Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 18
munum í aðra hönd. Þetta er staðreynd, sem ahtaf er að end- urtaka sig, — og aldrei kem- ur þetta ógeðslega innræti betur í dagsljósið en í styrjöldum. Stór- gróðamennimir framleiða vítis- vélar með miklum gróða, fyrir heri „föðurlandsins“, og með jafnmikilli eða enn meiri ánægju selja þeir óvinum „föðurlands- ins“ vopn fyrir enn hærra verð, til þess að brytja niður sína eig- in samlanda. Stórgróðamennim- ir em ógeðsleg manntegund“. (Tíminn, 30. júní 1946). „Að gera reikningana upp innbyrðis!“ „Heimavarnir geta komið hér að svipuðum notum sem ann- arsstaðar, einkum í kaupstöðum landsins, en er þá ekki skylt að efna til þeirra án undandrátt- ar, þannig að við eigum sjálf- ir fmmkvæðið að slíkum athöfn- um, en þurfum ekki að vera upp á aðrar þjóðir að öllu leyti komnir. . . Við íslendingar eig- um sjálfir að hafa frumkvæðið að öryggisgæslu hér heima fyr- ir og gera upp innbyrðis alla okkar reikninga“. (Bjöm Ólafsson alþm., 12. ágúst 1950). „Rothögg á sjálfsbjargar- viðleitni“ „Það er mér ógeðfeld tilhugs- un að menn, sem ekki geta séð sér og sínum farborða, sakir óreglu, leti og annarar ómennsku, eigi að fara að sjá fyrir og stjóma okkur hinum . . . Ef veittur end- urkræfur sveitarstyrkur hefur ekki réttindamissir í för með sér, mun það verða rothögg á sjálfs- bjargarviðleitni margra og auka sveitarþyngslin að miklum mun, og á það að vera tryggt með stjómarskránni að slíkt komi ekki fyrir, alveg eins og það er tryggt með henni, að þjófar og bófar hafa ekki kosningar- rétt og kjörgengi til Alþingis". (Úr þingræðu Jóhannesar Jóhann- essonar um tillögu Alþýðuflokksins 1927 um að veittur sveitarstyrkur valdi ekki réttindámissi). Samtímis þessu efldust verkalýðs- flokkamir í alþingiskosningum þetta árið enda veitti réttlátari kjördæma- skipan verkalýðsflokkunum meiri þingstyrk en fyrr. Um haustið vom samningar við verkalýðsfélögin gerðir, þar sem m.a. náðust fram atriði eins og: 8 stunda vinnudagur, orlofsákvæði, 38% kauphækkun, meiri álagning á eftir- og næturvinnu o.fl. Árið 1945 var svo komið að kaupmáttur tíma- kaupsins var orðinn 69% meiri en ár- ið 1939, auk þess sem næg atvinna var. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til að svipta verkalýðshreyfinguna samn- ingsrétti. Þannig var flutt á Alþingi tillaga um bann við vinnustöðvunum og kauphækkunum hverju nafni sem þær nefndust. Þetta var haustið 1963 en frumvarpið var dregið til baka vegna harðrar andstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar í desember það ár. Þá var vorið 1975 gerð tilraun til að meina starfsmönnum ríkisverksmiðj- anna að gera verkfall, en samtaka andstaða verkalýðssamtakanna megn- aði að gera þau lög að ónýtu pappírs- gagni. Nýjasta dæmið er bráðabirgða- lögin gagnvart sjómönnum á þessu ári, en of snemmt er að fjalla um þá aðgerð og verður það að bíða annars afmælis. Sagan sýnir hins vegar að, ef verka- lýðssamtökin beita öllum samtaka- mættinum og eru einhuga gegn ger- ræði ríkisvaldsins og valdbeitingu gagnvart helgasta rétti samtakanna — verkfallsvopninu — þá megnar hreyf- ingin að gera óréttmæt lagaboð að engu. Afskipti verkalýðshreyfingar- innar af herstöðvamálinu Áður var að því vikið, að verka- lýðshreyfingin léti sér fátt mannlegt óviðkomandi. Skömmu eftir lýðveld- isstofnunina, er beiðni kom frá banda- rískum stjórnvöldum að fá hér land- svæði undir herstöð, lét verkalýðs- hreyfingin málið til sín taka. Fjöldi samþykkta var gerður í verkalýðsfé- lögum og Alþýðusambandið sam- þykkti er Keflavíkursamningurinn var í bígerð í október 1946 að boða til eins da^s allsherjarverkfalls til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Boðaði sambandið til úti- fundar og mótmælaaðgerða. En allt kom fyrir ekki, samningur- inn var gerður og þá er skrifað í tímarit ASl, Vinnuna: „Þjóðin mun ekki láta svíkjast svo hrapalega aftan að sjálfstæði sínu sem raunin varð í alþingiskosningunum í sumar. Hún mun ekki láta þennan stundarósigur lama trú sína á sigur sjálfstæðisins. Þvert á móti mun hún í krafti feng- innar reynslu læra að þekkja flugu- mennina og gera sig þess umkomna að heimta aftur það sem af henni var ruplað af meirihluta alþingis 5. okt. 1946.“21) En þeir róttæku vinstri menn, sem réðu ferðinni hjá Alþýðusambandinu þetta haust, misstu meirihlutann á næsta Alþýðusambandsþingi árið 1948. Síðan hafa afskipti heildarsam- taka íslenskrar verkalýðshreyfingar verið tiltölulega lítil af þessu máli, er verið hefur eitt viðkvæmasta pólitíska deilumálið á íslandi frá byrjun kalda stríðsins til þessa dags. Knýja fram verðlækkun á nauðsynjavörum Okkur er tamt að hugsa sem svo, að verkalýðssamtökin séu ávallt að knýja fram kauphækkanir, en þegar litið er yfir 60 ára baráttusögu ASl kemur skýrt fram, hve oft alþýðusam- tökin hafa verið reiðubúin til að fall- ast á verðlækkanir í stað kauphækk- ana. Strax á fyrsta starfsári Alþýðu- sambandsins mótmælir það hækkun brauðverðs og efnir til „brauðfundar“ í barnaskólaportinu. Þetta var árið 1917 en á stríðsárunum fyrri hafði rúgbrauð hækkað úr 50 aurum í 1,80. I portinu voru haldnar eldheitar hvatn- ingarræður, en ekki látið sitja við orðin tóm, heldur er um haustið hald- inn stofnfundur „Alþýðubrauðgerðar- innar“ sem verkalýðssamtökin og ein- staklingar stóðu að. Varð Jón Bald- vinsson fyrsti stjórnarformaður fyrir- tækisins. Þannig létu verkalýðssamtök- in, þó ung væru, verkin tala og knúðu fram lækkun brauðverðsins. I sögu íslenskrar verkalýðshreyilng- ar frá upphafi hafa pöntunarfélög verkamanna haft mikil áhrif í þá átt að halda niðri verslunarálagningu og vöruverði. Fyrstu verkalýðsfélögin ráku leynileg pöntunarfélög og á kreppuárunum björguðu pöntunarfé- lögin mörgum alþýðuheimilum er kaupmenn höfðu lokað fyrir viðskipti. 18 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.