Vinnan - 01.12.1976, Side 26
Verkamannabústaðirnir,
verkalýðsbaráttan og húsnæðismálin.
Þegar litið er yfir farinn veg virð-
ist koma ótvírætt í ljós, að þeg-
ar hinum beinu kaup- og kjaramál-
um sleppir hafa verkaiýðssamtökin
látið húsnæðismálin meira til sín taka
en nokkum annan þjóðfélagsþátt. Þau
afskipti hafa þó verið með ýmsum
hætti. 1 upphafi vom þau fyrst og
fremst baráttumál hins pólitíska arms
þeirra á Alþingi, á seinni ámm hafa
samtökin sjálf látið þróun þeirra mjög
til sín taka í almennum kjarasamning-
um, þar hefur stefnan verið mótuð
en síðan hefur Alþingi fylgt á eftir
með lagasetningu. Þessi breyting á
meðferð mála er mjög eftirtektarverð
og segir sögu um lærdómsríka pólit-
íska þróun, sem þó verður ekki rak-
in hér. Hins vegar verður reynt
að rekja I stórum dráttum almennan
feril þessarar þróunar.
önnur hver íbúð
torfbær eða súðaríbúð
í afmælisritum Byggingarfélags
verkamanna í Reykjavík, í tilefni 15
ára afmælis þess 1954 og 25 ára af-
mælis þess 1964, segir m.a., að árið
1910 hafi önnur hver íbúð í landinu
ýmist verið torfbær eða súðaríbúð.
Árið 1928 fór fram allítarleg húsnæð-
isrannsókn í Reykjavík. Hún leiddi
í ljós, að 34,1% allra íbúða í bænum
voru kjallara- og súðaríbúðir. Margar
þeirra voru að sjálfsögðu taldar heilsu-
spil'landi, vafasamar eða lélegar. 1
heilsuspllandi eða vafasömum íbúð-
um reyndust 5,7% af börnum bæjarins
búa, þar af 1% í heilsuspillandi íbúð-
um. „Þessi rannsókn mun hafa átt
sinn þátt í því, að lögin um verka-
mannabústaði fengust sett árið 1929
og samkvæmt þeim var Byggingarfé-
lag alþýðu stofnað og síðar Bygging-
arfélag verkamanna í Reykjavík“, seg-
ir greinarhöfundur í 15 ára afmælis-
ritinu.
Fróðlegt er í þessu sambandi að
kynnast því hvernig húsakosturinn í
landinu þróaðist framan af þessari
öld. Fyrstu steinsteypuhúsin hér-
lendis voru byggð í Görðum á
Akranesi og í Sveinatungu í Norð-
urárdal árið 1895. Notkun stein-
steypu tekur síðan að breiðast út
um landið, en nær þó ekki verulegri
útbreiðslu fyrr en um og eftir 1910.
Það ár voru til í landinu samtals
10213 íbúðarhús, þar af 371 stein- og
steinsteypuhús, 4488 timburhús og
5354 torfbæir. Upp úr því fer toif-
bæjunum að fækka. Árið 1920 eru
hérlendis 1064 stein- og steinsteypu-
hús, 5195 timburhús og 5004 torf-
bæir. Árið 1930 eru stein- og stein-
steypuhúsin orðin 3294 talsins, timb-
urhúsin 6595 og torfbæir eru þá 3665
talsins. Þessar tölur sýna glöggt hve
bágborið húsnæðisástandið var í land-
inu á þessum árum. Fer þess vegna
ekki hjá því, að kröfurnar um bygg-
ingu verkamannabústaða hafi fundið
djúpan hljómgrunn meðal almennings.
Fyrstu verkamannabústaða-
lögrn árið 1929
Það var hinn 18. maí 1929, sem Al-
þingi afgreiddi fyrstu lögin um bygg-
ingu verkamannabústaða. Tóku þau
gildi hinn 14. júní sama ár. „— Voru
lög þessi sett fyrir atbeina Al-
þýðuflokksins og með stuðningi Fram-
sóknarflokksins, en Héðinn Valdi-
marsson var flutningsmaður laga-
frumvarpsins", segir í 25 ára afmælis-
ritinu. Fróðlegt er að lesa í 15 ára
afmælisritinu um markmið lagasetn-
ingarinnar: „Tilgangurinn með lögum
um verkamannabústaði og stofnun
Byggingarfélags verkamanna í Reykja-
vík var sá, að hjálpa þeim til að eign-
ast sómasamlegt húsnæði, sem við
þröngan húsakost bjuggu og ekki
gátu komið sér upp íbúð sjálfir án
fyrirgreiðslu um lán. Að þessu marki
hefur Byggingarfélag verkamanna stöð-
ugt stefnt og jafnan leitast við að
leysa vanda sem flestra, án þess þó
að víkja frá þeim kröfum um sæmi-
legan frágang og fyrirkomulag, sem
menn nú gera til íbúðarhúsnæðis".
Enn í dag er tilgangurinn með verka-
mannabústöðum hinn sami og þörfin
er enn sem fyrr mjög brýn.
1 kjölfar verkamannabústaðalag-
anna vorið 1929 voru árið 1930 stofn-
uð byggingarfélög verkamanna á Ak-
ureyri, Siglufirði, Patreksfirði, Flat-
eyri og í Reykjavík. Mun síðan fyrst
hafa verið hafist handa um bygginga-
framkvæmdir á Akureyri og í Reykja-
vík. Samkvæmt þágildandi lögum
voru stofnaðir byggingasjóðir verka-
manna í öllum þeim byggðarlögum,
sem byggingarfélög verkamanna voru
stofnuð í. Höfðu þeir sínar eigin
stjómir og komu þeim tekjur
frá ríki og sveitarfélögum. Eftirtektar-
vert er, að samkvæmt lögunum skyldu
byggingasjóðirnir veita lán, er næmu
allt að 85% af byggingarkostn-
aði hverrar íbúðar. Var það gert
í reynd í fyrsta byggingarflokki
í Reykjavík, en eftir það námu
lánin hæst 80% af byggingarkostn-
aði. — Árið 1935 er sú breyting gerð,
að stofnaður er einn heildarsjóður,
Byggingasjóður verkamanna, og til
hans lagðir byggingasjóðir verka-
manna í hinum einstöku byggðarlög-
um, sem jafnframt hættu störfum sem
slíkir. I maí 1939 voru síðan gefin út
bráðabirgðalög sem kváðu einkum á
um það, að stjórn hvers byggingarfé-
lags verkamanna skyldi skipuð 5
mönnum, þar af formaður skipaður
af ráðherra, og aðeins eitt byggingar-
félag verkamanna í hverju byggðar-
lagi skyldi geta notið byggingarlána
úr Byggingarsjóði verkamanna. Varð
þetta til þess, að Byggingarfélag al-
þýðu í Reykjavík hætti framkvæmd-
um við byggingu verkamannabústaða
en í þess stað var stofnað Byggingar-
félag verkamanna í Reykjavík, sem
hafði þær framkvæmdir með hönd-
um, al'lt þar til núgildandi lög voru
sett í maí 1970. — Þess má geta, að
á grundvelli þessarar lagasetningar
(„gamla verkamannabústaðakerfið")
voru byggðar samtals 1748 íbúðir
víðs vegar í landinu. Er gildi þeirra
byggingaframkvæmda ómetanlegt.
Þess má eínnig geta, að um sl. ára-
mót hafði Byggingasjóður verka-
manna greitt út lán (föst lán og fram-
26 VINNAN