Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 21
lensks atvinnulífs. Skýrast kemur þessi
stefna fram er Alþýðusambandsþing
samþykkir „4 ára áætlun um fram-
kvæmdir 1935—39 er miðist við lýð-
ræði í stjómmálum, skipulag á þjóð-
arbúskapnum og vinnu handa öll-
um.“21) Það sama verður uppi á ten-
ingnum er verkalýðsflokkarnir mynda
stjórn með höfuðstéttarandstæðingn-
um, Sjálfstæðisflokknum, í okt. 1944
og hafin var nýsköpun íslenskra at-
vinnuvega er byggði á innistæðum Is-
lands í enskum bönkum (580 millj-
ónum).
Eftir atvinnuleysisárin 1950—1955
gerði verkalýðshreyfingin miklar kröf-
ur um eflingu íslenskra atvinnutækja
og því tengdist jafnframt krafan um að-
gerðir í landhelgismálinu, þ.e. útfærslu
í 12 milur. Þessar kröfur koma fram
í samþykktum þinga og félagsfunda
verkalýðssamtakanna. Þannig hefur
verkalýðshreyfingin ávallt látið sig
miklu skipta eflingu íslensks atvinnu-
lífs svo tryggja megi atvinnuöryggið.
Það eru einmitt tengsl landhelgismáls-
ins við spurninguna um atvinnuörygg-
ið sem beint hafa athygli samtaka
launafólks svo mjög að þessu máli
og hafa verkalýðssamtökin átt sinn
þátt í landhelgisbaráttunni s.l. áratugi.
Meðal annars hefur ASÍ staðið að
mótmælafundum gegn yfirgangi breta.
Á árinu 1961 var alvarlega um það
rætt hér á landi, hvort sækja ætti um
aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Viðskiptaráðherra bað um umsögn
helstu hagsmunasamtaka um málið.
16. ágúst 1961 kallaði ráðherrann
fuiltrúa á fund og kom þá fram að
flestir fulitrúar töldu tímabært að
sækja um aðild að EBE, ef bretar og
danir sæktu um inngöngu. I ályktun
miðstjórnar ASÍ kemur aftur á móti
fram skelegg afstaða. Þar segir: „Mið-
stjóm Alþýðusambands Islands telur,
að ekki geti komið til niála, að ríkis-
stjóm Islands hefji nú samninga við
Efnahagsbandalagið nieð væntanlega
þátttöku Islands fyrir augum.“ Varaði
ASÍ sérstaklega við hættunum er
Rómarsáttmálinn fæli í sér, þ.e. að
erlent fjármagn og vinnuafl gæti flætt
óhindrað innan bandalagsins, en slíkt
væri ógnun við sjálfstæði landsins. Gaf
ASt út upplýsingabækling um málið
þar sem fyrrgreind samþykkt er birt.
Þannig var það aðeins Alþýðusam-
bandið sem hafði einurð til að mót-
mæla aðild að EBE haustið 1961, er
ráðamenn höfðu áætlað inngöngu í
bandalagið, sem þýtt hefði uppgjöf
sjálfstæðs íslensks atvinnureksturs á
altari peningaveldis Vestur-Evrópu.
Afskipti ASl og samtaka launa-
fólks af atvinnumálum koma einkum
fram á atvinnuleysistímum, þá leggur
hreyfingin áherslu á að tryggja verði
atvinnuöryggið. Árið 1935 heyja
járniðnaðarmenn langt verkfall til að
knýja skipaeigendur til að senda ekki
skip út til viðgerða meðan verkefna-
skortur var hérlendis. Andradeilan
svonefnda stóð í 8 vikur og snerist
fyrst og fremst um aðgerðir til að
draga úr verkefnaskorti smiðjanna.
Þannjg hefur Félag járniðnaðamianna
og fl. orðið að beita samtakamættin-
um til að knýja fram aðgerðir til að
styrkja íslenskan iðnað.
Húsnæðismálin eru kjaramál
Snemma hóf verkalýðshreyfingin
að hafa afskipti af húsnæðismálum.
