Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Side 3

Vinnan - 01.12.1976, Side 3
Baráttan heldur áfram Alþýðusamband íslands var stofnað 12. mars 1916. Á þeirri tíð voru mikil umbrot, ekki aðeins í skotgröfum heimsstríðsins, heldur og í hinni afskekktu byggð, Islandi. Sigur var á næstu grös- um í sjálfstæðisbaráttunni og stjómmáhn beindust á nýjar braut- ir. Hin nýja stétt, verkalýðurinn, var að vakna til vitundar um rétt sinn og styrk og stofnaði með sér samtök. Sá félagsskapur skyldi umskapa Island. Þótt vopnabúnaður væri enginn utan hugsjón og sigurvilji var til orrustu blásið. Færa skyldi verkalýðnum frelsi, skapa honum jöfnuð og félagslegt öryggi og flytja yfirráð þjóðfé- lagsins í hendur alþýðunnar. Af þessari baráttu er mikil saga. I 60 ára afmælisriti Vinnunnar er nú reynt að rekja þá sögu að nokkru. Bent er á helstu baráttumál samtakanna og fjallað er sér- staklega um.tvö félagsleg umbótamál, tryggingar og húsnæðismál. Miðað er við að þessi sögulega upprifjun geti komið að gagni í fræðslustarfi verkalýðshreyfingarinnar. Á sextíu árum hefur verkalýðshreyfingunni tekist að umskapa lífskjör alþýðunnar. Eymdin og örbyrgðin eru úr sögunni. Samt eru gömlu baráttumálin enn í fullu gildi. Sigur í félagslegri umbóta- baráttu verður ekki unninn í eitt skipti fyrir öll. Aldraðir og öryrkj- ar fá enn naumt skammtað og hljóta nær enga félagslega umönn- im. Vinnuþrælkunin hefur tekið á sig nýja mynd. Þrátt fyrir lög- boðna 40 stunda vinnuviku hfir verkafólk ekki nema með tvö- földu vinnuálagi. Enn ríkir hróplegt misrétti á íslandi. Auðstéttin hefur enn tögl og hagldir í íslensku efnahags- og stjómmálalífi. Hún vegur mál á vogarskál gróðans, einnig hersetu og erlenda íhlutun á íslandi. Alþýðusamtökin eru eina hindrunin í vegi auð- magnsins. Því er nú sem fyrr vegið að þeim og reynt að skerða verkfallsréttinn. Á þessu afmælisári Alþýðusambandsins er 33. þing þess haldið. Þingið sitja 380 fulltrúar með umboð 47 þúsund félagsmanna. Það hefur kostað mikil átök að byggja þessi samtök upp. I þeim býr mikið afl. Frumherjar verkalýðsfélaganna á Islandi höfðu ekki slík vopn að vega með. Sarnt gengu þeir gunnreifir til leiks. Nú sem fyrr ríður á að verkalýðurinn efh samtök sín, sjálft Al- þýðusambandið með þróttmiklu starfi í verkalýðsfélögunum. Mark- miðið er enn hið sama, jöfnuður og alþýðuvöld. Baráttan heldur áfram. vínnan Tímarit Alþýöusambands Islands og Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Ábyrgðarmaður: Bjöm Jónsson. Ritstjóri: Baldur Óskarsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Laugavegi 18. VI hæð, sími 17120. EFNISYFIRLIT: 2 Ávarp Björns Jónssonar, forseta ASÍ. 3 Forystugrein. 4 Ólafur R. Einarsson: „Eindregin félagsskapur“ gjörbreytir íslensku þjóðlífi. 24 Verkalýðshreyfingin og bókmenntirnar. — Safn tilvitnana. 26 Sigurður E. Guðmundsson: Verkamannabústaðirnir, verkalýðs- hreyfingin og húsnæðismálin. 32 Guðrún Helgadóttir og Þorgerður Benediktsdóttir: Brot úr sögu almannatrygginga. 40 íslensk verkalýðshreyfing 1920—1930. — Þættir úr riti eftir Svan Kristjánsson. 41 Viðtal við Jón Sigurðsson. 46 Viðtöl við þrjá starfsmenn ASÍ. 52 Verkalýðshreyfingin og bókmenntimar. — Safn tilvitnana. Forsíðumynd: Fátæktin, listaverk eftir Jón Engilberts. Umbrot: Grafik og hönnun. Setning: Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Prentun: Grafik h.f. VINNAN 3

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.