Vinnan - 01.12.1976, Side 9
nesverkfallinu á Akureyri 1930, að
verkamenn í Glerárhverfi skyldu hafa
samkvæmt samningi forgang að vinnu
í verksmiðjunni er deilunni lauik. Svo
virðist sem verkalýðsfélögin leggj
aukna áherslu á þetta atriði er at-
vinnuleysið eykst. Þessi krafa er mjög
sett á oddinn á fjórða áratugnum og
í vinnulöggjöfinni 1938 er gengið
þannig frá málum, að menn höfðu
meiri réttindi til atvinnu ef þeir voru
félagsbundnir. Nú er svo komið að
í reynd er „skylduaðild“ að stéttarfé-
lögum, því standi menn utan þeirra
Þegar baráttusaga íslenskrar verka-
lýðshieyfingar er athuguð kemur
glöggt fram, að íslensik verkalýðsstétt
hefur látið sér fátt mannlegt óvið-
komandi. Ógerningur er í stuttu af-
mælisriti að gera heildarúttekt á beit-
ingu samtakamáttarins í rás sögunnar,
en þarflegt er að rifja upp nokkur
atriði.
Að hindra kauplækkun eða
kjaraskerðingu
Algengast er að verkalýðsfélögin
beiti samtakamættinum í nauðvöm
þegar gerð hefur verið árás á lífskjör
verkalýðsins. Velflest verkföll má
rekja til slíkra orsaka, þ.e, að einstak-
ir atvinnurekendur eða stjórnvöld hafa
gert tilraun til kauplækkunar m.a.
með valdboðnum taxtalækkunum eða
óbeinum kjaraskerðingaraðgerðum t.
d. gengisfellingum, skatta- eða verð-
hækkunum. Sem dæmi um verkföll af
þessu tagi má nefna: Togaraverkfallið
í Reykjavík 1923, Kolaverkfallið í
Vestmannaeyjum 1926, Garnaverkfall-
ið 1930, og í öllum þessum verkföll-
um kom til handalögmála. Hefur ver-
ið á það bent, að slagsmál á þessum
tíma séu tíðari í verkföllum, sem háð
voru vegna tilrauna atvinnurekenda
til að lækka kaupið.n) Það sama varð
uppi á teningnum er bæjarstjóm
Reykjavíkur reyndi að lækka kaupið
í atvinnubótavinnunni 9. nóv. 1932 og
hörðustu stéttaátök á íslandi brutust
út við GóðtemplarahUsið.
Það er hægt að semja langan lista
yfir verkföll vegna kjaraskerðingar,
fara þeir á mis við ýmis mannréttindi
t.d. tryggingar, lífeyrissjóðagreiðslur
o.fl. En rétt er að hafa í huga að á
fyrstu árum verkalýðshreyfingarinnar
gat það haft í för með sér atvinnuof-
sóknir, að ganga í verkalýðsfélag, ekki
hvað síst þar sem ægivald eins eða
fárra atvinnurekenda var mikið í litl-
um plássum.
Fyrrgreind fjögur baráttumál á
fyrstu 20 árum samtakanna tóku mið
af því, að tryggja alþýðusamtökunum
lágmarksstarfsgrundvöll og það tókst.
en þeir sem nú starfa innan verkalýðs-
hreyfingarinnar þekkja vel hvernig s.l.
20—30 ár hefur orðið að beita sam-
takamættinum til að vinna til baka
eitthvað af þeirri kjaraskerðingu sem
fjandsamlegt ríkisvald og atvinnurek-
endur hafa beitt sér fyrir. Nægir í því
sambandi að nefna: Desemberverkfall-
ið 1952, Sex vikna verkfallið 1955,
Verkfalilið gegn viðreisnaraðgerðunum
1961 o.fl. á síðustu 15 árum. Verður
nánar vikið að sumum þessara verk-
falla síðar.
Verkalýðshreyfingin hefur í kaup-
gjaldsbaráttunni orðið að sanna það
gagnvart stéttarandstæðingnum, hvor
sé sterkari þegar til átaka kemur. Það
hefur tekist frá 1942 að ná fram kaup-
gjaldshækkun í kjölfar verkfallsátaka.
Hins vegar hefur atvinnurekendum og
þeim stjórnmálaöflum er styðja þá,
tekist á tiltölulega skömmum tíma að
rýra kaupmáttinn á nýjan leik. En ef
verkalýðshreyfingin sýndi ekki „víg-
tennurnar“ í kaupgjaldsbaráttunni
væri kaupmáttarskerðing hvers ára-
tugs geigvænlegri og stéttarandstæð-
ingurinn myndi leyfa sér meira í sam-
skiptum við verkalýðssamtökin. Því er
varhugavert að vanmeta krónusporin
í þessari kaupgjaldsbaráttu.
Að hindra stofnun
ríkislögreglu
1 harðvítugum verkföllum fyrri ára-
tuga kom oft til átaka eins og áður
hefur verið vikið að. Meðan réttur-
inn til verkfalla og samninga var ekki
viðurkenndur af atvinnurekendum og
Þátttaka öreigalýðsins
i kosningum og þingstörfum.
„Enda þótt jafnaðarmenn séu
þess fullvissir, að þeir nái aldrei
völdunum í þjóðfélaginu með
þingstarfsemi einni saman, dylst
þeim ekki á hinn bóginn, að þátt-
taka í kosningum og þingstarf-
semi er afar-nauðsynlegur liður
í baráttu þeirra við auðvaldið.
Þeir berjast fyrir almennum
kosningarétti fyrir þá sök, að
hann er mælikvarði á þroska
verkalýðsins, en ekki af því, að
þeir álíti hann neitt allsherjar-
hjálparmeðal, sem fái verkalýðn-
um völdin í hendumar. En til
þess, að almennur kosningarétt-
ur sé réttur mælikvarði á þroska
verkalýðsins, verður að fara
réttilega með hann, þ.e. bjóða
fram þá eina menn, sem ekki
aðeins í orði, heldur einnig í
verki eru erkifjendur auðvalds-
skipulagsins. Það dugar ekki að
hugsa um að fiska sem flest at-
kvæði án tillits til þess, frá hverj-
um þau koma. Það, sem máli
skiptir, er þroski verkalýðsins, og
hann sést ekki með því að bjóða
fram menn, sem svo og svo marg-
ir svo kallaðir frjálslyndir smá-
borgarar kjósa.
Starfsemi jafnaðarmanna þeg-
ar á þing er komið er einnig
frá rótum alt á annan veg en
starfsemi þingmanna annara
flokka. Jafnaðarmenn fara ekki
inn á þing til þess að gerast lög-
gjafar, heldur til þess að nota að-
stöðu sína sem þingmenn til þess
að útbreiða jafnaðarstefnuna og
sýna alþýðu manna þingið og
þjóðfélagið, eins og það er. Þeir
vita það fyrir fram, að á þingi fá
þeir engum hagsmunamálum
verkalýðsins til leiðar komið
öðrum en þeim, sem eru þannig
vaxin, að það er jafnframt hag-
ur auðvaldsins, að þau nái fram
að ganga (sbr. togaravökulögin,
sem jafnframt því, að þau voru
sjómönnum til mikils hagræðis,
einnig hafa gert útgerðarmönn-
um hið mesta gagn). Að vísu
getur það stundum átt sér stað,
að þingið láti undan siga með
Stiklurum
beitingu samtakamáttarins
VINNAN 9