Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 5

Vinnan - 01.12.1976, Page 5
Fiskaðgerð í Kcflavik árið 1912. „þæga útigangshesta“. Þannig lýsingar varpa ljósi á þá neyð er knýr menn inn á samtakabrautina. „Neyðin lemur þá með svipum inn í samtökin“5) Þannig kemst skáldið Þorsteinn Er- lingsson að orði er hann reynir að gera sér grein fyrir því árið 1906, hvort langt sé þess að bíða að menn hafí vit á því að halda inn á samtaka- brautina að fúsum vilja. Segja má að versnandi kjör sívaxandi fjölda verkafólks í þéttbýli í fyrri heimsstyrj- öldinni hafi fyrst ahnennt knúið launa- fólk inn á samtakabrautina, en áður er rétt að gefa gaum að fálmkenndum tilraunum verkafólks til að stofna fé- lög. Þrjár meginstarfsgreinar verkalýðs- ins, sjómenn, verkamenn og iðnaðar- menn höfðu þegar fyrir aldamót stig- ið fyrstu sporin á samtakabrautinni. Þjóðfélagsaðstæður, fjöldi verkafólks í hverju plássi og atvinnugreinum var það mikill að myndun samtaka var möguleg. Þannig ríða prentarar á vað- ið þegar árið 1887 og aftur 1897. Há- setar við Faxaflóa mynda Bárufélög- in 1894—1910. Verkamenn á Akur- eyri og Seyðisfirði stofna skammlíf samtök fyrir aldamót og endurreisa þau á fyrsta áratug 20. aldarinnar. Um 1906— 07 eru verkamannafélög einnig starfandi í Hafnarfirði, Isafirði, Sauð- árkrók og í Reykjavík þar sem Verka- mannafélagið Dagsbrún hafði verið stofnað 1906. Verkamannasamband Is- lands — heildarsamband íslenskra verkalýðsfélaga starfaði á árunum 1907— 10. En ekki er hægt að segja að samfelld fagleg barátta hafi verið hér á landi fyrr en frá árinu 1913.®) Um það leyti eru að mótast ný við- horf og nýjar aðstæður er daglauna- menn verða að mæta, ekki sundraðir, dragandi skóinn niður af hvor öðrum, heldur sameinaðir í samtökum. Tog- araútgerð frá útgerðarbæjunum Reykjavík og Hafnarfirði er hafin fyrir alvöru, slíkur stóratvinnurekstur þarfnast aukinnar þjónustu í landi og betri hafnarskilyrða. Árið 1913 er haf- ist handa við hafnargerð í Reykjavík og kemur þar til meiriháttar stétta- átaka. Flokkakerfið sem byggðist á afstöðu manna til sjálfstæðisbaráttunn- ar við dani og ágreiningi um „fyrir- vara“ og „stöðu“ landsins í Dana- veldi, alt þetta var að bresta og stétta- baráttan að setja meiri svip á stjóm- málaátökin. Með heimsstyrjöldinni fyrri hefja verkamenn viðureignina við verðbólguna, þann vanda er átti eftir að verða sérgrein faghreyfingar- innar að glíma við. Styrjaldarárin fólu í sér 280% verðbólgu. Þegar svo er verður kaupgjaldsbaráttan ekki háð VINNAN 5

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.