Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 9

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 9
nesverkfallinu á Akureyri 1930, að verkamenn í Glerárhverfi skyldu hafa samkvæmt samningi forgang að vinnu í verksmiðjunni er deilunni lauik. Svo virðist sem verkalýðsfélögin leggj aukna áherslu á þetta atriði er at- vinnuleysið eykst. Þessi krafa er mjög sett á oddinn á fjórða áratugnum og í vinnulöggjöfinni 1938 er gengið þannig frá málum, að menn höfðu meiri réttindi til atvinnu ef þeir voru félagsbundnir. Nú er svo komið að í reynd er „skylduaðild“ að stéttarfé- lögum, því standi menn utan þeirra Þegar baráttusaga íslenskrar verka- lýðshieyfingar er athuguð kemur glöggt fram, að íslensik verkalýðsstétt hefur látið sér fátt mannlegt óvið- komandi. Ógerningur er í stuttu af- mælisriti að gera heildarúttekt á beit- ingu samtakamáttarins í rás sögunnar, en þarflegt er að rifja upp nokkur atriði. Að hindra kauplækkun eða kjaraskerðingu Algengast er að verkalýðsfélögin beiti samtakamættinum í nauðvöm þegar gerð hefur verið árás á lífskjör verkalýðsins. Velflest verkföll má rekja til slíkra orsaka, þ.e, að einstak- ir atvinnurekendur eða stjórnvöld hafa gert tilraun til kauplækkunar m.a. með valdboðnum taxtalækkunum eða óbeinum kjaraskerðingaraðgerðum t. d. gengisfellingum, skatta- eða verð- hækkunum. Sem dæmi um verkföll af þessu tagi má nefna: Togaraverkfallið í Reykjavík 1923, Kolaverkfallið í Vestmannaeyjum 1926, Garnaverkfall- ið 1930, og í öllum þessum verkföll- um kom til handalögmála. Hefur ver- ið á það bent, að slagsmál á þessum tíma séu tíðari í verkföllum, sem háð voru vegna tilrauna atvinnurekenda til að lækka kaupið.n) Það sama varð uppi á teningnum er bæjarstjóm Reykjavíkur reyndi að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni 9. nóv. 1932 og hörðustu stéttaátök á íslandi brutust út við GóðtemplarahUsið. Það er hægt að semja langan lista yfir verkföll vegna kjaraskerðingar, fara þeir á mis við ýmis mannréttindi t.d. tryggingar, lífeyrissjóðagreiðslur o.fl. En rétt er að hafa í huga að á fyrstu árum verkalýðshreyfingarinnar gat það haft í för með sér atvinnuof- sóknir, að ganga í verkalýðsfélag, ekki hvað síst þar sem ægivald eins eða fárra atvinnurekenda var mikið í litl- um plássum. Fyrrgreind fjögur baráttumál á fyrstu 20 árum samtakanna tóku mið af því, að tryggja alþýðusamtökunum lágmarksstarfsgrundvöll og það tókst. en þeir sem nú starfa innan verkalýðs- hreyfingarinnar þekkja vel hvernig s.l. 20—30 ár hefur orðið að beita sam- takamættinum til að vinna til baka eitthvað af þeirri kjaraskerðingu sem fjandsamlegt ríkisvald og atvinnurek- endur hafa beitt sér fyrir. Nægir í því sambandi að nefna: Desemberverkfall- ið 1952, Sex vikna verkfallið 1955, Verkfalilið gegn viðreisnaraðgerðunum 1961 o.fl. á síðustu 15 árum. Verður nánar vikið að sumum þessara verk- falla síðar. Verkalýðshreyfingin hefur í kaup- gjaldsbaráttunni orðið að sanna það gagnvart stéttarandstæðingnum, hvor sé sterkari þegar til átaka kemur. Það hefur tekist frá 1942 að ná fram kaup- gjaldshækkun í kjölfar verkfallsátaka. Hins vegar hefur atvinnurekendum og þeim stjórnmálaöflum er styðja þá, tekist á tiltölulega skömmum tíma að rýra kaupmáttinn á nýjan leik. En ef verkalýðshreyfingin sýndi ekki „víg- tennurnar“ í kaupgjaldsbaráttunni væri kaupmáttarskerðing hvers ára- tugs geigvænlegri og stéttarandstæð- ingurinn myndi leyfa sér meira í sam- skiptum við verkalýðssamtökin. Því er varhugavert að vanmeta krónusporin í þessari kaupgjaldsbaráttu. Að hindra stofnun ríkislögreglu 1 harðvítugum verkföllum fyrri ára- tuga kom oft til átaka eins og áður hefur verið vikið að. Meðan réttur- inn til verkfalla og samninga var ekki viðurkenndur af atvinnurekendum og Þátttaka öreigalýðsins i kosningum og þingstörfum. „Enda þótt jafnaðarmenn séu þess fullvissir, að þeir nái aldrei völdunum í þjóðfélaginu með þingstarfsemi einni saman, dylst þeim ekki á hinn bóginn, að þátt- taka í kosningum og þingstarf- semi er afar-nauðsynlegur liður í baráttu þeirra við auðvaldið. Þeir berjast fyrir almennum kosningarétti fyrir þá sök, að hann er mælikvarði á þroska verkalýðsins, en ekki af því, að þeir álíti hann neitt allsherjar- hjálparmeðal, sem fái verkalýðn- um völdin í hendumar. En til þess, að almennur kosningarétt- ur sé réttur mælikvarði á þroska verkalýðsins, verður að fara réttilega með hann, þ.e. bjóða fram þá eina menn, sem ekki aðeins í orði, heldur einnig í verki eru erkifjendur auðvalds- skipulagsins. Það dugar ekki að hugsa um að fiska sem flest at- kvæði án tillits til þess, frá hverj- um þau koma. Það, sem máli skiptir, er þroski verkalýðsins, og hann sést ekki með því að bjóða fram menn, sem svo og svo marg- ir svo kallaðir frjálslyndir smá- borgarar kjósa. Starfsemi jafnaðarmanna þeg- ar á þing er komið er einnig frá rótum alt á annan veg en starfsemi þingmanna annara flokka. Jafnaðarmenn fara ekki inn á þing til þess að gerast lög- gjafar, heldur til þess að nota að- stöðu sína sem þingmenn til þess að útbreiða jafnaðarstefnuna og sýna alþýðu manna þingið og þjóðfélagið, eins og það er. Þeir vita það fyrir fram, að á þingi fá þeir engum hagsmunamálum verkalýðsins til leiðar komið öðrum en þeim, sem eru þannig vaxin, að það er jafnframt hag- ur auðvaldsins, að þau nái fram að ganga (sbr. togaravökulögin, sem jafnframt því, að þau voru sjómönnum til mikils hagræðis, einnig hafa gert útgerðarmönn- um hið mesta gagn). Að vísu getur það stundum átt sér stað, að þingið láti undan siga með Stiklurum beitingu samtakamáttarins VINNAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.