Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 5

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 5
Fiskaðgerð í Kcflavik árið 1912. „þæga útigangshesta“. Þannig lýsingar varpa ljósi á þá neyð er knýr menn inn á samtakabrautina. „Neyðin lemur þá með svipum inn í samtökin“5) Þannig kemst skáldið Þorsteinn Er- lingsson að orði er hann reynir að gera sér grein fyrir því árið 1906, hvort langt sé þess að bíða að menn hafí vit á því að halda inn á samtaka- brautina að fúsum vilja. Segja má að versnandi kjör sívaxandi fjölda verkafólks í þéttbýli í fyrri heimsstyrj- öldinni hafi fyrst ahnennt knúið launa- fólk inn á samtakabrautina, en áður er rétt að gefa gaum að fálmkenndum tilraunum verkafólks til að stofna fé- lög. Þrjár meginstarfsgreinar verkalýðs- ins, sjómenn, verkamenn og iðnaðar- menn höfðu þegar fyrir aldamót stig- ið fyrstu sporin á samtakabrautinni. Þjóðfélagsaðstæður, fjöldi verkafólks í hverju plássi og atvinnugreinum var það mikill að myndun samtaka var möguleg. Þannig ríða prentarar á vað- ið þegar árið 1887 og aftur 1897. Há- setar við Faxaflóa mynda Bárufélög- in 1894—1910. Verkamenn á Akur- eyri og Seyðisfirði stofna skammlíf samtök fyrir aldamót og endurreisa þau á fyrsta áratug 20. aldarinnar. Um 1906— 07 eru verkamannafélög einnig starfandi í Hafnarfirði, Isafirði, Sauð- árkrók og í Reykjavík þar sem Verka- mannafélagið Dagsbrún hafði verið stofnað 1906. Verkamannasamband Is- lands — heildarsamband íslenskra verkalýðsfélaga starfaði á árunum 1907— 10. En ekki er hægt að segja að samfelld fagleg barátta hafi verið hér á landi fyrr en frá árinu 1913.®) Um það leyti eru að mótast ný við- horf og nýjar aðstæður er daglauna- menn verða að mæta, ekki sundraðir, dragandi skóinn niður af hvor öðrum, heldur sameinaðir í samtökum. Tog- araútgerð frá útgerðarbæjunum Reykjavík og Hafnarfirði er hafin fyrir alvöru, slíkur stóratvinnurekstur þarfnast aukinnar þjónustu í landi og betri hafnarskilyrða. Árið 1913 er haf- ist handa við hafnargerð í Reykjavík og kemur þar til meiriháttar stétta- átaka. Flokkakerfið sem byggðist á afstöðu manna til sjálfstæðisbaráttunn- ar við dani og ágreiningi um „fyrir- vara“ og „stöðu“ landsins í Dana- veldi, alt þetta var að bresta og stétta- baráttan að setja meiri svip á stjóm- málaátökin. Með heimsstyrjöldinni fyrri hefja verkamenn viðureignina við verðbólguna, þann vanda er átti eftir að verða sérgrein faghreyfingar- innar að glíma við. Styrjaldarárin fólu í sér 280% verðbólgu. Þegar svo er verður kaupgjaldsbaráttan ekki háð VINNAN 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.