Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 22

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 22
mönnum t.d. við höfnina og hafa þá verkalýðssamtökin látið slík mál til sín taka. Ýttu slíkar aðgerðir m.a. undir það að verkamannafélögin settu kröfuna um almenna lífeyrissjóði á oddinn á síðari hluta síðasta áratugs. Líklegt er þó að samtaka andstaða verkafólks á vinnustöðum gegn upp- sögnum einstakra manna verði einmitt til þess að málin leysist farsællega án þess að slíkt komist í hámæli. Á sama hátt sýna launamenn samstöðu er vinna er lögð niður vegna þess að at- vinnurekandi stendur ekki við gerða samninga á stórum vinnustöðum og ganga þá ekki aðrir aðilar í sömu grein inn í vinnu á slíkum stöðum. Atvik sem þessi efla mjög stéttarvit- und verkafólks og efla samheldnina á vinnustað. Þannig eru einnig fjöl- mörg dæmi um, hvernig með samtaka- mætti hefur tekist að knýja fram bætt- an aðbúnað á vinnustað og aukið ör- yggi, þó slík atvik komist sjaldan á spjöld verkalýðssögunnar. Þessi samantekt um beitingu sam- takamáttarins er ekki beinlínis sagn- fræðileg úttekt studd vísindalegum rannsóknum á hverjum efnisþætti. Slík rannsókn hefur því miður ekki verið gerð á íslenskri verkalýðshreyfingu. Þættir þeir sem hér hafa verið nefnd- ir voru valdir til að sýna, að verka- lýðshreyfingin hefur látið sér fátt mannlegt óviðkomandi. Verkalýðs- samtökin hafa beitt samtakamættin- um til að hindra kauplækkanir, hindra stofnun ríkislögreglu, berjast fyrir tak- mörkun vinnutíma, hindra sveita- flutninga, mótmæla sviptingu kosn- ingaréttar sökum fátæktar, sýna al- þjóðlega samhjálp og krefjast pólitískr- ar samstöðu verkalýðsflokkanna. Sam- tökin hafa gert gerræðisfull lög að ó- nýtu pappírsgagni, haft afskipti af herstöðvamálinu, knúið fram lækkun vöruverðs, skipað Alþingi fyrir verk- um þannig að sett hafa verið lög til að tryggja orlofsgreiðslur og atvinnu- leysistryggingar. Hún hefur ávallt ver- ið í fararbroddi baráttunnar fyrir efl- ingu íslensks atvinnulífs og vernd náttúrua-uðlinda, mótmælt inngöngu í Efnahagsbandalagið, krafist og samið um aðgerðir í húsnæðismálum, hindr- að brottrekstur einstaklinga af vinnu- stöðum, fengið innleiddar veikinda- greiðslur og veikindadaga, lífeyr- issjóði o.fl. Þannig mætti lengi telja. Hér er ekki vikið að tryggingamálum þar sem fjallað er um þau annars staðar í þessu afmælisriti. Ljóst má vera af svona upptalningu, að verkalýðshreyfingin á sinn stóra þátt í umsköpun íslensks þjóðfélags. Á afmælum ASl hefur verið siður að rekja þróun samtakanna frá ári til árs, en hér hefur verið valinn sá kostur að rekja einstök mál, sem samtökin hafa beitt sér fyrir. (Hvað þróun ASl snertir vísast til ágætrar greinar Skúla Þórðarsonar í Vinnunni árið 1966). Ef „áburðarkvenfólk“ og „siðlausir mansmenn“ skoðuðu vinnustað í dag? I upphafi þessarar greinar var lýst lífskjörum verkafólks á síðasta fjórðungi 19. aldar. Þá var samtaka- Iausu verkafólki likt við „útigangs- hesta“ og „hungraðar skepnur“. Ef þetta fólk fengi að líta íslenskt sam- félag í dag augum, yrði það margs á- skynja um mátt „eindregins fólags- skapar". I stað ótakmarkaðs dagvinnutíma, kaupgreiðslu í vöruúttekt og réttinda- leysis er kominn 8 stunda dagvinna, eftir- og næturvinnugreiðslur, ásamt afmörkuðum kaffitímum, kaupgreiðslu í peningum og ýmsurn félagslegum rétt- indum. 1 stað lítils atvinnuöryggis og snapvinnu er yfirleitt komin föst vinna og uppsagnarfrestur, veikindadagar og slysatryggingar. Daglaunamaðurinn fyrir daga samtakanna var réttinda- laus og gat ávallt átt á hættu að kom- ast algerlega á vonarvöl. Baráttan 22 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.