Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 17

Vinnan - 01.12.1976, Page 17
seta á Alþýðusambandsþingum. Þessi einokun eins flokks á heildarsamtök- um verkalýðsins ýtti undir baráttu fyrir óháðu verkalýðssambandi. Árið 1940 náði sú krafa fram að ganga og aðskilnaður var gerður skipulagslega milh Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins er kom til framkvæmda 1942. Þessi aðskilnaður hefur haft mikil á- hrif á þróun íslenskrar verkalýðshreyf- ingar. Hér mun ekki farið nánar út í það atriði enda þarfnast sú saga ýt- arlegrar rannsóknar. Aftur á móti skal vikið nokkuð að afskiptum verkalýðssamtaka af verka- lýðsflokkunum og samvinnuleysi þeirra. Meðan verkalýðsflokkurinn og verkalýðssambandið var eitt og hið sama þótti eðlilegt að verkalýðsfélög- in stæðu að útgáfustarfsemi hins pólit- íska flokks og styrktu málgögn verka- lýðshreyfingarinnar. Á þessu varð breyting við aðskilnaðinn og faghreyf- ingin tók að gefa út eigin málgögn. En verkalýðssamtökin létu sig nokkru skipta störf verkalýðsflokkanna. Þannig má fixma fjölda samþykkta verkalýðsfélaga á árunum 1936—1938, þar sem skorað er á verkalýðsflokk- ana að standa saman, bjóða sameigin- lega fram og jafnvel reyna að sam- einast. Þetta náði þó ekki fram að ganga, nema að hluta til með stofn- un Sósialistaflokksins haustið 1938. Eftir það bárust menn mjög á bana- spjótum innan verkalýðshreyfingarinn- ar eftir afstöðu til Alþýðuflokksins eða Sósíalistaflokksins. Ámóta sam- þykktir verkalýðssamtaka og meira að segja Alþýðusambandsþings má einnig finna á árunum 1954—56 er al- þýðusamtökin hvöttu til samstarfs vinstri flokkanna. ASl-þing samþykkti samstarfsgrundvöll og skoraði á verka- lýðsflokkana að ganga til samstarfs á grundvelli þess, en hafði ekki árang- ur sem erfiði. Þó er samband milli þessara umsvifa ASl og stofnunar Al- þýðubandalagsins 1956 og myndunar fyrri vinstri stjórnarinnar það sama ár. Þannig hefur Alþýðusambandið og verkalýðsfélögin látið sig miklu skipta Cr Gutenbergprentsmiðju. Úr brauðgerð Hansens. Úr Trésmiðju J. Halldórssonar & Co. málefni verkalýðsflokkanna og haft í frammi pólitísk afskipti af skipulags- málum hins pólitíska arms verkalýðs- hreyfingarinnar. Að vernda samningsréttinn Fyrr í þessari grein var að því vik- ið, hvernig verkalýðssamtökin urðu að berjast fyrir því að fá viðurkenningu á samningsrétti fólaga fyrir félagsmenn sína. En þó samningsréttur fengist og sett væru lög um samninga atvinnu- rekenda og samtaka launafólks, þá voru þau réttindi ekki þar með tryggð um aldur og ævi. Sagan greinir frá all- mörgum tilraunum ríkisvaldsins til að svipta launafólk samningsrétti og heimild til að gera verkfall. Að líkindum eru „gerðardómslögin" frá árinu 1942 alvarlegasta atlaga rík- isvaldsins gegn samtökum launafólks. I ársbyrjun 1942 voru nokkur iðnað- armannafélög í Reykjavík í verkfalli. Þá setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög 8. janúar þar sem hún sagði „brýna nauðsyn bera til að koma í veg fyrir hækkun grunnkaups bæði með því að takmarka rétt til hækkunar grunn- kaups svo og með því að gera viðtæk- ar ráðstafanir til að halda verðlagi á nauðsynjavörum í skefjum“. Sam- kvæmt lögunum skipaði ríkisstjórnin fimm manna gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum og lýsti óheimilt að gera verkföll eða verkbönn í því skyni að fá breytingar á kaupi og kjörum. Hótað var sektum vegna brots á lög- unum og heimilt var að gera sjóði verkalýðsfélaga upptæka. Þessari árás mættu verkalýðsfélögin með því að af- Jýsa formlega verkföllum en beittu í stað þess samtökum á vinnustað til að leggja niður störf. Fékk þessi sam- Staða á vinnustöðunum nafnið „skæru- hemaðurinn“. Snérist verkalýðsbar- áttan fljótt upp í það að vera slagur um „gerðardómslögin“, sem verka- fólki fannst óréttlát þegar atvinnurek- endur rökuðu saman stórgróða og stríðsauðurinn hrannaðist upp hjá þeim. Um sumarið var svo komið að atvinnurekendur voru aldrei vissir um, hvort unnið yrði hjá þeim næsta dag, því verkafólk gat flakkað milli vinnu- staða vegna vinnuaflsskorts. Þannig tókst með skæruhernaðinum að brjóta „gerðardómslögin“ á bak aftur, svo það pappírsgagn var numið úr lögum um sumarið. tækjum: 1. Skip, vélar og efni til skipabygginga o.fl. samt. a.m.k. 200 millj. kr. 2. Vélar og þess háttar til auikningar og endur- bóta á síldarverksmiðjum, hrað- frystihúsum, niðursuðu, svo og til tunnugerðar, skipasmíða o.fl. um 50 millj. kr. 3. Vélar og þess háttar til áburðarverk- smiðju, vinnslu og hagnýtingar landbúnaðarafurða og jarðyrkju- vélar og efni til rafvirkjana o.fl. um 50 millj. kr.“ „Á þessum grundvelli hóf ný- sköpunarstjórnin störf sín og má fullyrða, að þar með hafi í þriðja sinn í sögu Stjómarráðs- ins verið hafin stórkostleg fram- faraátök í atvinnumálum þjóð- arinnar“. Agnar KJ. Jónsson, Stjórnarráð ís- lands bls. 716-717. (Stefnuyfirlýsing nýsköpunarstjómarinnar). Kaupgjald og gengislækkun! Ríkisstjórn Steingríms Stein- þórssonar (Framsóknarfl., Sjálf- stæðisfl.) lagði árið 1950 fram á alþingi frumvarp að lögum um gengisskráningu. Þar stóð: „2. gr. Landsbanka Islands er skylt að taka sérstaklega til at- hugunar gengisskráningu ís- lenskrar krónu, þegar almenn breyting verður á kaupgjaldi, önnur en sú, sem kveðið er á um í þessum lögum“. Þetta orðalag var tekið út við aðra umræðu á alþingi þar eð óviðeigandi þótti að binda þetta í lög þó því væri beitt í reynd t.d. sumarið 1961. „Ránfuglaflokkurinn“ „Sjálfstæðisflokkurinn heitir hann nú, — flokkurinn sem er samansettur af bröskurum, milli- liðum og stórgróðamönnum. Hvar sem er í veröldinni, er fjár- magnið, stórgróðamennimir al- þjóðlegir og föðurlandslausir. Engir menn eru ótryggari sjálf- stæði þjóðar sinnar en þessi manntegund. — Ef meiri pen- ingar bjóðast í einu landi en öðm, svíkja þeir gjarnan land- ið, þar sem þeir dvelja, fyrir hitt, þar sem meira er af fjár- VINNAN 17

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.