Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 4
„Eindreginn félagsskapur gjörbreytir íslensku þjóðlífi. Skömmu áður en Alþýðusamband Islands varð 60 ára í vor sýndu verka- lýðssamtökin gildi samtakamáttarins. I viðfeðmasta verkfalli í sögu ís- lenskrar verkalýðshreyfingar kom glöggt fram hvers verkalýðssamtökin eru megnug, hvernig hægt er að mæta kjaraskerðingarstefnu með samstilltu átaki. Alþýðusambandið sem hefur um 47 þúsund félagsmenn í 225 félögum hefur í sex áratuga baráttu knúð fram gjörbreytt lífsskilyrði og þvingað stjórnvöld til að taka á fjölmörgum fé- lagslegum málefnum. Þegar skoðuð er staða og þróun verkalýðssamtakanna á Islandi í dag, þá er gildi samtakanna og samtakamátturinn lykilorðin til skilnings á áhrifum verkalýðs- stéttarinnar á íslenska þjóðfélags- þróun á 20. öld. Einn brautryðjandi íslenskra verkalýðssamtaka orðaði það svo í grein fyrir 65 árum: „Því hvað eru félögin annað en neyðaróp gáfaðrar en þjáðrar alþýðu, . . . yfir- lýsing um að nú vilji hún hjálpa sér sjálf og skeyti engu um bölbænir og spott þeirra sem byggja upphefð sína á niðurlægingu hennar?‘“) Frá því þessi orð voru skráð hefur verka- lýðshreyfingin „hjáipað sér sjálf“ að bæta lífskjörin með samtakamættinum og ekki hirt um „bölbænir og spott“ sem nóg hefur verið af! Hvernig var ástandið þegar engin verkalýðsfélög voru til? Eftirfarandi lýsingu er að finna frá síðasta fjórðungi 19. aldar er fram- leiðsluhættir auðvaldsskipulagsins voru að nema hér land við sjávarsíð- una: „I Reykjavík og öðrum verslunar- stöðum var sú óregla á vinnunni um 1889-90, að daglaunamenn hjá kaup- mönnum höfðu óreglulegan vinnutíma, urðu stundum að vinna frá því snemma á morgnana til kl. 9-10 á kvöldin og þar við bættist að þeir höfðu engan á- kveðinn tíma til að neyta matar, held- ur urðu að stelast til að rifa í sig mat- inn undir pakkhúsveggjunum og á bryggjunum, eins og hungraðar skepn- ur eða siðlausir mansmenn. Daglaun- in voru þá (1889) vanalega 2 krónur og 50 aurar fyrir karlmenn og 1 kr. 50 aur. fyrir kvenmenn, og þær fengu ekki meira kaup, þó þær ynnu sama verk og karlmaður, t.d. bæri á bör- um móti karlmanni allan daginn. Þessi daglaun voru hjá kaupmönnum jöfn, hvað langt sem dagsverkið var; þó var þá farin að tiðkast tímaborgun dag- launamanna hjá embættismönnum og öðrum borgurum bæjarins. Kaupið fengu verkmenn kaupmanna ekki borg- að út í peningum, þó það væri talið eftir peningareikningi, heldur urðu að taka það út í vörum með hærra verði en peningaverði. Flestir þessir verkmenn voru mjög háðir kaupmönnum vegna skulda.“2) Þessi lýsing á lífi daglaunamanna í Reykjavík gefur all glögga mynd af réttindaleysi vinnulýðsins um þetta leyti, þegar höfuðstaðurinn taldi rúm- lega fimm þúsund íbúa og stéttafélög höfðu ekki fest rætur. Kaupmanna- stéttin var þá að hasla sér völl og byrjuð að festa fé sitt í þilskipum en sú útgerð varð fyrsti vísir að stórat- vinnurekstri á Islandi. Það er á þess- um tíma er blautfiskverkun kaup- manna var helsta arðránsleið hinnar nýju valdastéttar, sem skáldið Gestur Pálsson gefur raunsanna mynd af í smásögunni „Blautfiskverslun og bróð- urkærleikur“. En hverjir stóðu verst að vígi í þess- um bæ, þar sem hin vinnandi stétt var samtakalaus: „Kvenfólkið, sem þið sjáið þama á eyrinni með kolin, saltfiskuin og syk- urkassana, það er kvenfólk bænda og tómthúsmanna, áburðarkvenfólk höf- uðstaðarins — allra þarfasta þjóð, sem aldrei gerir „skrúfur“ og ekki upplýk- ur sínum munni, þótt það vinni eins og karlar og taki aðeins hálf laun við þá . . . og vatnskerlingarnar héma, það em (með respekt að segja) leif- arnar af stúlkunum á eyrinni, það er að segja þær af þeim, sem orðnar em félausar ekkjur og hafa elst og orðið útslitnar án þess að eignast nokkra f jár- muni eða nokkurt athvarf í ellinni nema bæinn og vatnspóstana. Hið sanna er, að versta æfi í þessum höf- uðstað voram eiga gamlir, þægir úti- gangshestar og þamæst gamalt heilsu- laust kvenfólk, sem félaust og mun- aðarlaust er að reyna að hafa ofan af fyrir sér.“3) Þessi lýsing á lifi verkakvenna í Reykjavík er færð í letur aldarfjórð- ungi áður en verkakonur mynda fyrsta verkakvennafélagið. Um það leyti er Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað árið 1906 vom vinnuskilyrðin þannig „að allt var borið af bryggj- unum upp í pakkhús. Þegar þangað var komið vom handleggimir bilaðir. Það var Ijótt að detta á hausinn með saltpoka! Konur unnu jafnt og kari- ar í timbri og kolum. Sumar vom komnar á steypirinn. Það var Ijótt. Við höfðum aldrei fri á sunnudögum. Það var enginn matartími . . . menn vom að skjótast til að borða einhversstaðar undir báti eða húsvegg.“‘) Þannig far- ast einum stofnanda Dagsbrúnar orð er hann lýsir aðbúnaðinum í byrjun þessarar aldar. Það er erfitt fyrir okkur sem aðeins höfum kynnst afmörkuðum ' vinnu- tíma, samningsbundnum matar- og kaffitímum, eftirvinnuálagi, orlofi o.s.- frv. að gera okkur grein fyrir þeim lifsskilyrðum sem lýst er með samlík- ingum við „hungraðar skepnur" og 4 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.