambandsins. Af þessum sökum mundu boðendur Lund- únaráöstefnunnar helzt hafa kosið að fresta henni svo að A. F. L. gæti tekið þátt í henni, en hér var ekki hægt um vik. Höfuðröksemd þeirra hafði verið sú, að máliÖ væri svo aðkallandi að umræður um það gætu ekki beðiÖ eftir fundi framkvæmdaráðsins svo þeim var (---------------------------------------------------\ E L í A S M A R : LJÓÐ Þið hafið aldrei litið sólina saman þú og bróðir þitin í Kína. A meðan þú blundar á kodda, grefur hann sig í löss, atar hann sig í leir, stritar hann sig í hel, því þar er glóandi dagur á meðan hér er svalandi nótt. \.... ..........................................., nauðugur einn kostur að halda ráöstefnuna án þátt- töku síns andlega leiðtoga, dollarsins. Ráöstefnan var því haldin á tilsettum tíma, en um þátttöku er mér ekki fullkunnugt nema að verkalýös- samband Frakklands, Italíu, annað Hollenska samband- ið (N. U. T. C.) og Alþýöusamband íslands, tóku ekki þátt í henni. Hljótt hefur veriö um gerðir ráðstefnimn- ar og engar tilkynningar frá henni borizt í fréttum. Á fundi framkvæmdaráösins í apríl verður endur- reisn Evrópulandanna aðalmálið. Þar mun einnig verða rætt um frumhlaup sambandanna er stóðu að þessari ráöstefnu, því hér var vissulega um frumhlaup að ræða, að láta erindreka svartasta afturhaldsins ginna sig til aðgeröa er gátu verið hættulegar einingu verkalýðs- samtakanna og miðuöu beinlínis að því að sundra Al- þjóðasambandinu, sterkasta vígi verkalýðsins. Ég er ekki í neinum vafa um það, að meginþorri allra meðlima Alþýðusambands íslands er fyllilega sammála þeirri ákvörðun miöstjórnar þess, að eiga engan þátt í þessari ráðstefnu eins og til hennar var stofnað, og láta ekki gambur né hótanir leigurritara borgarablaðanna koma sér til að fremja skemmdar- verk gegn einingu verkalýðssamtakanna. En hitt er of- ur skiljanlegt að erindrekar stríðsæsingamannanna og yfirgangsstefnu dollaravaldsins fyllist heift þegar þeir sjá að íslenzk verkalýðssamtök vilja ekki vera aöilar að fjörráðum við AlþjóöasambandiÖ, öruggasta vígi friðar og frelsis í heiminum. VINNAN 91

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.