Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 35

Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 35
Sigurður V. Benjamínsson, stofnandi félagsins og fyrsti gjaldkeri þess. Sveinn Sveinsson, sofnandi og formaður félagsins í 9 ár. Nikulás Albertsson, stofnandi og lengi í stjórn félagsins. og færa út úr þeim það sem viðkomandi skuldaði, án þess að minnast á það við hann. Þetta er nú orðið óþekkt fyrirbrigði og mátti vissulega hverfa. Þá tókst með stofnun félagsins að glæða skilning fjöldans á mætti félagslegra átaka. Verkamannafélagið hafði snemma forgöngu um aukna tún- og garðrækt. Beitti Stefán Valdimarsson sér einkum fyrir því í félaginu. Vörðu margir félags- menn tíma sínum til þessa, þegar enga aðra vinnu var að fá, og gátu þannig drýgt tekjur sínar með því að hafa kú og nokkrar kindur. Veitti ekki af því þá, því fátækt var mikil og almenn. — Nú er þetta sem betur fer breytt. Flestir hafa nægilegt að borða og fata- og húsakostur hefur tekið miklum breytingum til bóta. I þessu eiga samtök okkar sinn stóra þátt. Eg minnist þess að einu sinni kom til vinnustöðvv unar. Hún stóð aðeins í rúman klukkutíma. Skip lá hér á höfninni og þurfti að fá afgreiðslu. En atvinnurek- andinn vildi þá ekki samþykkja kauptaxtann okkar. Sá, sem hafði afgreiðsluna á hendi bauðst til þess að skrifa undir samninginn daginn eftir og skipaði okkur að hefja vinnu. Við neituðum því. Var ekki byrjað á uppskipun fyrr en fyrsti stýrimaður kom í land. Bauðst hann til að sjá um að við fengjum okkar til- skylda kaup greitt. Við vorum eigi að síður óhaggan- legir. Lét þá afgreiðslumaðurinn til leiðast að skrifa undir samninginn og vinna hófst samstundis. Þannig lauk okkar eina verkfalli. Einhverju sinni kom það líka fyrir, að kaupfélags- stjórnin auglýsti þann taxta, er hún vildi greiða verka- mönnum fyrir sláturvinnustörf. Var ekkert um þetta talað áður við verkamannafélagið. Þá var Kristján Höskuldsson formaður félagsins. Kallaði hann saman félagsfund og var þar samþykkt að líta ekki við þessu kaupi, sem var 10 aurum lægra á klst. en kauptaxti fé- lagsins. Formaður bar síðan upp tillögu þess efnis, að sláturstörf skyldu heyra undir kauptaxta félagsins, og var hún samþykkt. Var síðan skrifaður upp taxti félagsins og jafnframt eins konar mótmæli gegn kaupfélagsplagginu. Festi for- maðurinn það sjálfur upp á sama símastaurinn og plagg kaupfélagsins var á, — og utan yfir það sem fyrir var. Er víst að fáar eða engar „utanyfirflíkur“ hafa enzt á við þessa „Tjúguúlpu“, er Kristján festi þarna á staur- Jón Gíslason, stjórnarmeðlimur um tíma. Thorvald W. Ólajsson, gjaldkeri félagsins í 15 ár. Ragnar Sigurðsson, ntari í mörg ár. VINNAN 93

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.