Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 37

Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 37
heitir Reykholt. Frá aðalgötunni liggur þvergata upp með austurstafni þess. Eldhússglugginn snýr í norSur — fram undan fjörSurinn. HúsmóSirin — Hervör Eiríksdóttir — stendur viS eldhússgluggann og starir út í þokuna, þögul og þung- búin. Hún nagar í ákafa nöglina á þumalfingri hægri handar. — ÞaS er barnsvani hennar. Hervör Eiríksdóttir er tæplega meSalkona á hæS, en hnarreist og fönguleg. HáriS er dökkt og ekki þykkt, liSaS aS framan og í vöngum. EnniS er hátt og hvelft brúnirnar þungar, augun blá og snpr, stundum rann- sakandi, stundum eins og þau skjóti gneistum. NefiS er beint og miSlungi stórt, og út frá hvelfdum nasa- vængjunum mótar fyrir mjúkum skuggalínum, sem liggja í boga niSur undir munnvikin. Hvylftin í efri vörinni er dýpri og skyggSari en almennt gerist, munn- urinn nettur, varirnar þunnar, hakan stutt meS skarSi í miSju. Svipurinn er hreinn og gáfulegur, mildur, en þó búinn þeirri einbeitni eSa öruggu sjálfsvissu, sem einkennir heiSarlegt og stéttvíst alþýSufólk meS óbælda sjálfsvirSingu. Þetta er ung kona, tæplega þrítug, en þó fjögurra barna móSir og flestum konum jafngömlum auSugri aS lífsreynslu og mannviti. Hún er kornin á fætur fyrir stundu og hefur klæSzt einföldum en smekklegum kjól, aSskornum, úr ullar- efni meS langröndum, gráum og ljósgrænum, og fariS á danska skó, brúna, reimaSa og meS beinhnúSum á reimaendunum. Hún fer sjaldan í þessi föt nema á sunnudögum. En þennan dag er von á „gestum“, og sjálfsvirSing hennar og stolt höfSu kennt henni, aS meSan menn ættu þess kost, ættu þeir aS klæSast slíkum flíkum, aS þeir gætu kiimroSalaust komiS til dyra, hver sem á þær kynni aS drepa. NeSar og hinum megin viS sömu götu og Reykholt stendur grá timburkirkja á hlöSnum steingrunni. Lág- ur rimlaturn hefst upp af vesturstafninum og endar í trékrossi. Þetta er fríkirkja þorpsins. Skammt frá austurstafni kirkjunnar stendur hús frí- kirkjuprestsins, alltaf nefnt hinu sjálfgefna nafni: PrestshúsiS. Ljós reyksúla liSast upp úr skorsteini Prestshússins, en hverfur brátt í þykka og loSna þok- una. Kona fríkirkjuprestsins — Þórunn prests er hún ávallt nefnd — kemur út á hlaSiS meS pjáturbauk í hendi. Nokkrar hænur þyrpast utan um hana meS slíkum hamagangi, aS fjaSrirnar þyrlast af þeim. Þær samkyrja sitt hreimfagra gagg út í hljóSan morguninn, en á eftir þeim vappar stélprúSur haninn meS virSu- leik franskrar hefSarmeyjar í látæSi öllu. Prestskonan — ekki prestsfrúin — kastar kartöfluskralli og brauS- mylsnu fyrir hænsnin, dregur djúpt aS sér hreint morg- unloftiS, strýkur meS lófanum niSur eftir svuntunni sinni og hverfur síSan inn aftur. Litlu síSar snarast dökkklæddur karlmaSur fyrir kirkjuhorniS. Hann er hár og herSibreiSur, frakkalaus og berhöfSaSur, mikilúSlegur ásýndum, næstum ferleg- ur, er hann sveiflar löngurn handleggjunum og kafar sig gegnurn þokuna upp veginn, hallandi lítiS eitt á. ÚSinn úi' þokunni sezt sem hrím á hár hans og yfirvarar- skeggiS. Þetta er fríkirkjujresturinn — GuSlaugur Ás- grímsson. , Presturinn gengur upp tröppurnar í Reykholti og drepur síSan létt á eldhússdyrnar. — Kom inn, svarar húsfreyjan lágt, og þaS er ekki laust viS, aS nokkurs beygs kenni í röddinni. Raunar var GuSlaugur Ásgrímsson tíSur gestur á heimilinu. En húsbóndinn, Sigmundur Karlsson skipstjóri, hafSi gert ráS fyrir aS koma um nóttina, en var enn ókom- inn. — Alltaf gat eitthvaS komiS fyrir á sjó. Presturinn stígur inn og leggur hurSina aftur aS stöfum. — GóSan daginn, segir hann. Röddin er djúp og viSfelldin. — GóSan daginn, svarar hún hreimlaust og án þess aS líta viS. Presturinn gengur aS eldhúsbekknum og spýtir í vaskinn. SíSan skrúfar hann frá krananum og tekur aS fitla viS stöngina af miklum ákafa og beina bununni fram og aftur um allan vaskinn. Hann eykur straum- inn, og vatniS ýrist út um bekkinn, gólfiS og framan í hann sjálfan. Margt í háttum þessa stóra karlmennis minnir á lát- æSi barnsins, enda er hann oft af sóknarbörnum sínum nefndur „risinn meS barnshjartaS“. Einkum er þessi vatnsleikur árátta á honum. Hann gat staSiS langtímum saman og staraS á vatnsbogann fossa úr krananum. Hann var þá oft sem leiSslu bundinn, svaraSi vart, þótt á hann væri yrt, en talaSi nánast eins og viS sjálfan sig, og þaS var sem rödd hans bærist einhvers staSar utan úr víSáttunni: — Vatn! HvaS er jafnhreint og fagurt sem vatn! HvaS væri jarSlífiS, maSurinn og menning hans án þess! Allt væri duft þann dag, sem vatniS þyrri. Höf og ár tengja álfur og lönd, en skilja þau ekki eins og fávísir menn segja. I fossunum okkar og íslenzku hverunum blundar afl, sem veitt gæti birtu, yl og hagsæld inn á hvert íslenzkt heimili, gert ísland aS Krít, Eyjar aS Kaprí. Tign og ægileiki æSandi hranna, fegurS blárra fjalla- vatna, hjal lognöldunnar, hrynjandi fossanna, léttur hlátur læksins eru af hinu eilífa. Já vissulega svífur andi guSs einmitt yfir vötnunum. Presturinn lítur á Hervöru og ætlar aS segja eitthvaS, en vefst tunga um tönn. Hún er svo þungbúin, lítur ekki á hann, segir ekki neitt, kveikir ekki undir katlinum, VINNAN 95

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.