Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 34
NIKULÁS ALBERTSSON: Verkamannafélag Vopnafjarðar 25 ára Verkamannaíélag Vopnafjarðar mintist 25 ára starfs- afmælis síns með fjölsóttri samkomu sunnudaginn 23. febr. 1947. Voru þar ýmis skemmtiatriði sem ekki verða rakin nánar hér. Fyrstu drög að stofnun félagsins voru þau að rétt eftir miðjan janúar 1922 kom eitt af skipum Eimskipa- félags Islands hingað til Vopnafjarðar með vörur frá útlöndum, eins og tíðkaðist í þá daga. Var strax byrj- að að afgreiða skipið þótt veður væri slæmt og enginn vélbátur væri til að draga uppskipunarbáta milli skips og lands. Uppi voru ýmsar raddir um að fróðlegt væri nú að vita hvað maður fengi um tímann fyrir svona vinnu. Tókum við Davíð Olafsson að okkur að spyrja verk- stjórann um þetta. Fengum við fá svör og óákveðin og lét verkstjórinn jafnvel í veðri vaka að okkur varðaði lítið um kaupið. Lét verkstjórinn okkur skilja á sér, að við myndum verða útilokaðir frá ísvinnu, sem átti að hefjast á næstunni, fyrir þessa afskiptasemi og forvitni. Þá fengum við og að heyra, að við skulduðum jafnan verzluninni og ættum því að hafa hægt um okkur. Þegar uppskipuninni var lokið ræddum við nokkrir saman um það, að þörf væri nú á því að láta verða af stofnun verkamannafélags. Var Davíð Ölafssyni og þeim, sem þessar línur ritar, falið að ganga á milli þeirra sem helzt var treyst til þátttöku. Varð ofan á að koma saman til fundar næsta sunnudag, 22. jan. Sunnudaginn 22. jan. var stofnfundur Verkamanna- félags Vopnafjarðar svo haldirm í Skuld, litlu húsi sem ég hafði til umráða. Við urðum að sætta okkur við þröng húsakynni, Þar voru aðeins tvö lítil herbergi og var annað þeirra eldhús. En þetta varð að nægja. A stofnfundinum voru málin rædd frá ýmsum hliðum og nokkrar samþykktir gerðar. Var árgjaldið ákveðið 6 krónur og inntökugjald 2 krónur. I fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Jón Sigurjónsson á Hólmum, ritari Valdimar Stefánsson á Hólmum, og gjaldkeri Sigurður Vilhelm Benjamínsson á Sigurðarstöðum. Næsta sunnudag, 29. jan., var haldinn einskonar framhaldsstofnfundur. Gengu þá flestir í félagið, sem rétt höfðu til þess, og ekki höfðu mætt á fyrri stofn- Pétur Nikulásson, núverandi formaður Verka- mannafélags Vopnafjarðar. fundinum.. Voru á þessum fundi samþykkt lög fyrir félagið og ákveðinn kauptaxti þess. Var stjórninni falið að semja um hann við atvinnurekendur. Skyldi kaupið vera kr. 0,65 á klst. Var ákveðið að fara fram á að hehningur þess skyldi greiddur í vöruúttekt, einn fjórði í peningum, en einn fjórði skyldi ganga upp í gömul viðskipti við verzlunina. Vinnuveitandanum þótti einkennilegt skilyrðið um peningaútborgun, þar sem hann hefði nógar vörur. Einnig þótti honum kaupið of hátt. Vildi aðeins borga 60 aura um klst. Við bentum atvinnurekandanum þá á, að rúgmjöls- tunnan væri seld á 54 kr. hjá kaupfélaginu en hjá hon- um á 69 kr. Bauðst hann þá til að lækka rúgmjöls- verðið og taldi okkur þá enga peningagreiðslu þurfa. Myndi hann þá ekki láta standa á þeirn fimm aurum sem um var þráttað. Því tilboði neituðum við og varð ekki af sanmingum í það skipti. Þremur dögum síðar vorum við kallaðir á fund at- vinnurekandans og voru sanmingar undirritaðir um 65 aura tímakaup. Rúgmjölsverðið var lækkað í kaupfé- lagsverð. Hvað vannst að auki við stofnun verkamannafélags- ins? Verkamenn fengu í fyrsta sinni ákvörðunarrétt um kaup sitt. Verkamenn fengu ráðstöfunarrétt á kaupi sínu, en það var óþekkt fyrirbrigði áður en félagið var stofnað. Aður hafði tíðkast að ganga í reikniftga verkamanna 92 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.