Eitt af fyrstu baráttumálum þing-
manna Alþýðuflokksins á þriðja ára-
tugnum var frumvarp til laga um
verkamannabústaði. I fyrstu var illa
tekið í þetta en loks látið undan árið
1927 (sjá grein um húsnæðismálin í
þessu hefti Vinnunnar). Annars leit
hið opinbera svo á, að það væri ekki
í verkahring þess að stuðla að bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis. Einkum vora
Sjálfstæðismenn fyrir stríð mjög and-
vígir afskiptum hins opinbera af hús-
næðismálum, eins og reyndar alþýðu-
tryggingum. En gagngerð breyting varð
á þessu cftir stríð, einkum eftir 1959.
Um bein afskipti verkalýðssamtak-
anna af húsnæðismálum er gleggsta
dæmið frá samningum verkalýðsfé-
laganna vorið 1965. I tengslum við
þá var birt yfirlýsing ríkisstjórnarinn-
ar um húsnæðismál, samin af sam-
starfsnefnd ASl og stjórnvalda. Þar
var m.a. lýst yfir að hafist verði handa
um byggingu hagkvæmra íbúða fyrir
láglaunafólk og verði í því skyni
byggðar 250 íbúðir árlega á áranum
1966—70. Veitt verði lán til a.m.k.
33 ára fyrir 80% kostnaðarverðs íbúð-
anna. Jafnframt átti að framkvæma
heildarendurskoðun laga um verka-
mannabústaði með það fyrir augum
að þetta nýja átak í húsnæðismálum
nái til landsins alls.
Um þessa yfirlýsingu sagði einn
forsvarsmanna Verkamannasambands
Islands: „Takist að framkvæma þessa
áætlun um íbúðabyggingar, er það
stærsta félagslegt átak, sem fram-
kvæmt hefur verið til lausnar á hús-
næðismálum láglaunafólks og mun
brjóta blað í húsnæðiskostnaði lægst
launaða verkafólksins í Reykjavík og
annars staðar á landinu.“2/') I síðari
samningum hefur einnig verið fjallað
um húsnæðismál og þó menn greini
á um framkvæmd samkomulags af
þessu tagi, þá verður ekki framhjá
því gengið að húsnæðismálin eru mál
sem verkalýðshreyfingin verður að
láta til sín taka. Án hennar afskipta
er lítið um félagslegt átak á sviði hús-
næðismála.
Að vernda vinnufélaga
gegn uppsögnum
Barátta íslenskrar verkalýðshreyf-
ingar kann að greina frá fjölmörgum
dæmum þess að trúnaðarmenn launa-
fólks hafi sætt atvinnuofsóknum. Gegn
slíkum aðgerðum atvinnurekenda er
aðeins til eitt svar og það er samstaða
stéttarbræðranna á vinnustað. Mörg
dæmi era um skyndiaðgerðir af þessu
tilefni.
Á kreppuárunum var Félag járn-
iðnaðarmanna eitt skcleggasta stéttar-
félagið á höfuðborgarsvæðinu. For-
maöur þess Loftur Þorsteinsson þótti
ærið róttækur og bundust smiðjueig-
endur samtökum um að ráða
hann ekki eftir að honum var sagt
upp í Vélsmiðjunni Héðni árið 1936.
Stóðu járnsmiðir vcl við hlið forystu-
manns síns og loks tókst að koma
þessum færa eldsmið aftur í vinnu
í smiðju. Aftur beittu smiðjueigendur
þessu á atvinnuleysistímanum 1952 er
þrem forystumönnum félagsins var
sagt upp störfum hjá Héðni, þeim
Snorra Jónssyni formanni félagsins,
Kristni Ágúst Eiríkssyni varaformanni
og Jónasi Hallgrímssyni trúnaðar-
manni félagsins á staðnum. Þessari á-
rás var harðlega mótmælt af verka-
lýðssamtökunum, en nú var öldin
önnur því vinnulöggjöfin gerði kleift
að kæra þetta atriði fyrir Félagsdómi.
Var Vélsmiðjan Héðinn dærnd í sektir
en ekki skylduð til að ráða þá aftur.
Skammt er síðan atvik af ámóta til-
efni kom fyrir í Kaupfélagssmiðjunum
á Selfossi og varð til þess að þar var
háð langvinn vinnudeila. Þá hefur
nokkuð borið á því að atvinnurekend-
ur hafi reynt að segja upp eldri verka-
VINNAN 21