Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 20

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 20
til að greiða orlof samkvæmt því kerfi sem um var getið í fyrrgreindu frum- varpi, jafnvel þó Alþingi samþykkti ekki siíka löggjöf. Fyrir þennan tíma höfðu að vísu einstök iðnaðarmanna- fólög náð inn í samninga ákvæðum um orlof. Þannig hafði Hið íslenska prent- arafélag fengið inn í samning árið 1920 sumarfrí 6 daga á fuhu kaupi. Með samningnum haustið 1942 fékkst 12 daga sumarleyfi og atvinnurekend- ur samþykktu að greiða 4% í orlofs- sjóð. Þessi prósenta hækkaði um 1% í verkfallinu 1952. Á þinginu 1942 til ’43 voru orlofslögin samþykkt samkvæmt þcssum samningi en síðan hefur orlofstíminn lengst, nú síðast samhliða kjarasamningunum 1972 í 4 vikur. Þannig var unninn sigur í þessu réttindamáli og knúin fram lög- festing orlofs. Hitt dæmið er sex vikna verkfallið vorið 1955. Verkalýðshreyfingin hafði búið við langvarandi atvinnuleysi frá árinu 1950 og samhliða því verið framkvæmd mikil kjaraskerðing. Taldi ASÍ að ná yrði um 20% kauphækk- un, því kaupmátturinn hafði rýrnað um 17% fyrir utan hlut húsaleiguok- ursins í kjararýrnuninni. Svo virðist er verkalýðshreyfingin leggur til atlögu í mars 1955 að ætlun atvinnurekenda og ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks hafi verið að reyna að beygja verkalýðsstéttina með lang- vinnu verkfalli. Það tókst hins vegar ekki því verkfallið varð stöðugt víð- feðmara og verkfallsverðir hindruðu ítrekaðar tilraunir til verkfallsbrota, einkum varðandi olíulöndun. Eftir sex vikna verkfall takast samningar um 10% kauphækkun. 1% veikindapen- inga, 18 daga orlof og síðast en ekki síst gefur ríkisstjórnin fyrirheit um að lögfesta atvinnuleysistryggingar í samræmi við frumvarp um slíkar tryggingar, sem sósíalistar höfðu flutt á Alþingi á hverju þingi í 14 ár. Þann- ig þurfti sex vikna verkfall til að ná fram þessu gamla baráttumáli alþýðu- samtakanna, en fyrst hafði hugmynd- inni um atvinnuleysistryggingar verið hreyft hjá HlP veturinn 1899. Krafan um eflingu íslensks atvinnulífs Þegar blaðað er í samþykktum Al- þýðusambandsþinga í áranna rás, er áberandi kröfugerðin um eflingu ís- 20 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.