Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 13
1930, rétt áður en áhrifa kreppunnar
tók að gæta hér fyrir alvöru. Eðvarð
Sigurðsson formaður Dagsbrúnar segir
svo frá í afmælisviðtali á 70 ára af-
mæli félagsins:
„Persónulega er mér minnisstæð
þessi breyting fyrri hluta árs 1930, að
byrja vinnu kl. 7 á morgnana í stað
kl. 6 áður. Ég hafði þá þegar unnið
verkamannavinnu í nokkur ár og er
mér cinkar minnisstætt, hve geysileg
breyting þetta var. Fann ég þá best
að fleira er kjarabót en kauphækkun
ein. Undanfari þessarar vinnutíma-
styttingar var sá, að veturinn 1929-30
hafði mikil næturvinna verið unnin
við höfnina og margir verkamenn
höfðu veikst úr lungnabólgu af vos-
búð og þrældómi. Var þá um svipað
leyti ákveðið að banna næturvinnu
eftir kl. 10 á kvöldin og hefja vinnu
klukkan 7 að morgni í stað klukkan
6.“17
1 þessari frásögn kemur fram, á
hvern hátt Dagsbrúnarmenn fyrir tæp-
lega hálfri öld brugðust við er þeir
sáu á eftir vinnufélögum sínum í gröf-
ina vegna lungnabólgu og þrældóms.
1 dag má spyrja, hvort hinn langi
vinnudagur verkafólks sé ekki frum-
orsök ýmissa sjúkdóma og meinsemda
í íslensku samfélagj. Jafnframt er beint
samband milli vmnuþrælkunar og tak-
markaðs fræðslu- og félagsstarfs
verkalýðsfélaganna. Söguleg reynsla
verkalýðshreyfingarinnar sýnir vel að
það er aðeins með eindregnum félags-
skap og samtakamætti sem sigrar
vinnast í baráttunni fyrir raunveru-
legri styttingu vinnudagsins.
Að hindra sveitaflutninga og
vernda alþýðuheimilin
Áður hefur verið að því vikið að
íslenskur verkalýður þurfti ekki að
heyja baráttu fyrir kosningarétti.
Stjómarskráin 1915 tryggði nær öllum
kosningarétt og frekari jöfnuður náð-
ist við breytingu 1920. En eitt atriði
skorti á. Samkvæmt lögum misstu
menn kosningaréttiim, ef þeir sögðu
sig til sveitar vegna fátæktar. Þetta
ákvæði reyndi harkalega á, þegar
harðnaði á dalnum á kreppuámnum.
Árið 1932 urðu margir verkamenn
að segja sig til sveitar vegna atvinnu-
leysis og misstu þá kosningarétt. En
annað ákvæði reyndist þó sárara fyr-
ir fátæklinga á fslandi, en það var á-
kvæðið um sveitaflutninga. Samkvæmt
lögum gat sveitarfélagið (hreppurinn)
þar sem maður dvaldi skotið sér und-
,an þeim kostnaði er sveitarlimir höfðu
í för með sér og skipað viðkomandi
aðila að fara á sinn fæðingarhrepp.
Þannig var mögulegt að sundra fjöi-
skyldum með valdboði og láta yfir-
völd flytja viðkomandi aðila á sinn
fæðingarhrepp. Þessu fengu fjölmarg-
Gcrðardómslögin 1942
„Ríkisstjóri fslands gerir
kuxmugt: Við s.l. áramót kom
fram ágreiningur milli vinnuveit-
enda og vinnuþega í nokkmm
iðngreinum í Reykjavík út af
kröfum um breytingu á kjara-
samningum, aðallega í þá átt,
að grunnkaup hækki frá því sem
verið hefur. Ef sú stefna yrði
tekin að hækka grunnkaup, yrði
afleiðingin óhjákvæmilega sú,
að dýrtíðin í landinu myndi auk-
ast verulega og telur ríkisstjórn-
in brýna nauðsyn bera til að
koma í veg fyrir það, bæði með
því að takmarka rétt til hækk-
unar á grunnkaupi, svo og með
því að gera víðtækar ráðstafan-
ir til þess að halda verðlagi á
nauðsynjavörum í skefjum. . . .
1. gr. Ríkisstjómin skipar 5
menn í gerðardóm í kaupgjalds-
og verðlagsmálum, og skal einn
þeirra skipaður formaður dóms-
ins. ... 4. gr. Verkföll og verk-
bönn sem gerð eru í því skyni
að fá breytingar á kaupi eða
kjörum em óheimil frá gildis-
töku laga þessara og nær þetta
einnig til verkfalla sem þegar
em hafin“.
„Dagur verkamannsins“
„Dagur verkamannsins — svo
segja blöðin hvert með öðru, að
þessi dagur heiti. Og ekki sýnist
það óréttmætt, að erfiðismaður-
inn eigi sinn sérstaka dag. Það
er ekki ósanngjarnt, að þjóðar-
heildin minnist verkamannsins
sérstaklega á vissum degi, til-
einki honum einn árlegan tylli-
dag. Má ekki segja, að hinn
vinnandi maður til lands og
sjávar gefi oss, sem erfiðum ekki
líkamlega, alla daga ársins?
Hann gefur oss handtök sín, strit
sitt. Hann sáir sveita sínum í
svörð og mold, í möl og grjót
landsins, og vér uppskerum á-
vextina. Hann siglir særokinn
um miðin kringum landið og til
erlendra hafna oss til bjargræð-
is. Upp af erfiði hans sprettur
þjóðarauðurinn, þaðan fljóta
fjármunirnir til styrktar andlegri
VINNAN 13